Gríma - 15.03.1931, Qupperneq 62
60
SKELKUSSABREIÐAN
inn, sem er uppi í Saurbæjarhaga. Hefur löngum
þótt reimt í kringum hólinn og málmlogar hafa sézt
þar á nóttum, jafnvel til skamms tíma.
Séra Einar Thorlacius var prestur í Saurbæ 1822
—66. Hjá honum var vinnumaður skagfirzkur, er
Ásgrímur hét. Svo bar við eitt sinn, að Ásgrímur
gekk hjá hólnum að kvöldlagi og sá hann þá stóra
skelkussabreiðu á hólnum. Hélt hann að börn af
næstu bæjum hefðu borið kussana þangað sér til
gamans og hirti ekki um. Samt greip hann tvo
kussa, um leið og hann gekk hjá breiðunni, og stakk
þeim í vasa sinn. Þegar hann kom heim í Saurbæ,
ætlaði hann að taka upp kussana, en þeir voru þá
horfnir og í vasa hans voru tveir gamlir peningar.
Þóttist hann nú vita, að draugurinn, sem peningana
átti, hefði verið að leika sér að þeim, þegar hann bar
þar að; hefði draugurinn ekki haft tóm til að koma
þeim undan, en breytt þeim í skelkussa til þess að
villa honum sýn. Brá Ásgrímur þegar við og skund-
aði aftur til hólsins, ef ske kynni að breiðan væri
þar enn. En þá var allt horfið og sá hann aldrei
neitt þvílíkt framar. — Hallgrímur heitinn Kráks-
son, póstur, átti heima í Saurbæ, þegar hann var
unglingur. Sagði hann að séra Einar hefði fengið
peninga þessa hjá Ásgrími. Höfðu það verið æva-
gamlar krónur, stærri en spesíur.