Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2016 Ferðaþjónustan og salernisvandinn: Lausnin var hönnuð fyrir rúmum 30 árum: Fullbúin salernishús smíðuð í Saurbæ í Dölum − húsasmíðameistari og sauðfjárbóndi býðst til að framleiða 100 hús með hraði Ferðaþjónustan hefur vaxið hratt síðustu misseri. Hingað til lands streyma ferðamenn og allir þurfa þeir þjónustu. Innviðirnir svoköll- uðu eru hins vegar ekki allir nógu traustir til að mæta þessari miklu ferðamannabylgju. Vegakerfið er óburðugt, það vantar bíla- stæði og ágangur á náttúruna er víða að verða helst til mikill. Salernisaðstaða er lítil og engan veginn í takti við ferðamanna- fjöldann. Umræðuna um skort á salernum við þjóðvegi og fjölsótta ferðamannastaði þekkja allir. Margir hafa tjáð sig um vandann og jafnvel ráðherrar hafa staðið á gati, þegar spurt er hvar allir ferðamennirnir eigi að ganga örna sinna. Hver bendir á annan og hægt gengur að fjölga almenningssalern- um um landið. Bændablaðið hitti að máli arkitektana hjá ARGOS, Arkitektastofu Grétars og Stefáns í Reykjavík og húsasmíðameist- ara úr Saurbæ í Dölum sem um árabil hafa boðið upp á lausnir í þessum efnum. Að þeirra mati eru byggingarnar ekki vandamálið heldur reksturinn sem fáir virðast vilja sinna. Samkeppni um búnað á tjaldsvæðum árið 1984 Árið 1984 efndi Ferðamálaráð Íslands til samkeppni um búnað fyrir tjald- svæði, s.s. þvottaaðstöðu, salernis- aðstöðu og baðaðstöðu, sorpílát og jafnvel smáhýsi með svefnaðstöðu fyrir útivistarfólk. Áhersla var lögð á hagkvæmni en að öðru leyti voru keppendum gefnar mjög frjálsar hendur um efnisval og gerð búnaðar. Lauk samkeppninni síðla árs 1984 en alls bárust 19 tillögur. Grétar Markússon og Stefán Örn Stefánsson arkitektar, Gunnar St. Ólafsson verk- fræðingur og Einar E. Sæmundsen landslagsarkitekt unnu til 1. verð- launa í samkeppninni. Þeir kynntu til sögunnar einingahús sem hafa verið framleidd æ síðan, fyrst í Búðardal og síðan í Saurbæ í Dölum, fyrst undir nafni Burkna ehf. og síðar, eða frá árinu 1998, hjá Trésmiðju Kára Lárussonar ehf. Aðspurður um tilefni þess að samkeppnin var haldin fyrir 32 árum segir Stefán Örn Stefánsson að á þeim tíma hafi umræðan verið önnur en í dag. „Hún var mjög ólík því sem nú er. Það voru svo miklu minni umsvif í öllu en hins vegar var einhver vakning hjá sveitarfélögum að koma sér upp tjaldsvæðum og geta tekið á móti ferðamönnum. Það má segja að Ferðamálaráð hafi verið aðeins á undan sinni samtíð á þessum tíma.“ Stefán segir að svolítil umræða hafi skapast á meðal arkitekta um þetta málefni á sínum tíma en hún hafi ekki verið mjög mikil. „Ferðamálaráð hélt samkeppnina og hvatti til að meira yrði gert. Fljótlega komu beiðn- ir frá aðilum í Dalasýslu um að smíða húsin okkar. Það var í raun að frum- kvæði Kaupfélags Hvammsfjarðar að framleiðslan hófst. Kannski sáu menn möguleika fyrir sér á einhverri framleiðslu sem gæti orðið atvinna á svæðinu. Við gerðum verkteikningar af húsunum sem hafa enst að mestu leyti fram á þennan dag.