Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2016 Fregnir úr Ólafsdal: Ætla að byggja upp fyrir 400 milljónir króna í Ólafsdal Framundan eru miklar fram- kvæmdir Minjaverndar við endurbyggingu flestra húsa sem voru í Ólafsdal á blómatíma Ólafsdalsskólans, í kringum 1900. Þann 19. ágúst síðastliðinn var gengið frá samkomulagi á milli fjármálaráðuneytisins, Ólafsdalsfélagsins og Minjaverndar um þá endurreisn. Alls munu endur- byggðar 8–9 byggingar sem voru í Ólafsdal. Þar var fastmælum bundið að sögu staðarins og menningarminj- um verði áfram gerð góð og aukin skil og mun Ólafsdalsfélagið gegna þar lykilhlutverki. Jafnframt verður frjálst aðgengi almennings tryggt, enda var Ólafsdalsskólinn þjóðskóli í þeim skilningi að þangað komu nem- endur hvaðanæva að af landinu og áhrif hans voru mikil á landsvísu. Þær hugsjónir og trú á land og lýð sem endurspegluðust í allri starfsemi Ólafsdalsskólans eiga nú mikið erindi við íslensku þjóðina. Er stefnt að því að endurreisn Ólafsdals verði lokið fyrir 140 ára afmæli Ólafsdalsskólans árið 2020. Áætlaður kostnaður er um 400 milljónir króna. Ólafsdalsfélagið var stofnað í Ólafsdal í júní 2007. Félagið hefur fengið miklu áorkað með stuðningi fjölmargra aðila, auk mikillar sjálfboðavinnu félagsmanna. Landmótun ehf. vinnur að deiliskipulagi á Ólafsdal fyrir Minjavernd vegna þeirrar upp- byggingar sem fram undan er á húsunum sem voru í Ólafsdal um 1900 og annarrar nýtingar. Þá er hafin fornleifaskráning á fyrirhug- uðu framkvæmdasvæði í Ólafsdal. Birna Lárusdóttir, fornleifafræðing- ur hjá Fornleifastofnun Íslands, hefur umsjón með skráningunni. Munu framkvæmdir fara í fullan gang á næsta ári. Þá er væntan- leg skýrsla um ræktunarminjar í Ólafsdal sem unnin er af prófessor Bjarna Guðmundssyni og Ragnhildi Sigurðardóttur umhverfisfræðingi. Þá er nú haldið áfram með vinnu við fræðslustíg og kortlagningu gönguleiða út frá Ólafsdal o. fl. Til að tryggja heilsársstarfsemi í Ólafsdal og nýta þær fjárfestingar sem lagðar verða í staðinn er síðan mikilvægt að bæta veginn inn Ólafsdalshlíðina samhliða uppbyggingunni, um 6 km vegalengd. Ólafsdalshátíð haldin 6. ágúst Ólafsdalshátíðin verður haldin í níunda skipti 6. ágúst, í annað skipti á laugardegi. Aðaldagskráin verður frá kl. 13 til 17. Lína Langsokkur mætir á svæðið til að skemmta börnum á aldrinum 0–99 ára og Drengjakór Íslenska lýðveldisins tekur lagið. Guðrún Tryggvadóttir kynnir sýn- ingu sína, „Dalablóð“, lífrænt vottað Ólafsdalsgrænmeti verður til sölu, glæsilegt Ólafsdalshappdrætti og vandaður handverks- og matarmark- aður. Ókeypis er inn á hátíðina að vanda og eru allir velkomnir að sögn skipuleggjenda. Dagskráin verð- ur kynnt nánar á nýjum vef: www. olafsdalur.is og á www. facebook. com/Olafsdalur Opið er í Ólafsdal alla daga frá kl. 12 til 17 fram til 14. ágúst. Kaffi, vöfflur, Erpsstaðaís o.fl. í boði. Umsjónarmenn í Ólafsdal 2016 Hjónin Elfa Stefánsdóttir og Haraldur Baldursson verða áfram staðarhaldar- ar fyrir Ólafsdalsfélagið í Ólafsdal í sumar en þau koma úr Hafnarfirði. Elfa var m.a. forstöðumaður félags- miðstöðvarinnar Öldunnar en er menntaður gönguleiðsögumaður frá Leiðsöguskólanum í Kópavogi. Haraldur er tæknifræðingur. Hafa má samband í síma 821 9931 og á elfa@hbt.is Um 400 félagar Félagar í Ólafsdalsfélaginu eru nú á fjórða hundrað, enda afar spennandi að eiga hlutdeild í ævin- týrinu sem fram undan er. Þeir sem eru áhugasamir um að ganga í Ólafsdalsfélagið geta haft samband við Rögnvald Guðmundsson formann Ólafsdalsfélagsins rognvaldur@rrf.is eða í síma 693-2915. Þá má geta þess að ný heimasíða Ólafsdalsfélagsins er www. olafsdalur.is hefur nú verið opnuð. Sjálfboðaliðar í garðvinnu. Fjögur ár eru síðan Ólafsdalsgrænmetið fékk lífræna vottun frá vottunarstofunni Túni. Í vor fór vaskur hópur um 20 karla, kvenna og barna í Ólafsdal og setti niður í garðinn. Þar er meðal annars ræktað grænkál, blómkál, rauðkál, brokkólí, rófur og hnúðkál. Myndir / Rögnvaldur Guðmundsson Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar: Reykhús ytri og Laugarborg hlutu viðurkenningar Ábúendur að Reykhúsum ytri og staðarhaldari í Laugaborg tóku á móti umhverfisverð- launum Eyjafjarðarsveitar fyrir tímabilið 2015 til 2017 nú nýverið. Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar eru afhent annað hvert ár. Markmiðið er að sýna þakklæti fyrir lofsvert framtak til fegrunar umhverf- isins og auka umhverfisvitund íbúa sveitarfélagsins. Hákon Bjarki Harðarson, for- maður umhverfisnefndar, afhenti verðlaunin en þau hlutu að þessu sinni Anna Guðmundsdóttir og Páli Ingvarsson á Reykhúsum ytri og hins vegar Laugarborg vegna framlags þeirra til umhverfismála og fegrunar umhverfis. Rækta jólatré Anna og Páll hafa í áranna rás látið skógrækt mjög til sín taka og hafa gengið vasklega fram á þeim vettvangi. Þau hafa aflað sér mikillar þekkingar á skógrækt, meðal annars með því að sækja fjölmörg námskeið. Þau hafa með margvíslegum hætti tekið þátt í starfi skógræktarfélaga auk þess að hafa kappkostað að gera skógar- svæðið í landi sínu aðgengilegt með grisjun og stígalagningu. Meðal áhugaverðustu verkefna þeirra þessi misserin er jólatrjá- rækt og má jafnvel gera ráð fyrir að skógrækt Reykhúsahjóna nái inn í stofur Eyfirðinga þegar á næstu jólum. Einstök natni og metnaður Eggert Eggertsson, staðarhaldari að Laugarborg, hefur undanfarin ár sýnt einstaka natni og metnað við fegrun og viðhald Laugarborgar svo tekið er eftir. Laugarborg er áberandi hús í sveitarfélaginu þar sem það stendur og mikilsvert fyrir umhverfið að sómi sé að byggingunni. Tónleikahald hefur löngum verið helsta hlutverk Laugarborgar, en nú hefur húsið í vaxandi mæli orðið eftirsóttara fyrir hvers kyns samkomur og veisluhöld, svo sem brúðkaup og fermingar og mikið um að vera í sumar hjá Eggerti. Ekki er um að efast að framlag hans er snar þáttur í betri nýtingu hússins. Því er umhverfisverðlaunum vel fyrir komið hjá Laugarborg. Frá afhendingu viðurkenninga í Eyjafjarðarsveit, frá vinstri eru Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri, Eggert Eggertsson, staðarhaldari að Laugarborg, Anna Guðmundsdóttir og Páll Ingvarsson á Reykhúsum ytri og þá Hákon Mynd af vef Eyjafjarðarsveitar Til sölu jörðin Gilsá í Breiðdalshreppi Jörðin með ágætum húsakosti en á Gilsá hefur verið rekið fjárbú með um 370 fjár gæti verið fleira ef það hent- ar. Greiðslumark í sauðfé 310,8 ærgildi. Helstu byggingar eru íbúðarhús frá 1972 heildar stærð 244,7 m2, fjárhús með áburðarkjallara frá 1965, fjárhús með áburðarkjallara frá 1978, hlaða, véla og verkfærageymsla og hesthús. Landstærð er talin vera um 1600 hektarar og hluti af því fjalllendi. Tún sem nýtt eru í dag um 28 hektarar. Góður vélakostur. Jörðin nýtur hlunninda af Breiðdalsá um 2.7% einnig tekjur af leigu vatnsréttinda og hreindýraarðs alls um 1200 þúsund á ári. Sjá nánar á fasteignamidstodin.is Nánari upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson, lögg. fasteignasali magnus@fasteignamidstodin.is sími 550-3000 eða 892 6000 Ráðunautur í jarðrækt Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir starfsmanni í jarðræktarráðgjöf. Starfs- og ábyrgðarsvið • Þátttaka í ráðgjafateymi RML sem sinnir jarðræktarráðgjöf í landbúnaði. • Vinna við almennar jarðræktar- og áburðarleiðbeiningar. • Ráðgjöf í jarðvinnslu, framræslu og tækni. • Þróun og sala á ráðgjöf á landsvísu í samstarfi við aðra starfsmenn RML. • Önnur verkefni s.s. líkanagerð í excel Menntunar og hæfniskröfur • Háskólapróf sem nýtist í starfi. • Þekking eða framhaldsmenntun á sviði jarðræktar og jarðvinnslu. • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð skilyrði. • Geta til að vinna undir álagi. • Góðir samskiptahæfileikar. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er ráðgjafarfyrirtæki í eigu bænda sem sinnir landbúnaðarráðgjöf um allt land. Starfsemin er dreifð um landið á 13 starfsstöðvum. Við bendum áhugasömum á heimasíðu fyrirtækisins www.rml.is þar sem sótt er um starfið, en þar er einnig hægt að kynna sér starfsemina enn frekar. Umsóknarfrestur er til og með 12. ágúst. Nánari upplýsingar veita Karvel L. Karvelsson framkvæmdastjóri klk@rml.is og Berglind Ósk Óðinsdóttir boo@rml.is starfsmannastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.