Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2016 Sláturleyfishafar hafa ekki birt verðskrár fyrir haustið 2016: Afleit afkoma og lækkun liggur í loftinu Fréttir Ritað hefur verið undir breytingar á reglugerð um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum. Breytingin gengur út á að aðilaskipti að greiðslumarki sem fara fram á markaði í nóvember 2016 skuli taka gildi frá og með 1. janúar 2017. Á vef Landssambands kúabænda kemur fram að breytingarnar tryggi að unnið verði eftir fyrirkomulagi núverandi samnings um aðilaskipti að greiðslumarki út gildistíma hans. Það gerir bændum kleift að selja það greiðslumark sem þeir hafa þegar framleitt upp í á yfirstandandi verðlagsári. Viðskipti með greiðslumark Skrifstofum Bændasamtaka Íslands var lokað vegna sumarleyfa starfs- manna í þessari viku. Þær verða opnaðar aftur mánudaginn 8. ágúst. Starfsfólk Bændablaðsins verður að störfum yfir sumarlokunina. Auglýsendum er bent á að hringja í síma 563-0303 en ritstjóri er í síma 563-0332. Næsta Bændablað kemur út 11. ágúst. Sumarlokun í Bændahöll Enn hafa sláturleyfishafar ekki birt það verð sem þeir ætla að bjóða bændum fyrir afurðir sínar á komandi hausti. Að sögn slát- urleyfishafa er afkoma flestra afleit af margvíslegum ástæðum. Lækkandi verð er á hliðarafurð- um, grimm samkeppni á innan- landsmarkaði með tilheyrandi verðstríði og lækkandi verði og þá hefur það verð sem fæst fyrir útflutning einnig lækkað. Engar upplýsingar fengust í samtölum við sláturleyfishafa um hvenær verðskrár fyrir haustið 2016 verða birtar, en lækkun liggur í loftinu. Gríðarleg hagræðing hjá sláturleyfishöfum Björn Víkingur Björnsson, fram- kvæmdastjóri Fjallalambs á Kópaskeri, segir að samþykkt hafi verið á aðalfundi félagsins nú nýverið að trúlega þurfi að lækka verð til bænda á komandi hausti. „Við höfum ekki gefið út verðskrá, en það verður gert þegar nær dregur haustinu,“ segir hann. Afkoma fyr- irtækisins var ekki góð á liðnu ári og kemur þar ýmislegt til, lækkandi verð á hliðarafurðum, verðstríð á mörkuðum innanlands sem leiðir til þess að verð er of lágt, þá hafi laun hækkað og verð fyrir útflutning fari óðum lækkandi. „Þetta sam- anlagt er helsta ástæða neikvæðrar niðurstöðu,“ segir Björn Víkingur. „Það er svo að sláturleyfishafar hafa þurft að hagræða gríðarlega í sínum rekstri undanfarin ár og greinilegt að verð til bænda er orðið of hátt miðað við það verð sem fæst fyrir vöruna á markaði. Við höfum ekki nú þau stýritæki í rekstri sem við höfðum hér áður fyrr,“ segir Björn Víkingur. Á fundinum var samþykkt að auka hlutafé félagsins um 50 milljónir króna. Afkoman óviðunandi Ágúst Torfi Hauksson, fram- kvæmda stjóri Norðlenska, segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um verð í komandi sláturtíð. „Afkoma af slátrun og vinnslu sauðfjár var óviðunandi árið 2015 hjá okkur og reyndar öllum öðrum líka. Hvort sú staðreynd valdi verðlækkun í haust liggur ekki endanlega fyrir,“ segir hann. Verðskrá fyrir sauðfjárafurðir liggur ekki fyrir hjá Sláturhúsi KVH á Hvammstanga og segir Magnús Freyr Jónsson framkvæmdastjóri að engin ákvörðun hafi heldur verið tekin um hvenær slík skrá verði birt. Verið sé að skoða málið. