Gríma - 15.03.1931, Page 77
ÞðRVEIG SMALASTÚLKA
75
mjög leitt og gátu sízt skilið í, hverju þetta sætti.
Eitt kvöld hvarf Þórveig með öllu og fannst hvergi,
hvemig og hvar sem leitað var; voru foreldrar
hennar mjög harmþrungin út af hvarfi' hennar og
bárust lítt af. En nokkrum nóttum síðar dreymdi
móður hennar, að Þórveig kæmi til hennar og segði:
»Þú skalt vera óhrædd, móðir mín, því að mér líður
vel, og ég kem að heimsækja þig einhverntíma
seinna«. Sagði konan bónda sínum drauminn um
morguninn og létu þau við það huggast af harmi sín-
um. Liðu svo nokkur ár, og voru flestir búnir að
gleyma Þórveigu og hvarfi hennar, nema móðir
hennar, sem stöðugt minntist loforðsins i draumn-
um. Þá var það eina jólanótt að gömlu hjónin fóru
til aftansöngs. Þegar presfurinn var kominn fyrir
altarið, kom maður og kona inn í kirkjuna og leiddu
þau sitt barnið hvort. Varð mönnum starsýnt á að-
komufólk þetta, sem enginn kannaðist við, nema
bóndakonan gamla, sem þóttist kenna þar dóttur
sína, þótt mjög væri' hún breytt orðin. Settist að-
komufólkið á bekkinn hjá gömlu hjónunum og
hlýddu messunni með gaumgæfni. Þegar söfnuður-
inn hafði bænt sig í messulok og leit upp aftur, var
fólk þetta horfið og hafði enginn tekið eftir því að
gengið hefði verið úr kirkjunni. Þótti þetta undar-
legt, sem von var, og voru margar getur leiddar að
atburði þessum; fannst flestum líklegast, að þar
hefði verið huldufólk á ferð og drógu menn það ekki
sízt af búningnum, sem var í alla staði hinn vandað-
asti. Þegar gömlu hjónin komu heim til sín um
kvöldið, voru þar fyrir maður sá, kona og böm, er
í kirkjuna höfðu komið. Sagðist konan vera Þórveig
dóttir þeirra og vera þangað komin í heimsókn með