“ Einfaldar byggingar sem hægt er að stækka Stefán segir að það sem hafi ráðið ferðinni í hönnuninni var að hafa húsið frekar einfalda smíði og fallegt að sjá. „Markmiðið var að húsin gætu þjónað mörgum hlutverkum, t.d. sem klósett, sturtur, landvarðahús, skeiðvallarhús, fuglaskoðunarhús og svo framvegis. Jafnframt væri þetta sama gerðin sem hægt væri að „prjóna við“ ef þyrfti. Útlitið væri áþekkt og menn þekktu því að hverju þeir gengju.“ „Hugmyndin að baki húsunum er þessi svokallaði laupur, það er að segja grind sem er hugsuð þannig að hún sé ferhyrningur sem geti annað hinum ýmsu þörfum. Grunneiningin er 2,4 x 2,4 metrar og hægt er að raða þeim saman. Grindin stendur á steyptum undirstöðum, forsteyptum stólpum. Það er hægt að einangra húsin ef menn vilja, loft og gólf með hefðbundnum hætti og útveggina með 30 mm pressaðri steinull,“ segir Stefán. Húsin eru hugsuð fyrir vatns- salerni þar sem er rennandi vatn og hægt að koma við rotþró. Það er hægt að hafa ljós inni en gluggar eru á húsunum sem veita birtu inn í rýmið. Einingahúsin eru byggð upp af burðarvirki úr tré, hornstoðum og bitum í gólfi og undir þaki. Þökin eru úr þykkum krossviði, klædd þykkum, svörtum asfaltpappa með sendinni áferð. Í algengustu gerðinni eru tveir salernisklefar með handlaugum í öðrum helmingi hússins en vaskbekk í hinum. Skjólveggir ganga þá út frá hornum og eru notaðir til lokunar yfir vetrartímann. Mörg tilbrigði eru til við þessa gerð, meðal annars einingar sem ætlaðar eru fötluðu fólki. Stökum einingum má raða saman að vild en einnig er hægt að fella tvær eða þrjár einingar saman undir heilu þaki. Þyrfti að fjöldaframleiða 100 hús með hraði Kári Lárusson rekur trésmiðju sem kennd er við hann sjálfan í Saurbæ í Dölum. Auk þess býr hann með um 100 kindur á bænum Tjaldanesi. Hann hefur síðustu 18 ár smíðað húsin eftir upprunalegu teikningun- um. „Í gegnum tíðina hefur smíðin verið kölluð „Saurbæingar“ af gár- ungunum í sveitinni,“ segir Kári sem að öllu gamni slepptu segir húsin ekki eingöngu nýtileg til salern- isnota. „Smíðuð hafa verið land- varðarhús í sama stíl, geymsluhús- næði í kirkjugarða, sem dómhús fyrir hestamannafélög, fyrir fuglaskoðara o.fl. Ein eining er minni sem er um 1,5 x 1,5 metri með einu klósetti. Þetta er einingin sem þyrfti að fjölda- framleiða – svona 50–100 stykki með hraði á næstu mánuðum!“ segir Kári, sem vísar þar í stórauknar þarfir fyrir almenningssalerni í kjölfar aukins ferðamannafjölda. Um 300 húseiningar verið smíðaðar Stefán segir að Stykkishólmur hafi verið eitt af fyrstu bæjarfélögunum sem keyptu einingahúsin. „Þeir voru með þriggja eininga hús á tjaldstæð- unum hjá sér. Í Kópavogi voru húsin m.a. notuð sem aðstöðuskúrar fyrir unglingavinnuna. Síðustu ár hefur Vatnajökulsþjóðgarður fengið nokk- ur hús. Þeir hafa jafnvel flutt þau á milli svæða. T.d. þegar þarf að stækka á einum stað þá er hægt að tengja þau saman. Við höfum ekki nákvæma tölu á byggðum húsum en ætli fjöldinn sé ekki kominn á þriðja hundraðið,“ segir Stefán. „Alveg frá byrjun hefur þetta verið sami timburramminn með sömu timburklæðningunni. Hún var yfirleitt máluð í sömu litunum