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um hvenær ákvörðun um verðskrána verður tekin,“ segir hann. Grimm samkeppni „Verð hefur ekki verið ákveðið né heldur hvenær verð verður birt, svo ég get ekkert sagt um þetta,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri SS. Hann segir stöðu mála á markaði bæði góða og slæma. Ágætis sölu- þróun hafi verið á innanlandsmark- aði en verð sé þar lágt. Víða erlendis sé staðan hins vegar slæm og verðið hafi lækkað í kjölfar þess að íslenska krónan hefur styrkst. Fram kemur í ársskýrslu SS fyrir liðið ár að grimm samkeppni ríki milli framleiðenda á innanlandsmarkaði og í vaxandi mæli við erlenda aðila vegna aukins innflutnings. Innflutningur á kjöti hefur verið umtalsverður og gera má ráð fyrir að með fríverslunar- samningi muni hann aukast á næsta ári. Helsta vörn SS og landbúnað- arins alls sé að hagræða með öllum tiltækum ráðum. Stöndum frammi fyrir erfiðum ákvörðunum Gera má ráð fyrir einhverjum lækk- unum á verði til bænda á komandi hausti, að því er fram kemur í frétta- bréfi KS frá því í vor. „Við höfum ekki tekið ákvörðun um hvenær við birtum verð, það er verið að fara yfir þetta þessa dagana,“ segir Ágúst Andrésson, framkvæmdastjóri KS. Hann nefnir að meginástæða hækk- ana undanfarinna ára á afurðaverði til bænda hafi verið vegna þess að gott verð hefur fengist fyrir hliðar- afurðir, náðst hafi að bæta nýtingu þeirra og auka þar með verðmæta- sköpun. „Núna er þetta alls ekki fyrir hendi og það er mikið högg á tekjulindina sem þýðir að endur- skoða þarf verð til bænda með tilliti til þessa,“ segir hann. Ágúst segir að sala á lambakjöti innanlands hafi gengið ágætlega, en það megi m.a. þakka góðu veðri og stemningu í kringum EM, fleiri voru í grillhug og hafi sala á slíku kjöti gengið ágætlega. Þá velji æ fleiri erlendir ferðamenn lambakjöt á diska sína. „Launakostnaður hefur hækkað gríðarlega og þessar afurðir þurfa að hækka út á markað. Tap hefur verið á sauðfjárslátrun undanfar- ið og það gengur ekki til lengdar. Allt útlit er fyrir að erfitt verði að koma rekstrinum í jafnvægi á þessu ári. Það er því ljóst að menn standa frammi fyrir erfiðum ákvörðun- um þegar kemur að verðlagningu á sauðfjárafurðum í haust,“ segir Ágúst. /MÞÞ Karl G. Kristinsson, pró fessor í sýklafræði við læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir sýklafræðideildar Landspítalans, segir að innflutningur á græn- meti sé áhættuþáttur þegar kemur að bakteríusýkingum. Hann segir íslenskum neytend- um mjög í hag að borða íslenskt grænmeti. Gríðarlegt magn af grænmeti er flutt til landsins á hverju ári og það kemur víðs vegar að úr heiminum. Vegna ónógra upprunamerkinga veit neytandi ekki alltaf hvort grænmeti sem flutt er hingað til lands sé ræktað í landinu sem það er flutt frá. Uppruninn getur hæg- lega verið í allt öðru landi. Tvær hópsýkingar hér á landi „Grænmeti er almennt holl vara og auðvitað á fólk að borða mikið af því. Hitt er svo annað mál að ekki er hægt að neita því að með innfluttu grænmeti fylgir ákveðin hætta á tilteknum bakteríusýking- um. Þar af leiðandi fylgir því meiri áhætta að neyta innflutts grænmetis en innlends.“ Karl segir að hér á landi sé vitað um tvær hópsýkingar sem tengjast innfluttu grænmeti. „Í fyrra skiptið var um að ræða stærstu hópsýk- ingu af völdum salmonellu sem greinst hefur á Íslandi, hún var árið 2000 og var salmonellan fjölónæm. Í seinna skiptið var um að ræða hópsýkingu árið 2007 af völdum þarmasýkjandi E. coli-bakteríu- stofns sem veldur gjarnan blóðug- um niðurgangi og getur jafnframt tengst nýrnabilun og dauða.