Gríma - 15.03.1931, Page 79

Gríma - 15.03.1931, Page 79
SKINNBEÐJA 77 nema börnin, þau voru heima. Um daginn sáu börn- in hest fram við tjörn eina, sem er þar fast við tún- ið. Þeim kom saman um að leggja bjórana á hestinn, og ríða á honum. Þau gengu að hestinum, og stóð hann kyrr. Beizluðu þau hann, lögðu bjórana á hann og fóru svo eldri börnin á bak honum. Þegar yngsta barnið ætlaði á bak, sagði það: »Hann nennir ekki«. Þá kipptist hann snöggt við, svo að öll börnin hrukku af honum, en hann steypti sér með bjórana í tjörnina. Þegar fólkið kom heim, sögðu börnin frá þessu. Þóttust menn vita að þetta hefði verið nykur, og hefði hann ætlað sér með börnin í tjörnina, en ekki þolað það þegar barnið nefndi »nennir«, því að nykurinn heitir öðru nafni »nennir« og má ekki heyra nefnt nafn sitt. Heitir tjörnin síðan Skinn- beðja. önnur sögn um Skinnbeðju er þannig: Á Kollsstöðum bjó eitt sinn ríkur bóndi, sem átti 13 skinnsængur. Einn góðan veðurdag voru sæng- urnar breiddar út til þerris. Um kveldið, þegar átti að taka þær inn, þá voru þær 14. Enginn skyldi í, hvernig stóð á 14. sænginni. Þá vita menn eigi fyrri til en sængina tekur á loft og hún fýkur fram í tjörn eina, sem er þar framan við túnið. Það var trú manna, að vatnabúar hefðu átt sængina. Er tjörnin síðan kölluð Skinnbeðja.

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.