Gríma - 15.03.1931, Síða 69

Gríma - 15.03.1931, Síða 69
BESSI 67 fyrir við ána, og heldur ófrýnn. Varnaði hann presti að fara yfir ána, og gekk í þófi um hríð. Fór Bessi þá að gerast nærgöngull, svo að hestur prests hrökklaðist undan út í sjó, og var þegar á sundi. Synti hann þar lengi, því að Bessi stóð í fjörunni og bannaði landtöku. Sá prestur þá, að ekki mátti svo búið standa; tók hann þá að biðjast fyrir heitt og innilega. Brá svo við, að hesturinn gat nálgast land, svo að hann náði niðri. Herti prestur þá á bænunum sem mest hann mátti, og þar kom að lokum að hann náði landi við melhorn nokkuð innan við árósinn. Var þá Bessi horfinn. Kómst prestur allþrekaður að bæ þeim, er Húsavík heitir; er það næsti bær innan við ána. Gerði hann vísu um viðureign sína við Bessa, en því miður mun hún nú vera glötuð. Þegar sögumaðurinn, Jón Jónsson Strandfjeld, var að alast upp hjá foreldrum sínum á Bassastöð- stöðum við Steingrímsfjörð, gerði Bessi stöku sinn- um vart við sig, en var þó farinn að linast í aðsókn- um. Þannig háttaði til á Bassastöðum, að baðstofa var á lofti, en tvö herbergi undir, og var annað þeirra þiljuð stofa. Eitt kvöld, er heimilisfólk hafði lagzt til rökkursvefns í baðstofunni, þurfti Jón að bregða sér niður í stofuna í einhverjum erindum. Þegar hann var að koma fram úr stofunni og ætlaði að fara upp í baðstofuna, sá hann allt í einu lýsandi hnött, líkastan tungli, rétt hjá sér á gólfinu. Hann undraðist þetta mjög og horfði á hnöttinn um stund, en er minnst varði, heyrði hann snarpan þyt og þá sprakk hnötturinn, svo að eldglæringarnar þeyttust í allar áttir. Varð Jón þá hræddur og rak upp hljóð, svo að fólkið í baðstofunni vaknaði og kom ofan, til þess að vita, hvað um væri að vera, en þá sást ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.