“ Sýkt vatn „Við vitum að víða erlendis er notað endurunnið vatn til að vökva grænmeti en ekki hreint og drykkj- arhæft lindarvatn eins og hér á landi. Rannsóknir sýna að það gengur illa að losna við sýklalyfjaónæmar bakt- eríur í endurvinnsluferlinu og eðlilegt að hafa áhyggjur af því að sýklalyf- jaónæmar bakteríur geti borist í og með salati sem er vökvað með vatni úr endurvinnslustöð,“ segir Karl Upprunamerkingar mikilvægar „Vitandi þetta finnst mér vera íslenskum neytendum mjög í hag að borða íslenskt grænmeti ef þeir hafa kost á því. Ég tel einnig mikilvægt að neytendur séu vel upplýstir um kosti þess að borða grænmeti sem er ræktað innanlands og á sama tíma að innflutt grænmeti sé merkt upprunalandinu. Við höfum því miður enga tryggingu fyrir því að grænmeti eða önnur matvæli sem eru flutt inn frá, segjum Danmörku, séu upprunnin þar. Maturinn getur allt eins verið kominn frá Indlandi, Kína eða Taílandi. Auk þess er fáránlegt að það megi merkja innflutt matvæli eins og kjöt sem íslenskt sé það unnið hér á landi og þannig blekkja neytendur. Annað sem einnig er vert að hafa í huga er kolefnisfótsporið sem aug- ljóslega fylgir því að flytja vörur eins og grænmeti langar leiðir milli landa.“ Dauðsföll vegna sýktra baunaspíra Karl segir að hættulegustu bakter- íurnar sem geta borist með græn- meti og hafa reyndar gert það séu þarmasýkjandi E. coli. „Sem dæmi má nefna að árið 2011 kom upp hóp- sýking í Þýskalandi og Frakklandi sem olli dauða margra einstaklinga vegna nýrnabilunar. Sýkingin var að lokum rakin til fjölónæmrar E. coli- -bakteríu í baunaspírum sem voru ræktaðar í Evrópu upp af fræjum frá Egyptalandi.“ Engin trygging að skola grænmetið „Grænmeti mengast auðveldlega af bakteríum séu þær til staðar í vökv- unarvatni og ekki síður ef notaður er lífrænn ómeðhöndlaður áburður. Þegar þannig grænmeti er borðað ferskt er möguleiki á sýkingu eða að fá í sig ónæmar bakteríur. Auðvitað er kostur að skola grænmetið fyrst og það dregur úr áhættunni en það er samt engin trygging fyrir því að bakteríurnar skolist burt.“ Karl segist undanfarið hafa talað við garðyrkjubændur. „Mér skilst á þeim að með velvilja og stuðningi þá gætum við verið okkur næg með ræktun á helstu tegundum grænmetis til innanlandsneyslu, sem væri mjög gott út frá lýðheilsufræðilegu sjón- armiði.“ /VH Innfluttu grænmeti fylgir ákveðin hætta á tilteknum bakteríusýkingum segir prófessor í sýklafræði: Íslenskum neytendum í hag að borða innlent grænmeti Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði, segir að hættulegustu bakteríurnar sem geta borist með grænmeti séu E. coli. Mynd / VH Upprunamerkingar á grænmeti eru mikilvægar til þess að upplýsa neytendur. Mynd / TB Þrátt fyrir ágæta sölu á lambakjöti innanlands síðustu mánuði telja slátur- Mynd / BBL KRÁS götumatarmarkaður í Fógetagarðinum í Reykjavík verður opnaður á laugardaginn kl. 13.00. Þar geta gestir og gangandi keypt mat af fjölmörgum veitingahúsum sem sýna það besta sem boðið er upp á í götumat. Í ár verður KRÁS opin alla laugardaga og sunnudaga frá kl. 13.00–18.00. Síðasti markaðurinn verður 20. ágúst á Menningarnótt. Tilvalið fyrir þá sem eru á ferð í höfuðstaðnum að fá sér bita. KRÁS opnar á ný Allir fara saddir og sælir af götu- markaðnum. Mynd /TB Haraldur Einarsson alþingismað- ur, sem skipaði þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar, hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram í komandi kosn- ingum. Haraldur og eiginkona hans, Birna Harðardóttir, hafa ákveðið að gerast bændur á Urriðafossi og ganga þar inn í búskap með foreldr- um Haraldar. „Foreldrar mínir eru með kúabú með rúmlega 50 kýr og einn mjalta- þjón. Okkur líst báðum vel á að hefja búskap,“ segir Haraldur, en Birna er úr Kópavogi, „og ég hef undanfarin tvö ár verið að kynna fyrir henni dásemd- ir sveitarinnar. Með góðum árangri greinilega. Okkur þykir báðum góður kostur að ala börnin upp í sveitinni.“ Þingmaður gerist bóndi Haraldur Einarsson. Mynd / XB.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.