Gríma - 01.09.1945, Side 81
Gríma]
SKRÍMSLASÖGUR
79
b. Skrímsli í Grímsey.
[Handrit Halldórs Friðjónssonar frá Sandi 1906. Sögn Sigurbjarnar
Jónatanssonar i Aratótt í Grímsey.]
Árið 1881 bjó bóndi sá í Sveinagörðum í Grímsey,
er Sigurður hét og var Guðmundsson. Hjá honum var
þá vinnumaður Sigurbjörn Jónatansson, er sögu þessa
segir og nú á heima í Aratótt. Næsti bær sunnan við
Sveinagarða er Borgir, og er svo stutt í milli, að túnin
liggja nærri því saman. — Eitt haust um veturnátta-
skeið voru Sveinagarðapiltar suður í Borganausti að
gera að afla. Var komið kvöld, tung óð í skýjum, og
var aðra stundina albjart, en svartamyrkur á milli. Ljós
höfðu þeir hjá sér í naustinu. Sigurður bóndi varð
fljótari að gera að sínum hlut og gekk þegar heim, er
hann hafði lokið því. Skömmu á eftir hafði og Sigur-
björn lokið sínu verki, gekk heim að Borgum, skilaði
ljósfærunum og hélt síðan heimleiðis. Þegar hann kom
norður fyrir bæinn, heyrði hann ámáttlegt gaul neðan
úr fjörunni; hélt hann, að það væri fuglavæl, og gaf því
engan gaum. En er hann kom norður á túnjaðarinn,
heyri hann líkt gaul aftur, en þó einkennilegra en það
fyrra, ámáttlegt, en þó svo hvellt og skerandi, að hon-
um rann kalt vatn á milli skinns og hörunds. Þannig
var landslagi háttað, að hár bakki var upp af fjörunni
og einstigi upp að ganga frá lendingunni. Sigurbjörn
gekk fram á bakkann og leit ofan í fjöruna; sá hann þá
eitthvert ferlíki, sem var að brölta úr sjónum upp í
fjöruna. Virtist honum það vera á hæð við hest, en
töluvert lengra og gildara og mjög kubbslegt um haus-
inn. Skaut þá Sigurbirni skelk í bringu, svo að hann
tók til fótanna og hljóp sem mest hann mátti heim að
Sveinagörðum; á bæjarhlaðinu heyrði hann þriðja