Bændablaðið - 21.07.2016, Page 7

Bændablaðið - 21.07.2016, Page 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2016 Egill Sigurðsson, bóndi á Berustöðum og stjórnarformaður Auðhumlu, stærsta eiganda Mjólkursamsölunnar, segir að í sjálfu sér komi úrskurður Sam keppnis- eftirlitsins sér ekki á óvart þrátt fyrir að málið sé allt fráleitt að sínu mati. „Næsta skref af okkar hálfu er að borga sektina og áfrýja síðan málinu til áfrýjun- arnefndar samkeppnismála og til þess höfum við, að mér skilst, mánuð. Áfrýjunarnefndin áskilur sér síðan rétt til að kveða upp úrskurð á sex til átta vikum ef ég man rétt. Við bindum sterkar vonir við að úrskurður áfrýjunarnefndar verði okkur í hag. Mér er reyndar alveg óskiljanlegt hvernig stendur á því að Samkeppniseftirlit hækkaði sektina um 110 milljónir, eða úr 370 milljónir í 480 milljónir. Hluti af þeirri niðurstöðu skilst mér að felist í því að þeir telja að við höfum leynt fyrir þeim gögnum sem er gersamlega fráleitt að okkar mati. Það er og hefur alltaf verið hagur MS að niðurstaða fengist í þessu máli sem fyrst.“ Ólík túlkun á samspili búvöru- og samkeppnislaga „Úrskurður Samkeppniseftirlitsins snýst um ólíka túlkun okkar og þeirra á samspili búvöru- og samkeppnislaga. Við teljum okkur vera í samstarfi við ákveðin fyrirtæki og að innan þess samstarfs höfum við leyfi til að miðla mjólk á öðru verði en til ótengdra aðila. Samkeppniseftirlitið er á öðru máli og túlkun þess er meira að segja farin að ganga svo langt að þeir tala um að Mjólkursamsalan selji sjálfri sér hrámjólk á undirverði. Raunin er reyndar sú að MS kaupir alla mjólk af bændum á fyrirfram ákveðnu verði sem er ákveðið af verðlagsnefnd. Þeirri mjólk er svo miðlað til framleiðslu á mismunandi mjólkurvörum innan MS og samstarfsaðila og gefa vörurnar mismikið af sér. Ef eitthvað af hrámjólkinni fer út úr því samstarfi ber hún verð sem einnig er ákveðið af verðlagsnefnd. Samkeppniseftirlitið vill ekki viðurkenna þetta fyrirkomulag og hefur aldrei gert það,“ segir Egill. Samt hefur komið fram hjá þeim í fyrri umsögnum að þeir líta á MS og KS sem einn aðila á markaði. Verðlagningu til þriðja aðila breytt Egill segir að Mjólkursamsalan telji sig í einu og öllu hafa starfað innan þess ramma sem henni er markaður og að á því sé enginn vafi. „Það hefur aldrei verið ætlun okkar að vinna utan þess ramma.“ Verðlagsnefnd breytti verðlagningu á hrámjólk til þriðja aðila eftir úrskurð Samkeppniseftirlitsins 2014 en áður var bara um eitt verð að ræða fyrir mjólk í lausu máli. Grunnhyggin umræða Egill segir að kostnaður við að safna mjólk og birgðahald á henni sé töluverður. „MS er skyldug til að taka við allri mjólk og alltaf en kostnaðurinn við slíkt er töluverður. Satt best að segja er umræðan í kringum þessi mál svo grunnhyggin að maður á hreinlega erfitt með að trúa því að hún eigi sér stað. Heyrst hafa raddir sem vilja aðskilja mjólkursöfnun og innvigtun frá vinnslunni en ég er ekki viss um að það séu margir sem myndu vilja taka söfnunina að sér eina og sér. Með því væri ekki lengur skylda neinnar vinnslu að kaupa aðra mjólk en hver hefði þörf fyrir hverju sinni. Mjólk er viðkvæm vara sem verður að komast í vinnslu innan ákveðins tíma og í dag ber Mjólkursamsalan ábyrgð á því.“ 60 milljóna króna tap á viðskiptunum við Mjólku Að sögn Egils hefur ekki oft komið fram að Mjólkursamsalan tapaði rúmum 60 milljónum á viðskiptum sínum við Mjólku 1, eða fyrirtæki Ólafs Magnússonar. „MS seldi honum hrámjólk á fimmtán mánaða tímabili fyrir 210 milljónir og inni í þeirri upphæð voru 17 milljónir sem var álagn- ing okkar vegna flutnings, gæðaprófana og annars kostnaðar af okkar hálfu. Á bænda- verði hefði þessi mjólk kostað 193 milljónir. Ólafur greiddi okkur aftur á móti einungis 150 milljónir þannig að MS varð af rúmum 60 milljónum í þeim viðskiptum. Eftir á að hyggja tel ég að kúabændur megi alveg skamma okkur í stjórn MS fyrir hvað við vorum liðlegir við Ólaf og að lána honum ígildi fjögurra mánaða viðskipta. Við gáfum honum því í raun fjögurra mánaða úttekt. Við vildum svo sannarlega að reksturinn gengi hjá honum og tókum hann of trúanlegan um að reksturinn myndi rétta úr kútnum. Sem ekki var raunin og því sátum við uppi með tapið þrátt fyrir að