Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 29
29Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2016 lagt áherslu á það að kaupendur séu búnir að ganga frá undirstöðunum þannig að það sé hægt að hífa húsin beint á sinn stað. Húsin eru þannig útbúin að það eru festingajárn á hverju horni og bolti í ró sem geng- ur niður úr. Menn eru enga stund að stilla húsið af, en að því loknu er boltinn rafsoðinn í plötu sem er í undirstöðunni. Niðursetningin á húsunum er einföld, þægileg og fljótleg. Ef menn þurfa að færa húsið til, er suðan skorin upp og húsið híft af undirstöðunum á flutn- ingatæki.“ Aðspurður um byggingarkostn- aðinn segir Kári að hann sé breyti- legur eftir því hvernig húsin eru útbúin. Í einföldustu eininguna fara um 280 vinnustundir og allt smíðað inni á verkstæði. „Húsin eru afhent alveg fullbúin til niðursetningar, máluð, með dúki á gólfum, vösk- um og salernum, speglum, snögum, merkingum, pumpum á hurðum og fleiru. Það er ekkert eftir nema setja húsin niður og tengja þau. Ef menn vilja leggja rafmagn þá er það gert á staðnum,“ segir Kári. ARGOS hefur útfært húsin að vilja kaupendanna í sumum tilvik- um. „Hjá Vatnajökulsþjóðgarði hafa húsin verið klædd með lerkiklæðn- ingu sem fær að veðrast. Ramminn er hins vegar málaður,“ segir Stefán. Þá hafi gluggarnir þróast úr því að vera hefðbundnir trégluggar yfir í það að vera klæddir með áli. Lengi vel var það þannig að klæðningin var heft á húsin en Kári notar ryð- fríar skrúfur í dag. „Þetta er virðu- legt, líkt og hnoð í herskipi úr fyrri heimsstyrjöldinni,“ segir Kári. Jöfn eftirspurn hefur verið eftir húsunum, ef frá eru talin tvö eft- irhrunsár að sögn Kára. „Það datt alveg niður salan eftir bankahrunið, en yfirleitt hef ég haft nóg að gera. Það hafa þó komið tímar þar sem lítið var að gera og svo aðrir þegar maður var svefnléttur af stressi yfir afhendingardeginum, sem nálgaðist stundum hraðar en ég hafði gert ráð fyrir, - en alltaf reddaðist það nú.“ Viðhaldi er því miður ábótavant Kári segir að viðhaldið á eininga- húsunum sé ekki krefjandi, ef menn ganga vel um og sinna því með reglubundnum hætti. „Ég hef aldrei fengið neina kvörtun út af þessum húsum. Í örfá skipti hef ég verið beðinn um varahluti og oftast getað sinnt þeim beiðnum. Því miður sýnist mér að á mörgum stöðum sé húsunum lítið eða ekkert haldið við,“ segir hann og nefnir dæmi um hús á fjölförnum ferðamannastað, þar sem þykkur mosi sé á þakinu og húsið aldrei málað eftir að það var sett upp í kringum 1990. „Það þarf auðvitað að halda hús- unum við en að mínu mati eru þau frekar létt í viðhaldi,“ segir Kári. Honum mislíkar þegar menn vanda sig ekki við endurmálun húsanna. „Mér hefur stundum blöskrað eftir að hafa vandað mig eins og kostur er við málunina inni á verkstæðinu og jafnvel verið með nöldur við starfsmenn mína, ef mér hefur ekki líkað áferðin. Og koma svo seinna að þeim sömu húsum eftir endurmálun og sjá þau illa leikin eftir fólk sem hefur greinilega verið með fimm tommu þakkúst í málningarvinnunni sem aðalverkfæri. Ég hef séð þetta á nokkrum stöðum, sem er alveg hrikalegt!“ Stefán bætir við að ekki megi gleyma hinum stöðunum, þar sem umhirða og viðhald er til mikillar fyrirmyndar, sem skilar sér auðvit- að strax í betri umgengni gesta um húsin og aðstöðuna. Einhver þarf að bera ábyrgð Aðspurðir um það hvaða lausnir henti í dag til að leysa stóra sal- ernisvandann við þjóðveginn og á helstu ferðamannastöðum eru þeir sammála um að aðgerða sé þörf. Stefán segir að oft verði menn flóttalegir í framan þegar kemur að því að reka almenningssalerni. „Það gildir eiginlega það sama um hvað þú gerir ef þú ætlar þér að koma upp svona húsi eða af öðru tagi. Mestu máli skiptir að það sé einhver sem rekur þau af einhverju viti. Einhver þarf að taka að sér reksturinn og bera ábyrgð á honum. Maður kannast við það að sveitarstjórnir hafa verið mjög áfram um að byggja salernishús en síðan ekki söguna meir. Það skiptir alveg sköpum fyrir notkunina að einhver sjái um að sinna húsunum. Þegar þau eru þrifin og haldið við þá verður umgengnin góð. Ef ekki þá fer allt í voða.“ Getur Vegagerðin fóstrað kamrana? Kári telur að eina vitið sé að Vegagerðin sjái um rekstur sal- ernishúsa meðfram vegunum. „Vegagerðin veit best hvar ætti að setja þau niður, hún sæi um að kaupa þau og reka.“ Stefán bendir á að Vegagerðin sé með ýmislegt viðhald og starfsemi á vegunum. „Starfsmenn eru að keyra vegina, skipta út stikum, holufylla og fleira nær allan ársins hring. Hingað til hefur þeim ef til vill ekki fundist að salernin ættu að vera á þeirra könnu. Í Noregi rekur Vegagerðin svona þjónustu,“ segir Stefán að lokum. /TB Starfsfólk á ARGOS - Arkitektastofu Grétars og Stefáns ásamt Kára Lárussyni húsasmíðameistara sem hefur smíðað húsin síðustu 18 ár. Frá vinstri: Grétar Markússon arkitekt, arkitektanemarnir Pétur Grétarsson og Guðrún Harðardóttir, Stefán Örn Stefánsson arkitekt og Kári. Mynd / TB Fjöldi útfærslna er á einingahúsunum og hægt að raða þeim saman á mismunandi hátt. Myndir / ARGOS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.