og svo var steindur þakpappi á þakinu. Hann er heillímdur á krossviðarplötu inni við kjöraðstæður,“ segir Stefán. „Ég var í bölvuðum vandræð- um með pappalögnina til að byrja með, en náði svo góðum tökum á aðferðinni. Pappalögnin er það eina sem er vandasamt við þessa fram- leiðslu, en pappinn hefur dugað mjög vel og límingin virðist svín- halda,“ segir Kári. Stefán bætir því við að þarna sjáist vel hvort það séu vanir menn eða ekki sem standa að smíðinni. Húsin ekki til á lager Stefán segir að húsin hafi verið auglýst á sínum tíma í Sveitarstjórnarmálum og öðrum ritum. „Það skilaði ekki miklu satt best að segja. Fjárhagsáætlanir voru gerðar á haustin, svo var ekkert gert en á vorin byrjuðu menn að hringja.“ Kári skýtur því inn í að gjarnan hafi verið hringt í kringum sauðburð og menn viljað fá hús í hvelli, alveg hissa á því að það væru ekki 10–15 hús á lager. Auðvelt að flytja og setja niður „Það er mjög auðvelt að flytja húsin á vörubílspalli og komin góð reynsla á það. Hægt er að flytja tvær samsettar einingar og það hefur oft verið gert,“ segir Kári. „Ég hef alltaf Þar sem ekki er rennandi vatn og möguleiki á rotþró: Tilraunaverkefni í Vikraborgum Þar sem ekki er rennandi vatn og mögulega ekki hægt að koma fyrir rotþróm vandast salernismál- in. Arkitektarnir hjá ARGOS, en það heitir arki- tektastofa þeirra Stefáns Arnar Stefánssonar og Grétars Markússonar, hafa í samvinnu við Ragnhildi Gunnarsdóttur hjá verkfræðistofunni Eflu unnið að hönnun aðstöðu sem leysir þessi vandamál. „Fyrsta tilraunaverkefnið okkar er í Vikraborgum við Öskju. Það er nokkuð stórt og er unnið fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Í Vikraborgir koma 15–20 þúsund manns um háannatímann en töluverð umferð er þarna nær allt árið um kring. Á svæðinu verða upplýsingar fyrir ferðamenn, aðstaða fyrir landvörð og salernishús. Svokallaðar seyrutunnur verða notaðar og verður saur og þvag aðskilið. Þar með minnkar lyktin auk þess sem sérstök loftun er þannig að ekki fari ólykt inn í rýmið. Að hausti er tunnan sett í geymslu og látin standa yfir vetur- inn og tóm tunna sett í staðinn. Að vori er svo innihald tunnunnar sett í kar sem er með loki og örlítilli loftun. Þá verður til molta hægt og bítandi þar til niðurbrot er orðið þannig að hægt er að nota efnið í uppgræðslu. Það þarf að ná ákveðnu niðurbroti til þess að það sé leyfilegt og það sama gildir um þvagið,“ segir Stefán. Á húsinu í Vikraborgum verða sólarsellur sem sjá fyrir rafmagni. Viftur lofta út og svo eru rafmagnsljós. Byggingarnar verða komnar í gagnið á næsta ári. Húsin geta þjónað mörgum hlutverkum, t.d. sem klósett, sturtur, landvarðar- Mynd / ARGOS Grétar Markússon, Kári Lárusson og Stefán Örn Stefánsson. Mynd / TB Húsin eru byggð á einfaldri timbur- grind. Teikning / ARGOS Minnsta einingin. Mynd / KL Vatnajökulsþjóðgarður. Myndir / ARGOS Allt fylgir með – tilbúið til notkunar. Frétt í Morgunblaðinu frá 16. des. 1984. Sigurvegarar í hugmyndasam- keppni um búnað á tjaldsvæðum. Teikning / Þórður H. Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.