Gríma - 01.09.1945, Blaðsíða 12

Gríma - 01.09.1945, Blaðsíða 12
10 SAGA VÍÐIDALS EYSTRA [Grlma Mörgum árum eftir hvarf systkinanna, bar svo við á hvítasunnunótt á Hofi í Álftafirði, að einn vinnu- manna Guðmundar prests vaknaði um óttubil við það, að prestur kom alklæddur fram úr herbergi sínu, sem var í öðrum enda baðstofu. Læddist hann hljóð- lega út og kom eigi inn aftur. Vinnumanni þótti þetta undarlegt og gerðist forvitinn, klæddist í skyndingu og fór út. Þegar hann kom út á hlaðið, sá hann þrjá hesta á beit fyrir neðan túnið, og það þóttist hann vita, að eigi mundu hestar þessir eiga heima þar í sveit, því að einn þeirra bar sérkennilegan lit. Þá heyrði hann mannamál til kirkjunnar, læddist þangað og gægðist inn um hliðarglugga hennar. Sá hann þá, að prestur stóð fyrir altari, skrýddur messuskrúða, og var að útdeila sakramenti þrem manneskjum, karl- manni og kvenmanni, sem farin voru að reskjast, og á að gizka tvítugri stúlku. Litla viðdvöl hafði vinnu- maður við kirkjugluggann, en læddist aftur hljóðlega til baðstofu, breiddi ofan á sig og sofnaði von bráðar. Eigi hafði hann lengi sofið, er við honum var ýtt og hönd lögð á munn honum. Þegar hann leit upp, stóð prestur við rúm hans og gaf honum bendingu um að klæðast og finna sig út. Gerði hann svo og fór hljóð- lega fram úr baðstofu. Frammi í bæjardyrum var prestur fyrir, tók í hönd honum, leiddi hann upp fyrir bæinn og mælti svo: „Óþarflega varstu forvitinn áðan, og vita skaltu það, að nú er líf þriggja manna undir því komið, að þú segir engum frá því, er þú varzt vís- ari í kirkjunni; verður þú nú að sverja mér að þegja.“ Vinnumaður gerði það og efndi það trúlega. — Liðu svo fá ár, en þá bar svo við um haust í fyrstu fjall- göngu, að gangnamenn úr Álftafirði hrepptu nið- dimma þoku, svo að nokkrir þeirra villtust. Þegar þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.