Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2016 Hjátrúin á sér margar birtingar- myndir, sumar eru alþekktar eins og að það boði ógæfu að mæta svörtum ketti eða ganga undir stiga og þeir sem brjóta spegil eiga yfir höfði sér sjö ára ógæfu. Íþróttamenn eru sumir hjá- trúarfullir eins og annað fólk. Sumir þeirra vilja ekki keppa í búning númer 13 eða vilja keppa í sömu sokkunum allt leiktímabilið. Aðrir eru í ákveðnum nærfötum undir búningnum eða fara í sturtu í skónum fyrir leik. Fæsti viðurkenna að þeir séu hjátrúarfullir, telja allt slíkt firru og vitleysu og fólk bankar í tré af gömlum vana, ekki vegna þess að slíkt geri vanhugsuð orð máttvana. Til eru íþróttamenn sem klæð- ast happagallanum og trúa því að hann hafi áhrif á leikinn. Sumir leikmenn eru til dæmis alltaf í treyju númer sjö og telja það happatöluna sína. Algengt er að menn eigi sinn snaga í búnings- klefum eða sérstakt bílastæði við völlinn. Hjátrúin er í raun einföld sálfræði þar sem menn tengja ákveðna hluti eða atvik við góðan árangur. Hún er eins konar andleg upphitun og skapar öryggistilf- inningu. Hjátrúin getur líka farið út í algjöra vitleysu og tóma þvælu eins og þegar menn telja sig þurfa að keyra ákveðna leið eða lenda alltaf á rauðu til að eiga góðan leik. Ef það klikkar eru menn búnir að tapa fyrirfram og hjátrúin farin að vinna á móti þeim. Menn klæða sig í fötin í ákveðinni röð og hún er ekki endilega rökrétt. Það er náttúr- lega stórmerkilegt að menn séu að spekúlera í því hvernig þeir fara í nærbuxurnar fyrir stórleiki. Fæstir viðurkenna að þeir séu hjá- trúarfullir og líti á hjátrúna sem grín en innst inni trúa þeir á hana. Sumir eiga það til það til að setjast fyrir framan tölvuna og leggja kapal fyrir leik og hugsa sem svo að ef kapall gengur upp muni þeir vinna leikinn. Eyjólfur Bergþórsson, þjálf- ari Fram, hafði það fyrir sið að ganga alltaf á eftir Kristni Rúnari út úr klefanum fyrir leik, enda var hann sannfærður um að það skil- aði árangri Vilhjálmur Einarsson frjáls- íþróttamaður vann einstakt afrek á Ólympíuleikunum í Melbourne árið 1956 þegar hann hlaut silfur- verðlaun í þrístökki. Honum þótti mjög vænt um íþróttabux- ur sem móðir hans saumaði og notaði þær gjarnan á mótum og var í þeim þegar hann vann silfrið. Vilhjálmur hafði líka trú á draumförum nóttina fyrir mót og allra best þótti honum að vakna frá óþægilegum draumi. Það var góðs viti og gaf honum von um góðan árangur. Hjátrú getur verið tímabundin eins og þegar Laurent Blanc kyssti skalla á Fabien Barthez mark- manni fyrir leiki á heimsmeist- aramótinu í knattspyrnu 1998. Michael Jordan, körfuboltamað- ur Chicago Bulls, lék lengst af í treyju númer 23 og var með gamla háskólatreyju saumaða inn í keppnisbúninginn. Hvort sem menn viðurkenna að þeir séu hjátrúarfullir eða ekki skipar hjátrúin stóran sess í daglegu lífi okkar allra og mótar hegðun okkar að ákveðnu marki. Íþróttamenn eru þar engin undan- tekning því álagið og væntingarn- ar sem til þeirra eru gerðar er góður jarðvegur fyrir margs konar hjátrú. /VH Hjátrú íþróttamanna STEKKUR Vegleg Handverkshátíð og landbúnaðarsýning á Hrafnagili í byrjun ágúst: Skemmtileg blanda af nýju fólki og gömlum kunningjum „Undirbúningur er á lokametrun- um, það er verið að hnýta ýmsa lausa enda og ganga frá sýningar- skrá í prentun. Það hefur gengið vonum framar, þetta er svaka- lega skemmtileg vinna, mikið um hlátur og lífsgleðin í fyrirrúmi,“ segja þær Katrín Káradóttir og Guðný Jóhannesdóttir, framkvæmdastjórar Hand- verkshátíðarinnar á Hrafnagili, en hún fer fram í 24. sinn dagana 4. til 7. ágúst næstkomandi. Samhliða Handverkshátíð verður efnt til glæsilegrar landbúnaðarsýningar. Guðný hefur þann hluta á sinni könnu og Katrín það sem snýr að handverkinu. Vélar og tæki af öllum stærðum