Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2016 Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 9.900 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgarar kostar 4.950 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Hin eilífa umræða um kaup og kjör held- ur áfram. Búvörusamningarnir eru akkeri bænda í rekstrinum og tryggja að hér sé framleiddur matur fyrir neytendur. Eftir margra mánaða yfirlegu og undirskriftir tveggja ráðherra og forsvarsmanna bænda eru þeir ekki enn í höfn. Aðrir hópar í samfé- laginu hafa fengið miklar launahækkanir en allt gengur af hjörunum þegar röðin kemur að bændum að ræða sín kjör. Öllu er hrært saman í einn graut og umræðan beinist meðal annars að samkeppnismálum og glórulaus- um starfslokasamningum við forstjóra þar sem tölurnar eru svo háar að venjulegt fólk botnar ekkert í þeim. Umfjöllun um lágt afurðaverð og slæm kjör bænda er ekki ný af nálinni. Í áratugi er það nánast alltaf sami söngurinn. Neytendur vilja ekki borga mikið fyrir matinn, afurða- stöðvar greiða lágt innleggsverð og hinn frægi „vatnshalli“ er í hverjum einasta samningi sem bændur gera við hið opinbera. Verslunin liggur undir grun um að gleypa of stóran bita af kökunni en auðvitað þræta forsvarsmenn hennar fyrir það. Eftir situr bóndinn með hálftóma vasa. Hagræðingarkrafan er endalaus á sama tíma og auknar kröfur eru gerðar í rekstrar- umhverfi bænda. Sem betur fer hefur aukin tæknivæðing í landbúnaði og þekking orðið til þess að auka framleiðni síðustu ár. En það er aldrei nóg. Það er fróðlegt að fletta upp í Tímarit. is og skoða gamlar fréttir um kjarabaráttu bænda. Kunnugleg stef er víða að finna. Fyrir 30 árum vildu menn gera átak og efla byggðir í sveitum með atvinnuátaki. Morgunblaðið segir frá því að átakið eigi að vega upp á móti samdrætti í hefðbundnum landbúnaði. Áherslu eigi m.a. að leggja á aðstoð til fjölþættari búskapar, fjárhagslega úttekt á stöðu bænda, ráðgjöf, skipulegt átak til markaðsöflunar fyrir búvörur og fram- lengja búvörusamninga um tvö ár. Fyrir 40 árum sagði í fylgiriti Morgunblaðsins að landbúnaður væri að mestu takmarkaður við innlendan markað, að því er matvælaframleiðslu snertir og því lítið svigrúm til framleiðsluaukningar. Aukin framleiðni myndi leiða til fækkunar mannafla í landbúnaði nema útflutningur yrði aukinn. Lausnin væri að auka framleiðni og lækka framleiðslukostnað afurðanna. Full ástæða væri til að leita nýrra leiða í landbún- aði, nýta betur vannýtt framleiðslutækifæri á láglendi og breyta búskaparháttum. Árið 1976 var fyrirsögn í Alþýðublaðinu: „Kjör bænda þrengjast.“ Undirtitillinn var „Sunnlenzkir bændur bjóða gagnrýni velkomna en fordæma sleggjudóma.“ Vísað var til fjölmenns bændafundar sem haldinn var að Hvoli á Hvolsvelli að frumkvæði nokkurra bænda. Tilgangur hans var að treysta samstöðu í kjaramálum og vera upp- hafið af öflugri mótmælaöldu um allt land gegn kjaraskerðingarstefnu ríkisstjórnarinn- ar. Fundurinn stóð yfir í 7 klst. og haldnar voru um 30 ræður. Meðal annars var þessi ályktun samþykkt: „Fundur sunnlenzkra bænda, haldinn að Hvoli 30. nóv. 1976, átel- ur mjög þær árásir á stefnu og starfshætti landbúnaðarins, sem birzt hafa í fjölmiðlum. Átelur og mjög þá mistúlkun og rangfærslur, sem virðast settar fram í þeim tilgangi einum að sanna neytendum, að landbúnaðarfram- leiðslan sé baggi á þjóðarbúinu. Jafnframt lýsir fundurinn því yfir, að heilbrigð gagn- rýni, byggð á þekkingu en án fordóma, getur aldrei skaðað neinn atvinnuveg og fagnar hverjum þeim, sem bent getur á leiðir til farsællar lausnar á þeim vanda, sem við er að glíma hverju sinni. Hún verður ætíð til framdráttar þjóðinni í heild.