Gríma - 01.09.1945, Blaðsíða 18

Gríma - 01.09.1945, Blaðsíða 18
16 SAGA VÍÐIDALS EYSTRA [Gríma flýja þessar hörmungar og leita fram í byggð undir eins og veður leyfði. Þegar hinn fyrsta dag, sem þeim leizt veður tryggilegt, héldu þær af stað til Hvanna- valla, sem var næsti bær innarlega í Múladal. Gangfæri var gott og hjarn mikið yfir jörðu. Komust þær síðara hluta dags á brún dalsins innarlega. Er þar um bratt klif að fara niður við ána, en þar var þá alveg ófær hjarnfönn á löngu svæði og klettabelti að ofan. Þenna dag stóð vinnumaður frá Hvannavöllum yfir fé utar í dalnum, og rétt áður en fór að dimma, virtist honum tveim þústum bregða fyrir við stóran stein uppi á brúninni. Aðgætti hann þetta svo vel sem hann gat og sá hreyfingu á þústum þessum. Ekki treysti hann sér upp fönnina, en þegar hann kom heim um kvöldið, sagði hann frá þessu og fullyrti, að þar hlytu að vera menn á ferð. Kona Árna bónda tók þá til máls og kvað sig hafa dreymt undarlega til hjónanna í Víðidal; kæmi sér ekki á óvart, þótt þaðan bærust óvæntar fréttir. Þar á Hvannavöllum var geymt eitthvert lítil- ræði úr kaupstað, er þau Víðidals-hjón áttu, og þótti kynlegt, að þess hafði eigi verið vitjað, er veður hafði verið bjart dögum saman og gangfæri gott. Bað konan því bónda sinn í guðs bænum að láta grennslast um þetta í bíti daginn eftir, og varð hann við því. Veður var gott um morguninn. Mjólkaði húsfreyja í flösku og fékk vinnumanni, en jafnskjótt sem birti af degi, kleif hann upp bratta gjótu í hamrabeltið ofan bæjar- ins, og var þar engin hjarnfönn. Þegar upp á brúnina var komið, hraðaði hann ferð sinni sem mest hann mátti inn eftir og fann mæðgurnar undir steininum mjög þjakaðar; hafði þó til allrar hamingju verið gott veður um nóttina. Drukku þær mjólkina og hresstust von bráðar, svo að þau gátu bráðlega haldið af stað til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.