og gerðum Guðný segir að sýningin fari fram í miðju blómlegu landbúnaðarhér- aði, hún finni vel að mikill áhugi sé til staðar. „Bændur bíða spenntir eftir að sjá allt það nýjasta frá helstu vélasölum landsins, en vélar og tæki af öllum stærðum og gerðum verða áberandi á sýningunni ásamt auðvit- að ýmsu fleiru þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað áhugavert og skemmtilegt að skoða,“ segir hún. Vinsæll viðkomustaður Handverkshátíðin á sér langa sögu og hefur fest sig í sessi, en sýningin er vinsæll viðkomustaður fjölskyldna í sumarleyfi. „Það var ánægjulegt að sjá þegar umsóknir fóru að streyma inn hversu margir nýir sýnendur eru í hópnum. Sýningin nú í ár verð- ur því skemmtileg blanda af nýju fólki með spennandi handverk í bland við gamla kunningja sem um árabil hafa komið að Hrafnagili með varning sinn, fólk sem nær þó á einhvern hátt sífellt að endurnýja sig, gera eitthvað nýtt og áhugavert. Handverk er sköpun, lifandi ferli í stöðugri þróun,“ segir Katrín. Allt stefnir í stóra sýningu í ár og kveðst hún verulega spennt að sjá útkomuna þegar sýningin verður sett 4. ágúst. „Ég hef séð sýninguna teiknaða upp á blað, en get hreinlega ekki beðið eftir að sjá skipulagið lifna við á hátíðinni sjálfri,“ segir hún. Fjöldi sýnenda og viðburða Sýnendur verða 112 talsins og eru þá þeir fjölmörgu sem þátt taka í handverksmarkaði utan dyra taldir sem einn aðili. Séu þeir sundurliðaðir eru sýnendur um 150 í allt. Auk sýn- inganna, handverks- og landbúnaðar verða uppákomur af fjölbreyttu tagi í boði alla helgina, sýningar þar sem við sögu koma hestar, smalahund- ar og tíska. Listasmiðja verður fyrir börn, listakonurnar Jonna og Brynhildur verða á staðnum og smíða hin ýmsu dýr með yngstu gestunum. Kvöldvakan er á sínum stað, verð- ur að þessu sinni á föstudagskvöldi og helstu stjörnurnar eru Diddú og bræðurnir frá Álftagerði auk heima- fólks. Formenn landssambanda kúa og sauðfjárbænda ætla svo að tak- ast á í einvígi um hæfileikann til að skemmta fólki. Félagasamtök í startholunum Sjálfboðaliðar úr Eyjafjarðarsveit leggja fram lið sitt við uppsetningu og framkvæmd sýningarinnar, svo sem þeir hafa gert árum saman. „Það má orða þetta svo að við fram- kvæmdastjórarnir leggjum fram ákveðið handrit sem félagasamtök úr sveitinni sjá svo um að framkvæma, vinna við þessa sýningu hefur lengi verið þeirra helsta tekjulind, allur ágóði rennur til þeirra,“ segir Guðný. Félagar úr Ungmennafélaginu Samherjar eru í startholunum að baka sína frægu konfekttertu sem gestir geta gætt sér á í veitingatjaldinu og pönnukökupönnurnar eru klárar. „Við erum búnar að panta góða veðrið og hlökkum virkilega til að taka á móti sem flestum gestum á hátíðina í ár, “ segir þær Guðný og Katrín. /MÞÞ Sjávarleður, Atlantic Leather á Sauðárkróki í greiðsluþrot: Bjartsýni á að takist að endurreisa félagið „Það eru þreifingar í gangi en hvert þær leiða er ómögulegt að segja fyrir um á þessari stundu,“ segir Gunnsteinn Björnsson, framkvæmdastjóri Sjávarleðurs, Atlantic Leather á Sauðárkróki. Fyrirtækið fór í greiðsluþrot um síðustu mánaðamót, en vilji er til þess að vinna að endurreisn þess. Starfsemi á vegum fyrirtækisins er nú í lágmarki, en helstu kröfu- hafar hafa veitt leyfi sitt fyrir því að halda starfseminni gangandi á meðan leitað er leiða til að reisa félagið við. Mest verðmæti með því að endurreisa félagið Um 20 manns starfa hjá Sjávarleðri, þeim hefur verið sagt upp störfum, en að sögn Gunnsteins hefur fengist leyfi til að ráða um helming þeirra aftur. Stór hluti starfsmanna hefur verið í sumarleyfi í júlí en fram- kvæmdastjórinn segir að þegar ágúst gangi í garð sjái menn von- andi hvernig mál félagsins fari, hvort hægt verði að ýta úr vör á nýjan leik. „Starfsfólkið er auðvitað og því miður í lausu lofti um