“ Og nú er spurt eins og Jónas orti forðum: „Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?“ /TB Kjör bænda Ísland er land þitt Landbúnaður skiptir miklu fyrir íslenskt samfé- lag. Í fyrsta lagi er hann mikilvæg atvinnugrein sem þúsundir Íslendinga byggja lífsafkomu sína á. Í öðru lagi sér hann íslenskum heimil- um fyrir heilnæmum búvörum sem hafa ekki verið framleiddar með mikilli lyfjagjöf eða öðrum hjálparefnum, sem algeng eru í inn- fluttum landbúnaðarvörum. Í þriðja lagi gegnir landbúnaður lykilhlutverki við að treysta byggð í landinu, sem meðal annars skiptir miklu máli fyrir ferðaþjónustuna. Í fjórða lagi þá er mjög mikilvægt út frá umhverfissjónarmiðum að matvæli séu framleidd sem næst neytendum til þess að hægt sé að lágmarka allan útblástur vegna vöruflutninga sem er mikilvægur liður í því að berjast gegn hlýnun jarðar. Það er nokkuð árvisst að landbúnaðarmál koma til umræðu á sumrin. Á því varð engin breyting nú, þegar að bæði forsetakjörið og Evrópumótið í knattspyrnu karla voru afstað- in. Þess var að vænta í ljósi þess að enn er ekki ljóst með afgreiðslu Alþingis á búvöru- samningum um starfsskilyrði landbúnaðarins. Bændur undirrituðu samningana í febrúar sl. og samþykktu þá með atkvæðagreiðslu í mars. Fyrir hönd ríkisins undirrituðu samningana fjármálaráðherra og þáverandi landbúnað- arráðherra, nú forsætisráðherra. Samningarnir eiga að taka gildi um næstu áramót, en til þess þarf samþykki Alþingis. Umfjöllun um málið hefur síðan blandast umræðu um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að leggja að nýju sekt á Mjólkursamsöluna vegna viðskipta á árunum2008–13. Það mál er langt því frá útkljáð. Mjólkuriðnaðurinn og verðlagning á mjólk eru hins vegar aðeins eitt atriði af fjöl- mörgum í búvörusamningunum. Vissulega hefur MS ákveðna undanþágu frá samkeppn- islögum, en á móti þá ræður fyrirtækið hvorki verðinu sem það greiðir bændum fyrir mjólk, eða heildsöluverði helstu framleiðsluvara sinna. Undanþágan er því miklum takmörkunum háð, meðal annars er kaupskylda á mjólk um allt land og skylda til að selja mjólkurafurðir hvert á land sem er á sama verði. Hvaða tillögur eru aðrar uppi? Sumir sem um samningana hafa rætt vilja hafna þeim, en leggja fátt til um hvað koma beri í stað- inn. Enda er gagnrýnin á ákaflega mismunandi forsendum. Sumir telja að samningarnir gangi alltof skammt. Helst ætti að afleggja allan stuðn- ing við landbúnað, einkum þó tollverndina. Frá hinum vængnum kemur síðan gagnrýni um að það sé ekki nægilega mikil miðstýring. Stýra þurfi hvar ákveðnar búgreinar séu stundaðar og hefja aftur framleiðslustýringu í sauðfjárrækt til að ná því fram að engar sauðfjárafurðir séu fluttar út, sem hafi hugsanlega verið framleiddar með opinberum stuðningi. Þau sjónarmið hafa líka heyrst að fyrirhugaðar breytingar í samn- ingunum séu alltof miklar og ekki sé nægilega stutt við bakið á greinum sem verða harðast fyrir barðinu á afleiðingum tollasamnings Íslands og ESB, sem einnig liggur fyrir Alþingi. Útilokað er að verða við öllum þessum athugasemdum því þær eru ósamrýmanlegar. Samningarnir voru ákveðin niðurstaða sem náðist eftir 42 funda samningalotu sem stóð í nærri hálft ár. Bændur hefðu gjarnan viljað sjá ýmsa hluti öðruvísi og fulltrúar ríkisins örugglega líka. Það er aldrei svo í samningaviðræðum að allir fái sínu framgengt. En bændur standa við þá niðurstöðu sem samið var um og samþykkt hefur verið. Aðalatriðið fyrir íslenskan landbúnað er að tryggja byggð í landinu, störf í landbúnaði og framboð heilnæmra búvara á sanngjörnu verði. Ef Alþingi hefur hugmyndir um breytingar til að styrkja þessi atriði, getur það alveg verið jákvætt. En sjónarmið eru verulega mismunandi eins og að framan greinir. Ef Alþingi ætlar sér hins vegar að