Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2016 volundarhus.is · Sími 864-2400 VERÐTILBOÐ - GESTAHÚS 25 m² www.volundarhus.is Á GESTAHÚSUM OG GARÐHÚSUM TILBOÐ - GARÐHÚS 9,9m² -án gólfs TILBOÐ - GARÐHÚS 9,7m² TILBOÐ - GARÐHÚS 4,4m² 50% afsláttur af flutningi á GARÐHÚSUM og GESTAHÚSUM á allar þjónustu- stöðvar Flytjanda. GESTAHÚS og GARÐHÚS sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður Sjá fleiri GESTAHÚS og GARÐHÚS á tilboði á heimasíðunni volundarhus.is Ferðamenn á Íslandi: Tæplega 700.000 ferðamenn frá áramótum Um 186 þúsund erlendir ferða- menn fóru frá landinu í júní síð- astliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða nærri 50 þúsund fleiri en í júní í fyrra. Þá hafa brottfarir Íslendinga aldrei mælst jafn margar í einum mánuði. Erlendum ferðamönnum held- ur því áfram að fjölga. Aukningin nemur 36,8% á milli ára í júní og frá áramótum nemur hún 35,8%. Nú hafa tæplega 700 þúsund erlendir ferðamenn komið frá áramótum, 183 þúsund fleiri en á sama tíma í fyrra. Fjórar þjóðir áberandi Í fréttatilkynningu frá Ferðamálastofu segir að rúmur helmingur ferða- manna í nýliðnum júní voru af fjór- um þjóðernum. Bandaríkjamenn voru langfjölmennastir eða tæp 30% af heildarfjölda. Næstir komu Þjóðverjar (9,3%), þar á eftir fylgdu Bretar (8,7% og Kanadamenn (7,0%). Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Kanadamönnum, Bretum, Þjóðverjum, Svíum og Frökkum mest á milli ára. Þessar sex þjóðir báru uppi aukninguna í júní að miklu leyti. Af þeim var hlutfallsleg fjölg- un mest frá Kanada en ferðamanna- fjöldinn þaðan ríflega tvöfaldaðist í júní. Mikil fjölgun Bandaríkjamanna Þegar litið er til fjölda ferðamanna í nýliðnum júní má sjá verulega fjölg- un frá árinu 2010. Mest áberandi er fjölgun Bandaríkjamanna, úr 9 rúm- lega í 69 þúsund. Þá hefur Mið- og Suður-Evrópubúum fjölgað úr um 17 þúsund í 40 þúsund á sama tíma. Fjöldi Breta hefur nærri þrefaldast. Heldur minni aukning hefur verið frá Norðurlöndunum en þó tæp 50%. Hlutfall N-Ameríkana hækkar en Norðurlandabúa lækkar Samsetning ferðamanna eftir mark- aðssvæðum hefur breyst töluvert frá árinu 2010. Í júní síðastliðnum voru Norðurlandabúar um 10,5% ferða- manna en hlutfall þeirra af heild hefur lækkað verulega síðustu ár, hefur farið úr 24% ferðamanna árið 2010. Hlutdeild N-Ameríkana hefur hins vegar farið vaxandi, var 17,2% af heild árið 2010 en var komin í 36,8% í ár. Hlutdeild annarra mark- aðssvæða hefur verið á líku róli á tímabilinu 2010 til 2016. Ferðir Íslendinga utan Um 67 þúsund Íslendingar fóru utan í júní síðastliðnum eða 19.300 fleiri en árið 2015. Um er að ræða 40,4% fleiri brottfarir en í júní 2015. Hafa brottfarir Íslendinga aldrei mælst fleiri í einum mánuði frá því að talningar Ferðamálastofu hófust en fyrra met var 54.800 í júní árið 2007. Ekki er ólíklegt að Evrópumótið í knattspyrnu hafi hér talsverð áhrif en í því sambandi er vert að slá þann varnagla að hugsanlega er óvenju algengt að um fleiri en eina brottför sé að ræða hjá sömu einstaklingum. Slíkt er þó ekki hægt að segja fyrir um með neinni vissu. Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Kanadamönnum, Bretum, Þjóðverjum, Svíum og Frökkum mest á milli ára. Má tjalda hvar sem er? Bannað að hafa nætur- gistingu utan tjaldstæða án leyfis landeigenda Umhverfistofnun hefur gefið út leiðbeiningar fyrir ferðafólk um hvar má og má ekki tjalda. Samkvæmt lögum er bannað að tjalda utan tjaldstæða án leyfis landeigenda. Guðfinnur Sigurvinsson, upp- lýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, sagði í samtali við Bændablaðið að leiðbeiningarnar væru hluti af þjón- ustu stofnunarinnar við ferða- og heimamenn og ferðaþjónustuna í heild. „Við vonumst til að leiðbein- ingarnar sem eru fáanlegar á íslensku og ensku á heimasíðu okkar, ust.is, eigi eftir að koma í veg fyrir að fólk slái upp tjöldum hvar sem er og ekki síst í friðlöndum.“ Ný lög um næturgistingu Í leiðbeiningunum segir að það séu ýmis atriði sem hafa beri í huga í að tjalda eða hafa næturgistingu utan skipulagðra tjaldsvæða. Í nóv- ember 2015 tóku í gildi ný nátt- úruverndarlög þar sem nokkrar breytingar urðu á því hvar sé heimilt að tjalda. Til að mynda var lögunum breytt á þann hátt að nú er óheimilt að hafa næturgistingu í tjaldvögnum, fellihýsum, hjólhýsum, húsbílum og öðrum sambærilegum búnaði utan skipulagðra tjaldstæða og þéttbýlis nema leyfi landeiganda eða rétthafa lands komi þar til. Hvar má tjalda samkvæmt lögunum? Samkvæmt lögum má tjalda hefð- bundnum viðlegutjöldum við alfaraleið í byggð til einnar nætur á óræktuðu landi sé tjaldsvæði ekki í næsta nágrenni og landeigandi hefur ekki takmarkað eða bannað aðgang að svæðinu með merkingum. Við alfaraleið í óbyggðum, hvort heldur er á eignarlandi eða þjóðlendu og utan alfaraleiðar hvort heldur sem á eignarlandi eða þjóðlendu sé annað ekki tekið fram í sérreglum sem kunna að gilda um svæðið. Hvenær þarf að afla leyfis landeiganda eða rétthafa lands? Leyfi landeiganda þarf ef til stendur að tjalda nærri mannabústöðum eða bæ, ef til stendur að tjalda til fleiri en einnar nætur, ef um er að ræða fleiri en þrjú tjöld og ef til stendur að tjalda á ræktuðu landi. Ef um er að ræða tjaldvagna, felli- hýsi, hjólhýsi, húsbíla og annan sam- bærilegan búnað utan skipulagðra tjaldsvæða og þéttbýlis. Hvar má ekki tjalda? Eigandi lands eða rétthafi getur tak- markað eða bannað að tjöld séu reist þar sem veruleg hætta er á að náttúra landsins geti beðið tjón af. Ef land- eigandi eða rétthafi lands hefur útbú- ið sérstakt tjaldsvæði á sínu landi er honum heimilt að beina fólki þangað og taka gjald fyrir þjónustuna. Eins ef tjaldsvæði er í nágrenni eignar- landsins getur eigandinn beint fólki þangað. Á friðlýstum svæðum geta verið takmarkanir á því hvort heimilt sé að tjalda þar. /VH Sömu reglur gilda um næturgistingu í tjöldum, tjaldvögnum, fellihýsum, hjólhýsum, húsbílum og öðrum sambærilegum búnaði utan skipulagðra tjaldsvæða og þéttbýlis. Ferðalangur hefur ákveðið að tjalda við Hvalvatn. Mynd / ÁÞ. Uppskeruhátíð Ferða- þjónustu bænda Ferðaþjónustubændur ætla að halda uppskeruhátíð 24.-25. október á Hótel Laugarbakka í Miðfirði. Þetta er í fyrsta sinn sem uppskeruhátíðin er haldin úti á landi en í ár voru aðalfundir haldnir í Reykjavík. Nánari upplýsingar um dagskrá verða sendar út fyrri hluta sept- embermánaðar en félagsmenn á svæðinu munu vera innan handar við skipulagninguna. Þeir sem vilja tryggja sér gistingu strax, eru hvatt- ir til að hafa samband við Hildi Ýr á Hótel Laugarbakka í netfangið hotel@laugarbakki.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.