Gríma - 15.03.1931, Page 63

Gríma - 15.03.1931, Page 63
HVÍTKLÆDDA STÚLKAN 6Í 15. Hvítklædda stúlkan. (Eftir handriti Baldvins Jónatanssonar. Sögn Jóns bónda Sæmundssonar í Narfastaðaseli). Jón Sæmundsson, sem nú (1907) býr í Narfa- staðaseli, var á yngri árum vinnumaður á Grenjað- arstað hjá Benedikt prófasti Kristjánssyni. Þá var Jön átján ára gamall, er hann tók við fjárgeymslu að vetrinum og gekk á beitarhús frá Grenjaðarstað; eru þau á þeim stað, er Þegjandadalur er kallaður og all-langt frá bænum. Þegar jörð var góð, lét Jón sauðina út gjaflausa fyrir dag og byrgði þá ekki fyrr en um dagsetursbil. Eitt kvöld lét hann sauðina inn á vanalegum tíma; veður var þá stillt, en nokk- uð skuggalegt, þoka í lofti og muggaði öðru hvoru, en þó reif frá tungli við og við, svo að bjart var til jarðar og vel ratljóst. Þegar sauðirnir voru komnir inn, gekk Jón inn í húsið á eftir þeim. Þá stundina lagði góða skímu af tunglinu inn um dyrnar, svo að hann sá glóru um allt húsið. Varð honum þá litið upp í hlöðudyrnar móti garða og sá, að þar stóð ung stúlka hvítklædd og horfði á hann angurblíðum aug- um. Jón var maður ómyrkfælinn, en svo varð honum samt bilt við sjón þessa, að hann þaut út úr húsinu, byrgði það í snatri og hljóp sem fætur toguðu heim að Grenjaðarstað. En rétt þegar hann var heim kominn, skall á moldviðrishríð. Jón gekk á beitar- húsin eftir sem áður og leið svo veturinn, að hann

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.