breyta samningunum verulega, þarf að sjálfsögðu að setjast að samninga- borðinu á ný. Það sjá það allir í hendi sér að ef annar samningsaðili gjörbreytir samningi eftir undirritun þarf að fara yfir samninginn á ný. Þá þurfa bændur að greiða aftur atkvæði um samninginn, ef hann breytist, því þá er það einfaldlega annar samningur en þeir greiddu atkvæði um. Stuðningur við landbúnað fer lækkandi Í lok samningstímans verða framlög ríkisins svipuð upphæð á föstu verðlagi og árið 2016. Miðað við að hagvöxtur verði áfram meiri en verðbólga er ljóst að stuðningur við landbúnað sem hlutfall af landsframleiðslu mun áfram lækka. Væri það hlutfall það sama nú og fyrir 30 árum værum við að tala um 100 milljarða stuðning á ári. Nýir fjármunir koma inn fyrstu árin vegna nýrra verkefna og aukinnar áherslu á almennari stuðning. Á móti kemur 8,1% hag- ræðingarkrafa á samningstímanum. Stærstur hluti þeirra fjármuna sem renna úr ríkissjóði vegna búvörusamninganna fara í raun beint í vasa almennings. Framlag ríkisins er niðurgreiðsla sem miðar að því að lækka verð á íslenskum landbúnaðarafurðum til neytenda. Með þessum hætti er íslenskum bændum sköp- uð aðstaða til að framleiða heilnæmar landbún- aðarafurðir á sanngjörnu verði. Samningarnir marka landbúnaðarstefnu Eitt af meginmarkmiðum í samningagerðinni var að leggja niður kvótakerfi í mjólk og greiðslumarkskerfi í sauðfjárrækt. Tilgangurinn með því er að létta kostnaði við kaup á þess- um réttindum af greinunum. Markmiðið er að gera nýliðun og kynslóðaskipti auðveldari og beina þunga stuðningsins til þeirra sem eru að framleiða á hverjum tíma. Í samningunum er lögð aukin áhersla á lífræna framleiðslu, velferð dýra, umhverfis- vernd og sjálfbæra landnýtingu. Sérstakt ver- kefni kemur inn í samninginn um stuðning við skógar-bændur til að auka virði skógarafurða. Um leið er kveðið á um annað nýtt verkefni um mat á gróðurauðlindum sem ætlað er til frekari rannsókna á landi sem nýtt er til beitar. Jafnframt verða möguleikar á fjárfestingastyrkj- um í svínarækt fyrri hluta samningstímans til þess að hraða umbótum sem bæta aðbúnað dýra. Jarðræktarstuðningur er aukinn verulega og gerður almennari. Hægt verður að styðja betur við ræktun, þar með talið ræktun matjurta sem er nýjung. Um leið verður tekinn upp almennur stuðningur á ræktarland sem er ekki bundinn ákveðinni framleiðslu. Þá er stuðningur tekinn upp við geitfjárrækt, sem ekki hefur verið áður. Í samningunum er kveðið á um endurskoð- anir árin 2019 og 2023. Það er gert til að bregð- ast við þróun og meta hvernig markmið nást. Gangi þau ekki eftir er hægt að bregðast við og stjórnvöld sem verða við völd á hverjum tíma geta lagt fram sínar áherslur. Gert er ráð fyrir að bændur kjósi um niðurstöðu þeirra endur- skoðana eins og þeir gerðu fyrr á þessu ári. Það er því ekki búið að læsa neinu í tíu ár, en það er mörkuð ákveðin stefna. Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands sindri@bondi.is Ljúkum afgreiðslu samninga Ritstjóri: Tjörvi Bjarnason (ábm.) tjorvi@bondi.is og Hörður Kristjánsson hk@bondi.is – Sími: 563- 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Ásgerður María Hólmbertsdóttir amh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefsíða blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Prentsnið – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 er einnig eyðibýli sem heitir Dynjandi, en vogurinn úti fyrir heitir Dynjandisvogur. Á bjargbrún er fossinn 30 metra breiður en 60 metra breiður neðst. Fleiri fossar eru í fossaröðinni. Fossinn var friðlýstur árið 1980. Hann hefur af sumum verðið nefndur Fjallfoss, en heimamenn frábiðja sér slíka nafngift. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.