Gríma - 15.03.1931, Síða 67
ÍJRUKKNUN JóNÍNU FRÁ BASSASTÖÐUM 65
seinlega, en fór þó og hitti allar stúlkurnar í bezta
gengi og hinar kátustu.
Vorið eftir fór Jónína vistferlum til Jóns læknis
Guðmundssonar á Hellu. Jón læknir hafði jörð þá
með, er Goðdalur heitir, í Bjarnarfirði. Lét hann
Jónínu vera þar ásamt fleira fólki við vorvinnu.
Hafði hún tekið til sauma föt af Guðmundi stjúp-
syni Jóns; kepptist hún við saumana og vildi geta
fært Guðmundi fötin fyrir sunnudag þann, er hún
vissi að bar að messa á Kaldrananesi, sem er annexia
frá Stað. Vissi hún, að þá ætlaði hann og fleira fólk
frá Hellu til kirkju, og sjálf ætlaði hún líka að fara.
Svo fór, að hún kom fötunum af og lagði af stað
með þau að Hellu snemma á sunnudagsmorguninn.
Fékk hún hest að láni á Svanshóli, en hann var illa
taminn og óþægur. Þurfti hún að fara yfir Goðdalsá,
sem er ill yfirferðar. Er þar stytzt frá að segja, að
hún drukknaði í ánni og hesturinn einnig. Kjartan
Guðmundsson bóndi á Skarði, bróðir Jóns læknis,
fann þau bæði rekin og örend. Var Jóni föður Jón-
ínu gert aðvart, og fékk hann Sæmund Bjarnason á
Gautshamri, föðurbróður Guðbjargar, til að til-
kynna henni látið. Þegar hún sá Sæmund koma,
gekk hún þegar á móti honum og kvaðst vita erindi
hans; væri hann kominn til að segja sér, að nú væri
Jónína dóttir hennar drukknuð; sagðist hún lengi
hafa við því búizt og kæmi það sér enganveginn á
óvart.
Srlma IV.
5