Gríma - 15.03.1931, Qupperneq 72
70
HVARF SNORRA
Þegar Snorri var átta eða níu vetra, bar svo við
eitt vor, litlu eftir krossmessu, að hann var sendur
eitt laugardagskvöld inn að Hillum til þess að sækja
lambgemling, er var þar vís og heima átti á Selár-
bakka. Það var liðið fram undir háttatíma, þegar
hann kom að Hillum. Honum var afhent lambið og
léð til fylgdar stúlka, litlu eldri en hann, bóndadótt-
ir á Hillum, er Helga hét; þótti ekki fært fyrir hann
einan að reka lambið. Héldu þau af stað og gekk vel,
þar til er þau áttu ekki eftir nema örstuttan spöl
heim að Selárbakka. Þá skildi Helga við Snorra hjá
hól einum litlum eða kennileiti, því að þau þóttust
vita, að auðvelt mundi vera að reka lambið heim að
húsi því, er það var vant að vera í. Sá Helga ekki til
Snorra, þegar hann lét lambið inn, því hún tók þeg-
ar til fótanna og hljóp sem mest hún mátti heim á
leið, til þess að ná háttum, ef unnt væri.
Þegar farið var á fætur á Selárbakka morguninn
eftir, var Snorri ekki kominn og héldu menn, að
hann mundi hafa gist á Hillum; mundi fólkinu þar
hafa þótt vera of framorðið til þess að láta hann
vera einan á ferð. Var nú sent inn að Hillum og
spurt eftir drengnum, en stúlkan sagði eins og var
og hér er til greint. Lá þá sumum við að rengja orð
hennar, en þess þurfti eigi, því að hún var bæði
réttorð og stillt, og þegar að var gætt eftir á, var
lambið í fjárhúsinu á Selárbakka hjá öðrum kind-
um. — Helga á Hillum varð löngu síðar kona á
Ytra-Holti í Svarfaðardal á árunum 1834—1855, eða
jafnvel lengur.
Á árunum 1791—1809 var séra Helgi Benedikts-