Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2016 Laxeldi á Austfjörðum: Ströng lög gilda um laxeldi og verndun villtra laxa Ice Fish Farm - Fiskeldi Austfjarða hf. hefur sótt um leyfi til að framleiða 43 þúsund tonn af eldisfiski á Austfjörðum. Í dag er fyrirtækið með eldi í Beru- og Fáskrúðsfirði en hyggst einnig setja upp eldiskvíar í Seyðisfirði, Stöðvarfirði og Norðfjarðarflóa. Í síðasta tölublaði Bændablaðsins lýstu Jón Helgi Björnsson, formað- ur Landssambands veiðifélaga, og Gunnlaugur Stefánsson í Heydölum áhyggjum sínum vegna áformanna og sögðu þau meðal annars óaftur- kræfa ógn við íslenska laxastofninn og aðför að íslenskri náttúru. Höskuldur Steinarsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, og Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Ice Fish Farm – Fiskeldis Austfjarða hf., hafa brugðist við ummælum Jóns Helga og Gunnlaugs. Sjókvíaeldið ógnar ekki lífríki á stórum svæðum Höskuldur segir að í umfjöllun- inni sé talað um „aðför að náttúru Íslands“ og hann spyr hvað sé átt við með því og hvort einhver dæmi finn- ist um að sjókvíaeldi sé slík aðför? „Ég vil minna á að samkvæmt lögum frá 2002 og þeim reglugerð- um sem á þeim byggja er gengið mjög langt varðandi lokanir svæða til verndunar villtra laxastofna. Það er því deginum ljósara að nær 30 ára gamalt samkomulag sem minnst er á í umfjölluninni hefur ekkert vægi í ljósi hinnar ströngu löggjafar sem síðar hefur verið innleidd. Ég tel því að sú fullyrðing að sjókvíaeldið ógni lífríki á stóru svæði sé algerlega órökstudd og í raun makalaus.“ Staðsetningar hvíldar í 6 til 9 mánuði eftir slátrun „Landssamband veiðifélaga líkir lífrænum úrgangi laxeldisstöðvar við „skólpfrárennsli frá 150 þús- und manna borg“. Það er ljóst að lífrænn úrgangur kemur frá öllum lífverum og það er þekkt að í kring- um eldisstöðvar verða merkjanleg áhrif á botndýralíf, á meðan eldið er í gangi. Að líkja því við skólpi frá stórborg er augljóslega útúrsnúning- ur og hér virðist tilgangurinn vera látinn helga meðalið og jaðrar við atvinnuróg. Hins vegar er það svo að nútíma sjókvíaeldi, eins og það sem stundað er á Íslandi, fer fram eftir svoköll- uðu kynslóðaskiptu eldismódeli þar sem staðsetningar eru hvíldar í 6 til 9 mánuði eftir að slátrun lýkur. Eftirlit með áhrifum á eldissvæð- in er í höndum svæðisbundinna undirstofnana umhverfisráðuneyt- isins, auk þess sem fyrirtækin sjálf fylgjast afar vel með þessu, enda ekki hægt að byggja upp sjókvía- eldi á svæðum sem ekki bera það. Einmitt þess vegna framkvæmir Hafrannsóknastofnunin svokallað burðarþolsmat fjarða til að sann- reyna að lífríki fjarðarins verði ekki fyrir varanlegum umhverfisáhrif- um. Þetta er ein af meginforsendum umhverfismats. Hið opinbera geng- ur því býsna langt í þessu og allt tal um skólp og mengun er hártogun,“ segir Höskuldur. Orð lögð í munn Norðmanna Höskuldur segir að Jón Helgi haldi því fram að reynsla Norðmanna af laxeldi sé ekki góð og talar um skelfilegar afleiðingar þess í Noregi. „Ég er ekki viss um að Norðmennirnir sjálfir séu sammála Jóni. Laxeldið í Noregi skilaði 50 milljörðum norskra króna í útflutningstekjur árið 2015 og vó atvinnugreinin ein og sér gríðarlegt þungt fyrir norskt þjóðarbú þegar áföll dundu yfir olíugeirann þar í landi. Árið 2013 voru 10.000 bein ársstörf í norsku laxeldi og 23.600 afleidd störf tengd við greinina. Villtir laxastofnar í Noregi standa ágætlega á flestum svæðum þrátt fyrir að framleidd hafi verið yfir milljón tonn á ári í norsku laxeldi undanfarin ár. Þau svæði sem sýna hnignun eða neikvæð áhrif vegna erfðablöndunar eru fá og bundin við eldissvæði þar sem ítrekað hafa orðið stór óhöpp. Megináhrifaþátturinn þar er þó oftast ekki laxeldið heldur áhrif vatnsaflsvirkjana á vatnakerfin.