Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 49
49 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2016 Sarafia – heklað teppi HANNYRÐAHORNIÐ garn@garn.is Þetta teppi er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég hef heklað svo mörg svona teppi að ég hef ekki tölu á því lengur og útkoman alltaf jafn falleg. Garn: Kartopu Basak frá Garn.is Litur A: Ljósbrúnn (K855) - 2 dokkur Litur B: Dökktúrkís (K520), Túrkís (K515), Eplagrænn (K442) - 1 dokka af hverjum lit. Heklunál: 3,5 mm Stærð: ca. 80x100 cm Skammstafanir: sl. = sleppa, L = lykkja, LL = loftlykkja, LL BIL = loftlykkjubil, KL = keðjulykkja, FP = fastapinni, ST = stuðull. Ferningur: Heklið 48 ferninga. Í þessu teppi eru 16 ferningar með hverjum lit. Þetta er einungis viðmið og er að sjálfsögðu hægt að leika sér með liti og stærð. Byrjið með lit A. Heklið 5 LL, tengið saman í hring með KL. 1. umf: Heklið 3 LL (telst sem 1 ST), 2 ST inn í hringinn, 3 LL, *3 ST, 3 LL* endurtakið frá * að * 2x til viðbótar, lokið umf með KL í þriðju LL af þeim þrem sem gerðar voru í byrjun umf. Slítið bandið og skiptið yfir í lit B. 2. umf: Byrjið í síðasta LL-BILI fyrri umf. Heklið 5 LL (telst sem 1 ST, 2 LL), *sl. 3 ST, [3 ST, 3 LL, 3 ST] allt í næsta LL-BIL, 2 LL* endurtakið frá * til * 2x til viðbótar. Í síðasta LL-BILIÐ er heklað [3 ST, 3 LL, 2 ST], lokið umf með KL í þriðju LL af þeim fimm sem gerðar voru í byrjun umf. 3. umf: 5 LL , sl. 2 LL, *1 ST í næstu 3 L, [2 ST, 3 LL, 2 ST] allt í næsta LL-BIL, 1 ST í næstu 3 L, 2 LL* endurtakið frá * til * út umf, lokið umf með KL í þriðju LL af þeim fimm sem gerðar voru í byrjun umf. 4. umf: 5 LL , sl. 2 LL, *1 ST í næstu 5 L, [2 ST, 3 LL, 2 ST] allt í næsta LL-BIL, 1 ST í næstu 5 L, 2 LL* endurtakið frá * til * út umf, lokið umf með KL í þriðju LL af þeim fimm sem gerðar voru í byrjun umf. 5. umf: 5 LL , sl. 2 LL, *1 ST í næstu 7 L, [2 ST, 3 LL, 2 ST] allt í næsta LL-BIL, 1 ST í næstu 7 L, 2 LL* endurtakið frá * til * út umf, lokið umf með KL í þriðju LL af þeim fimm sem gerðar voru í byrjun umf. Slítið frá og skiptið um lit. 6. umf: Tengið lit A þar sem hætt var í fyrri umf. Heklið 5 LL , sl. 2 LL, *1 ST í næstu 9 L, [2 ST, 3 LL, 2 ST] allt í næsta LL-BIL, 1 ST í næstu 9 L, 2 LL* endurtakið frá * til * út umf, lokið umf með KL í þriðju LL af þeim fimm sem gerðar voru í byrjun umf. Hekla saman: Það eru margar leiðir til að hekla þá saman en mér líkar best við eina fyrir þetta teppi. Leggið 2 ferninga saman á réttunni, heklið KL bara í aftari hluta L (semsé þann helming lykkjunnar sem snýr að röngunni). Heklað utan um: 1. umf: Tengið lit A hvar sem er í teppinu. Heklið 1 LL, 1 FP í sömu lykkju, 1 FP í hverja L, 1-2 FP í hvert LL-BIL, 3 fp í hvert horn, lokið umf með KL í fyrsta FP. 2. umf: Heklið krabbahekl allan hringinn. Slítið bandið og gangið frá endum. Góða skemmtun, Inga Þyri Kjartansdóttir Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 6 9 7 1 2 8 3 9 3 6 5 2 6 1 3 8 9 8 6 5 7 4 2 7 4 9 3 6 4 8 2 7 3 1 5 Þyngst 9 4 7 9 2 6 8 2 3 9 7 5 4 9 8 1 9 5 3 2 5 6 3 4 6 5 9 8 8 1 9 7 4 5 3 1 8 7 2 1 9 2 7 9 4 3 6 6 9 8 4 4 6 2 1 5 4 1 5 6 8 7 3 8 7 2 5 1 9 1 6 9 2 7 FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Ætlar að verða lögfræðingur, dýralæknir, bóndi og rithöfundur Jóhanna Engilráð er sjö ára og býr í Árneshreppi og Reykjavík. hún heldur upp á margs konar dýr og finnst skemmtilegasta námsgreinin í skólanum vera myndmennt. Nafn: Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir. Aldur: 7 ára. Stjörnumerki: Nautsmerkið. Búseta: Árneshreppur og Reykjavík. Skóli: Finnbogastaðaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Myndmennt. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Mýs, hundar, kettir, hestar, selir, ísbirnir og panda. Uppáhaldsmatur: Blómkálsréttur. Uppáhaldshljómsveit: FM Belfast er mjög skemmtileg. Uppáhaldskvikmynd: Bolt. Hún fjallar um ofurhund. Fyrsta minning þín? Þegar ég var tveggja ára og var með hlaupabólu. Ég mátti fá ís en mig langaði að hafa vettlinga á meðan ég borðaði ísinn. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Já, ég æfi íþróttir og sund. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að verða lögfræðingur, dýralæknir, bóndi og rithöfundur. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég samdi ljóð um Sigmund Davíð með vinkonum mínum. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Horfa á fótboltaleik. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Fór í skemmtilegustu sund- kennslu heims. Vantar þig íslenskan lopa? Álafosslopi - Plötulopi - Léttlopi - Einband - Bulkylopi - Kambgarn Heimasíðan gefjun.is býður upp á lopa frá Ístex á lægsta fáanlega verði ! Sendum um allt land! Bændablaðið á bbl.is og líka á Facebook Smáauglýsingar 56-30-300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.