þessar mund- ir. Það er hins vegar ríkur vilji til að fá hjólin til að snúast á nýjan leik, aðalkröfuhafar þess telja hagsmunum sínum best borgið með þeim hætti. Það eru meiri verðmæti í því fólgin að endurreisa félagið heldur en að setja í lás,“ segir hann. Gunnsteinn segir að starfsemi félagsins byggi á fjórum meginstoð- um, unnið sé með roð og loðgærur og svo mokka og hrávöru. Vel hefur gengið með vinnslu úr roði og loð- gærum, en annað er upp á teningnum þegar kemur að hinu síðarnefnda, mokka og hrávöru. „Það hafa alla tíð skipst á skin og skúrir með hrá- vöruna, hún gengur upp og niður og okkur er vel kunnugt um þær sveiflur sem eru á markaði þegar að henni kemur,“ segir hann. Algjört hrun í sölu mokkaskinna Algjört hrun hefur verið í sölu á mokkaskinnum á núverandi rekstr- arári, en það hefst 1. september ár hvert og er það því langt komið. Velta á yfirstandandi rekstrarári er um 20 milljónir króna, en var á sama tíma á liðnu ári um 300 milljónir króna. „Það ástand sem skapast hefur á mörkuðum er mikill skellur fyrir félagið, við þetta ráðum við ekki og það má segja að þessi gríðarlega niðursveifla verður til þess að það er sjálfhætt,“ segir Gunnsteinn. „Þetta gerist á mjög skömmum tíma og er ekkert annað en reiðarslag.“ Markaðir í Rússlandi lokaðir Lokun markaða í Rússlandi er ein helsta ástæða þess að fór sem fór, en stór hluti af framleiðsluvör- um Sjávarleðurs fór á þann mark- að. Evrópumarkaður er í ofanálag ekki sterkur, en inn á þann markað senda Tyrkir mikið magn af ódýr- um mokkaskinnum sem ekki er hægt að keppa við. Til að bæta gráu ofan á svart var síðastliðinn vetur með hlýrra móti og sala á mokkaskinnum fyrir vikið minni en vant er. Loks nefnir Gunnsteinn að íslenska krónan hafi styrkst undanfarið og það hafi einnig sitt að segja. Skynsamlegasta leiðin Gærukaup fara fram á haustin og keypti fyrirtækið inn afar lítið af gærum síðastliðið haust þar sem samdráttur var þá þegar hafinn og til voru birgðir frá fyrri árum. Þau ljón sem verið hafa í vegi félagsins á liðnum vetri gera nú að verkum að mikill lager er til staðar sem lækkar í verði dag frá degi. „Við bregðumst við með því að afskrifa birgðir og skuldirnar hlaðast upp. Þá kemur að því á ákveðnum tímapunkti að ekki er hægt að fara nema eina leið, skynsamlegasta leiðin út úr þessum ógöngum var að fara með félagið í greiðsluþrot,“ segir Gunnsteinn. Mikilvægt að ekki verði rof í framleiðslunni Það sem nú blasir við er að halda áfram þeirri starfsemi sem vel hefur gengið með, þ. e. með roð og gærur og kveðst Gunnsteinn nokkuð bjart- sýnn á að takist að fá hjólin í gang á nýjan leik hvað þann þátt varðar. „Það er afskaplega mikilvægt að ekki verði rof í framleiðslunni og að okkur takist að standa við þær skuldbindingar sem við höfum gert varðandi afhendingar á vörum til okkar viðskiptavina. Við kappkost- um að hraða þeirri vinnu sem við nú erum í og varðar endurreisn, en fyrir hendi eru áhugasamir aðilar, bæði hér heima og erlendis, sem eru tilbúnir að koma til liðs við okkur,“ segir hann. Hjá Sjávarleðri er fyrir hendi mikil þekking, en fyrirtækið hefur verið í fararbroddi þegar kemur að sútun á fiskroði. Það gefur mönnum tilefni til bjartsýni á að áfram verði haldið. /MÞÞ Kappkostað er að hraða þeirri vinnu sem félagið er í og varðar endurreisn, en fyrir hendi eru áhugasamir aðilar, bæði hér heima og erlendis, sem eru tilbúnir að koma til liðs við fyrirtækið. Hreinn Halldórsson á Akureyri sýnir einstök listaverk á handverks- hátíðinni, en þau skapar hann úr af- gangs við. Listaverkin hefur hann fram til þessa „falið“ í bakgarðinum heima hjá sér, en mikil tillhlökkun er ríkjandi að sýna þau almenningi. Samhliða Handverkshátíð verður efnt til glæsilegrar landbúnaðarsýningar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.