Gríma - 01.09.1945, Blaðsíða 81

Gríma - 01.09.1945, Blaðsíða 81
Gríma] SKRÍMSLASÖGUR 79 b. Skrímsli í Grímsey. [Handrit Halldórs Friðjónssonar frá Sandi 1906. Sögn Sigurbjarnar Jónatanssonar i Aratótt í Grímsey.] Árið 1881 bjó bóndi sá í Sveinagörðum í Grímsey, er Sigurður hét og var Guðmundsson. Hjá honum var þá vinnumaður Sigurbjörn Jónatansson, er sögu þessa segir og nú á heima í Aratótt. Næsti bær sunnan við Sveinagarða er Borgir, og er svo stutt í milli, að túnin liggja nærri því saman. — Eitt haust um veturnátta- skeið voru Sveinagarðapiltar suður í Borganausti að gera að afla. Var komið kvöld, tung óð í skýjum, og var aðra stundina albjart, en svartamyrkur á milli. Ljós höfðu þeir hjá sér í naustinu. Sigurður bóndi varð fljótari að gera að sínum hlut og gekk þegar heim, er hann hafði lokið því. Skömmu á eftir hafði og Sigur- björn lokið sínu verki, gekk heim að Borgum, skilaði ljósfærunum og hélt síðan heimleiðis. Þegar hann kom norður fyrir bæinn, heyrði hann ámáttlegt gaul neðan úr fjörunni; hélt hann, að það væri fuglavæl, og gaf því engan gaum. En er hann kom norður á túnjaðarinn, heyri hann líkt gaul aftur, en þó einkennilegra en það fyrra, ámáttlegt, en þó svo hvellt og skerandi, að hon- um rann kalt vatn á milli skinns og hörunds. Þannig var landslagi háttað, að hár bakki var upp af fjörunni og einstigi upp að ganga frá lendingunni. Sigurbjörn gekk fram á bakkann og leit ofan í fjöruna; sá hann þá eitthvert ferlíki, sem var að brölta úr sjónum upp í fjöruna. Virtist honum það vera á hæð við hest, en töluvert lengra og gildara og mjög kubbslegt um haus- inn. Skaut þá Sigurbirni skelk í bringu, svo að hann tók til fótanna og hljóp sem mest hann mátti heim að Sveinagörðum; á bæjarhlaðinu heyrði hann þriðja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.