Gríma - 01.09.1945, Blaðsíða 37

Gríma - 01.09.1945, Blaðsíða 37
Gríma] SYSTKININ FRÁ VÍÐIVALLAGERÐI 35 urinn þegar til starfa og smíðaði kistur að líkunum, en er því var lokið og allt búið til brottfarar, hélt Böðvar prestur hjartnæma ræðu og minntist erfiðra örlaga þeirra systkina, sem nú loks ættu friðland með- al kristinna manna. Síðan var haldið af stað til byggða með kisturnar og allt það fémætt, er flutt varð úr daln- um. Þegar komið var heim að Valþjófsstað, var allt búið til greftrunar, svo sem. venja var ti'l, en þá kom Jón sýslumaður til sögunnar og bannaði það. Kvað hann ósæmilegt og auk þess lögbannað, að sakamenn væru greftraðir í kristinna manna reit, og krafðizt þess, að þau systkin væru dysjuð úti á víðavangi, en Böðvar prestur svaraði, að sakamál hefði aídrei verið hafið á hendur þeim né dómur yfir þeim kveðinn, og auk þess hefði hann skriflega sönnun Guðmundar pró- fasts á Hofi fyrir því, að þau hefðu gengið til sakra- mentis hjá honum á meðan þau voru í útilegunni; gæti því enginn bannað þeim kirkjuleg. Gat sýslu- maður þá ekki í móti mælt, og fór jarðarförin fram að venjulegum hætti og erfi drukkið á eftir. Sigríður Jónsdóttir settist að á Valþjófsstað og virt- ist hverjum manni vel. Reyndi prestur hana í kristin- dómi, og var hún í því efni enginn eftirbátur annarra. Menntaðist hún vel til munns og handa og skömmu síðar giftist hún efnuðum bóndasyni þar í sveitinni. Hélt Böðvar prestur rausnarlega veizlu og sagði þá um leið greinilega alla þá sögu, er rituð er hér á undan. Kvað hann það hafa verið sín ráð, að þau systkin yfir- gæfu byggðir og settust að í afdalnum fram til fjalla, og verið hafði hann þeim jafnan hjálplegur í hvívetna. Sömuleiðis hafði hann beðið Guðmund prófast á Hofi að taka þau til altaris, þegar ástæður leyfðu. Þótti öll- um presti hafa farizt skörulega og drengilega í máli 3*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.