“ Eldisstarfsemi laxveiðimanna Höskuldur segir að veiðifélög á Íslandi séu með eldisstöðvar þar sem þau ala lax og sleppa í árnar og blanda þar seman villtum laxi við lax úr eldisstöðvum. „Þetta er eitthvað sem Norðmenn eru nánast hættir að framkvæma nema með mjög sterkum undanþágum. Þeir hafa réttilega dregið verulega úr seiðasleppingum í nafni fiskiræktar úr seiðastöðvum í sínar laxveiðiár undanfarin misseri, enda séu slík vinnubrögð umdeilanleg enda um beint inngrip í lífríki vatnasvæðanna að ræða,“ segir hann. „Að sjálfsögðu hefur þessi gríðarmikla slepping á seiðum úr eldisstöðvum, þrátt fyrir að um sama stofn og í viðkomandi á sé að ræða, bein áhrif á vistkerfið og viðgang villtra stofna og eitthvað sem menn ættu að fara að hugleiða á Íslandi, í stað þess að drýgja veiðileyfin með því að sleppa veiddum laxi og stunda þannig misþyrmingu á skepnunum í nafni sportmennsku. Það má spyrja sig, hvort hafa þessir menn meiri áhuga á villta laxinum eða veiðileyfasölunni? “ Vegna orða Jóns Helga um að fiskeldisfyrirtækin beri enga ábyrgð og sæti litlu sem engu eftirliti, segir Höskuldur að það sé einfaldlega rangt hjá Jóni. „Fiskeldisfyrirtækin greiða tugi milljóna í umhverfissjóð sjókvíaeldis sem er ætlaður til rannsókna og hreinsunar vatnasvæða, komi til óhappa. Þá er útgáfa leyfa til sjókvíaeldis bundin því skilyrði að viðkomandi rekstraraðili hafi keypt tryggingar til að mæta kostnaði við hreinsun eldissvæðisins. Höskuldur bendir að lokum á að á árinu 2015 var 8.300 tonnum af eldisfiski slátrað á Íslandi og á bilinu 400 til 500 manns starfa nú beint við greinina. „Þar með er fiskeldið orðið jafnstórt kjúklingaræktinni og nálgast sauðfjárræktina. Reyndar lítur svo út að eldið fari fram úr báðum greinum á þessu ári og ef fram fer sem horfir þá verði framleiðsla úr fiskeldi orðin meiri en úr hefðbundnum landbúnaði innan örfárra ára. Það væri því skynsamlegt fyrir andstæðinga fiskeldis að fara nú að huga að því hvernig þeir geti starfað með eldinu og haft jákvæð áhrif á regluverk þess og umgjörð, í stað þess að halda að þeir geti komið í veg fyrir það með óhróðri og rangfærslum.“ Stofninn alinn á Suðurnesjum G u ð m u n d u r G í s l a s o n , stjórnarformaður Ice Fish Farm – Fiskeldis Austfjarða hf., segir að sumt af því sem Gunnlaugur Stefánsson segi í grein sinni „Aðför að íslenskri náttúru og við sofum værum blundi“ sé greinilega lesið upp úr sama áróðursgagni og formaður Landssambands veiðifélaga notar og því óþarfi að svara því tvisvar. Gunnlaugur talar ranglega um „kynbreyttan norskan lax“ þegar hann talar um eldisfiskinn sem notaður er við Ísland. „Hið sanna er að laxastofninn sem um ræðir er svonefndur Saga stofn sem Stofnfiskur hefur alið í yfir tvo áratugi á Suðurnesjum. Hann er ekki kynbreyttur heldur kynbættur. Bóndi sem er hokinn af reynslu eins og Gunnlaugur þekkir vel muninn þar á enda eru öll eldisdýr, þar með taldar skepnurnar í Breiðdalnum, meira og minna kynbætt. Ekki kynbreytt.