Ólafur þvertaki fyrir það. Líklega hafa það verið mistök hjá okkur að fara ekki með Mjólku 1 í gjaldþrotaskipti en mat okkar á þeim tíma var svo að það væri ekk- ert upp úr því að hafa,“ segir Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Auðhumlu. /VH Efst á baugi MÆLT AF MUNNI FRAM Þá er komið að framlagi Gunnarsstaðabóndans, Jóhannesar Sigfússonar sem hann flutti gestum á hagyrðingakvöldi Karlakórs Eyjafjarðar þann 23. apríl sl. í Laugaborg. Jói kom hóflega vel undirbúinn til samkomunnar, með afurðir sínar í lúinni stílabók en með blýantsstubb til að fylla inn í óort efnis- tök sem virtust öllu fleiri en færri. Birgir spurði Jóhannes líkt og aðra við borðið, hvernig honum litist á hagyrðingahóp- inn, þrjá Suður-Þingeyinga, einn Norður- Þingeying og svo Húnvetninginn Pétur frá Höllustöðum? Suður-þingeysk þrenning hér, það er svipuð blanda og þegar vatni ausið er útí góðan landa. Jóa var svo uppálagt að yrkja ítarlegar um þessa þrjá S-Þingeyinga: Þeir á sér hafa ofurtrú; aðeins þó ég nefni að margoft yrkir maður nú um merkilegra efni. Samanburður okkur á í augu virðist stinga. Það er ekki sjón að sjá Suður-Þingeyinga. Birgir spyr Jóhannes: „Hvað finnst þér athyglisverðast þegar þú lítur í spegil? Ef lít ég í spegil ég læt hann nú vera, en langar þó mest til að brjót ´ann. Mér finnst bara ekkert fyndið að gera fallegan mann svona ljótan. Fréttir bárust svo af tilraun fjármálaráð- herra og konu hans til að kynna sér opin hjónabönd á internetinu. „ Hvað finnst þér Jóhannes um slíkt uppátæki? Að ósekju Bjarni í brunninn datt er brá hann sér upp af fletinu og ætlaði að leggja skemmtanaskatt á skyndikynni á netinu. Til munu dæmi þess, einkum meðal ferða- langa frá Austurlöndum fjær, að bílstjórar í norðurljósaskoðunarferðum séu beðnir um að stoppa augnablik meðan efnað væri í eitt skáeygt eintak. Slíkur krógi væri líklegur til að skara framúr á heimsvísu. Hvað telur bóndi Jóhannes hæft í þessari bábilju? Ýmislegt menn geta gert, gerist mikill losti. En það er ekki öfundsvert í átján gráðu frosti. Því næst spyr Birgir Jóhannes hvern hann kysi helst sem næsta forseta að Bessastöðum: Pétur vin minn vil ég fá, vel mun hann sig standa. Og bændur gætu bruggað þá Bessastaðalanda. Hvort kysir þú heldur, að vera róni eða gleðikona? Að vera róni virðist mér vera kostur betri. Einkum þegar frítt ég fer á fyllirí með Pétri. Ert þú góður dansari Jóhannes? Dável ég á feti fer með fótaburð í lagi. En í dansi aftur er eins og naut í flagi. Næst spyr Birgir Jóhannes: „Ef þú lentir í því ævintýri að endurfæðast, og að fenginni reynslu yrði þér leyft að kjósa þér starfs- vettvang í nýju lífi, hvert myndi verða þitt val og hvers vegna?“ Endurfæðing engin kvöl yrði á nýjum brautum. Ef að maður ætti völ á öðrum sessunautum. Úr hópi hagyrðinganna er svo Jóhannesi falið að velja einn til að dæma í fegurðar- samkeppninni Ungfrú Ísland: Til þess Hjálmar fremst er fær, fagurkeri mestur. En verði líka að þukla þær þá er Árni bestur. 158 Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com Úrskurður Samkeppniseftirlitsins á hendur MS: Fráleitur málatilbúnaður – segir stjórnarformaður Auðhumlu Egill Sigurðsson, bóndi á Berustöðum og stjórnarformaður Auðhumlu. Mynd / HK Þorsteinn B. Friðriksson sigraði axarkastið. Myndir / TB Unga fólkið naut leiðsagnar Valdórs Bóassonar við tálgun. Skógarleikarnir haldnir í Heiðmörk: Keppt í axarkasti og tálgað í tré Það var góð stemning í Heiðmörk á laugardaginn var þegar Skógræktarfélag Reykjavíkur hélt Skógarleikana í annað sinn. Um 400 manns mættu á svæðið og nutu dagskrár og góða veðursins. Nokkrir af færustu skógarhöggsmönnum Suður- og Vesturlands öttu kappi í aflraunum ýmiss konar, svo sem axarkasti, bolahöggi og afkvistun trjábola. Valdór Bóasson, formað- ur Félags trérennismiða á Íslandi, sá um að leiðbeina við tálgun og var mikill áhugi unga fólksins á hans starfi. Einar Gunnar Sigurðsson eldsmiður kynnti sitt fallega handverk og smíð- aði um 100 laufblöð sem hann gaf krökkunum. Grillað var yfir varðeldi og gestir gátu smakk- að hið rómaða ketilkaffi. Að klifra í trjám er góð skemmtun en ekki alveg hættulaus. Kynslóðirnar skemmtu sér saman á Skógar- leikunum.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.