“ Villandi tölur „Gunnlaugur segir einn lax sleppa fyrir hvert tonn sem framleitt er. Ekki veit ég hvaðan hann hefur sínar upplýsingar um þetta en ef þær eru sannar þá hefðu um það bil 25.000 laxar sloppið á Íslandi frá árinu 2000. Staðreyndin er að þeir eru í kringum 3.000. Ólíku saman að jafna Norðmenn innleiddu ekki fullkomna búnaðarstaðla fyrir sitt sjókvíaeldi fyrr en árið 2006 en það hafa Íslendingar nú þegar gert, áður en að magnaukningin kemur inn. Því er óábyrgt að nota sleppingarviðmið frá Noregi langt aftur í tímann og heimfæra á Ísland. Auk þess verður að hafa í huga að þó svo að öll áform um uppbyggingu laxeldis við Ísland gangi eftir og verði farsæl þá höfum við einfaldlega ekki svæðin til að verða það stór að dómsdagsspádómar um ítrekaðar og stórfelldar sleppingar á eldislaxi séu raunhæfir.“ Hvað verður um úrganginn? Guðmundur, stjórnarformaður Ice Fish Farm – Fiskeldis Austfjarða hf., heldur áfram en Gunnlaugur í Heydölum fullyrðir að engum öðrum sé heimilt að demba út í náttúruna nánast öllum úrgangi frá starfsemi sinni. „Ég spyr bara; hvar skítur villti laxinn og þessar milljónir seiða sem menn ala í seiðastöðvum á Íslandi og sleppa svo óheft út í vatnakerfin til að keppa um ætið við raunverulega villta laxinn, í nafni fiskræktar? Og beljurnar í Breiðdalnum? Hvar skíta þær? Allt er þetta nú hluti af hringrás náttúrunnar, skíturinn úr eldisfisknum er næring fyrir botndýr sem aftur næra fiskinn í sjónum og smábátasjómönnum leiðist ekki að veiða í námunda við þær. Við borðum svo afla þeirra sem og laxinn og hvert fer úrgangurinn úr okkur aftur? Jú, í sjóinn.“ Margvíslegir þættir hafa áhrif á viðgang villtra laxastofna Gunnlaugur Stefánsson fullyrðir að nú þegar séu „allt að 100 laxveiðiár í Noregi ónýtar vegna laxeldi“. „Þetta er algerlega órökstutt, það finnast engar rannsóknir sem geta staðfest slíkt. Margvíslegir þættir hafa áhrif á viðgang villtra laxastofna og það er ekki hægt að setja samansemmerki þarna á milli án þess að taka tillit til annarra þátta. Vera má að þar sem orðið hafa ítrekaðar stórfelldar slysasleppingar megi finna meðvirkandi áhrif frá þeim en að fullyrða svona er fráleitt og dæmir sig sjálft. Einnig er fullyrt að eftirliti sé verulega ábótavant og að það sé í raun nánast ekki neitt. Þetta er öldungis ósatt, ef greinarhöfundur hefði kynnti sér málið áður en hann tjáði sig um það þá myndi hann vita betur. MAST, Fiskistofa, Hafró, Umhverfisstofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna koma öll að eftirliti með starfsemi sjókvíaeldis á Íslandi. Þá ber fyrirtækjunum sjálfum að kaupa þjónustu dýralækna til að annast velferð síns bústofns.“ Að lokum bendir Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Ice Fish Farm – Fiskeldis Austfjarða hf., á að laxveiðibændur virðist vera að upplifa hvert metárið á eftir öðru í laxveiðinni. „Þetta gerist samhliða vexti og viðgangi laxeldis á Íslandi og enn sem komið er er ekkert sem bendir til neikvæðra áhrifa á hvorn veginn sem er. Báðar atvinnugreinar skapa mörg störf og umsvif og geta hæglega búið í sátt og samlyndi en til að svo verði þá þurfa báðar greinar að virða hvor aðra. “ /VH Fréttir Fín netaveiði í Ölfusá „Við kvörtum ekki, veiðin hefur verið mjög fín í sumar, fallegir fiskar, oft 8 til 12 pund, stundum stærri og stundum minni,“ segir Stefán Ármann Þórðarson, einn af þeim sem leggur netin og tekur þau upp í Ölfusá á vegum Selfossbænda sem hafa veiðirétt í ánni. Eitt netið er alveg við Ölfusárbrú og hitt er fyrir neðan Selfosskirkjugarð. Á myndinni er Stefán með nokkra fiska sem komu upp úr einu netinu nýlega. /MHH Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson Höskuldur Steinarsson, fram- kvæmda stjóri Landssambands - Myndir / Ice Fish Farm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.