Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2016 Raggagarður orðinn eitt af kennileitum Vestfjarða – Mikil velvild og ómæld vinna sjálfboðaliða á bak við uppbygginguna á þessum fjölskyldugarði í Súðavík „Við finnum fyrir mikilli velvild, það er ótrúlegt hversu margir hafa verið tilbúnir að leggja okkur lið við þetta verkefni og hafa tekið jákvætt í þetta fram- tak. Eftir blóð, svita og tár hefur þetta tekist og garðurinn er afar fallegur og vinsæll, sannkallaður Fjölskyldugarður Vestfjarða og eitt af kennileitum fjórðungsins,“ segir Vilborg Arnarsdóttir, upphafsmað- ur þess að Raggagarður í Súðavík reis á gömlu leikskólalóðinni í gamla bænum. Hún hefur, ásamt eiginmanni sínum, Halldóri Má Þórissyni, auk stjórnar garðsins, einnig viðhaldið honum, aukið og bætt við hann á þeim 11 árum sem liðin eru frá því hafist var handa. Frá upphafi hefur verið fram- kvæmt fyrir tæplega 37 milljónir króna í garðinum og þeir fjölmörgu sjálfboðaliðar sem lagt hafa hönd á plóg hafa unnið yfir 2.800 vinnu- stundir við garðinn. Þá hafa um 140 aðilar styrkt verkefnið með framlög- um. Garðurinn var formlega opnaður í byrjun ágúst árið 2005. Raggagarður heitir eftir syni Vilborgar, Ragnari Frey Vestfjörð, sem lést í bílslysi í ágúst árið 2001, þá rúmlega 17 ára gamall. Hrífur fólk með sér „Þetta verkefni hefur átt hug og hjarta Vilborgar öll þessi ár, hún var ákveðin í því að koma þessum garði upp og ákafi hennar og jákvæðni hefur hrifið fólk með, það eru allir til í að taka þátt og vinna að þessu verkefni. Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með því,“ segir Halldór Már, sem um árin hefur ekki legið á sínu liði við uppbygginguna, m.a. sett saman hvert einasta leiktæki sem er í garðinum og lagar þau þegar þarf. „Hann hefur hvatt mig áfram og verið mín stoð og stytta öll þessi ár. Það gefur manni kraft til að halda áfram,“ segir Vilborg. Raggagarður er eins konar skemmtigarður fyrir alla fjöl- skylduna. Þar eru borð og bekkir fyrir tæplega 90 manns í sæti og tvö stór veislugrill. Salerni er á staðnum með aðgengi fyrir fatlaða. Leiksvæðin skiptast upp eftir aldri barnanna, á einu þeirra eru tæki ætluð yngstu börnunum, frá 2 ára aldri, þar fyrir ofan nokkru eldri börn, eða frá 8 ára, og efst eru tæki ætluð fyrir 12 ára börn og eldri. Í svonefndum Orkulundi eru þjálf- unartæki fyrir orkubolta, leiktæki þar sem orkumiklir krakkar eiga auðvelt með að fá útrás. Listaverk á Boggutúni Nýjasta svæðið í Raggagarði er úti- vistarsvæði á svokölluðu Boggutúni, en það var opnað í fyrrasumar í tilefni af 10 ára afmæli garðsins. „Þetta er eins konar sælureitur og hentar vel fyrir hópa, félagasamtök, starfsmannafélög eða ættarmót til að halda fjölskyldudag. Þessi aðstaða er mikið notuð, en nú í sumar geta hóparnir leigt kofa og veislugrill á útivistarsvæðinu og á því er líka svið, útbúið sem bátur til að minna okkur á mikilvægi sjávarútvegs á Vestfjörðum,“ segir Vilborg. Á Boggutúni eru ekki leiktæki, en til- vísun er á svæðinu í vestfirska nátt- úru, sögu og þjóðtrú. Þar má finna Álfastein, Dvergasteina, Grjótaþorp og holugrjót frá Hvítanesi, nokkur listaverk sem Gerður Gunnarsdóttir gaf garðinum, hringborð með 12 sætum en á þeim eru nöfn allra bæja og þorpa í fjórðungnum. Gosbrunnur í tjörninni Einnig er þar lítil tjörn með vatns- snigli og brú. Ragnar Freyr átti sinn þátt í að búa til snigilinn góða, en vorið 1996 kom listamaður í Súðavíkurskóla í tengslum við listaviku og hann ásamt fleiri nem- endum, m.a. Ástu Ezradóttur, tók þátt í að útbúa sumargrillsvæði í gömlu sundlauginni. Þau útbjuggu svonefndan Vatnssnigil. Í verkið var notaður snigill, bobbingur og efni úr járni sem soðið var saman og útbú- inn gosbrunnur með aðstoð fullorðna fólksins. Gosbrunnurinn lá lengi vel ónotaður á botni gömlu sundlaugar- innar á Súðavík eða þar til Vilborg tók hann í sína vörslu og geymdi í bílskúr, einmitt í því augnamiði að nýta síðar í garðinum. Hann sómir sér þar vel, en Finnbogi Bernódusson hjá Mjölni í Bolungarvík lagfærði hann, sauð undir hann góðan standara og betri stút fyrir vatnið. „Mér þykir óskap- lega vænt um að verkið er komið upp og það sómir sér vel á nýjum stað,“ segir Vilborg. Samverustundirnar dýrmætar Hún segir að markmið með garðinum sé m.a. að hlúa að fjölskyldum, efla útiveru og hreyfingu og stuðla að því að fólk eigi ánægjustundir saman. „Garðurinn á að vera vettvangur fyrir góðar samverustundir, þar sem fólk getur leikið sér með börnum sínum eða barnabörnum og glaðst á góðum degi, það er það besta og dýrmætasta sem lífið gefur þegar upp er staðið,“ segir Vilborg. „Lífið getur breyst á einu augabragði, það hef ég fundið á eigin skinni og því er mikilvægt að njóta góðu stundanna.“ Vissulega segir hún að verkefnið sé umfangsmikið og að baki garðin- um liggi mikil vinna fjölda fólks, styrkir og velvilji fólks og fyrirtækja innan og utan Vestfjarða. „Það skiptir máli að halda alltaf áfram þótt á móti blási, gefast ekki upp. Það hefur gefið mér mikið hversu allir sem ég hef leit- að til hafa tekið mér vel, eru tilbúnir að stökkva með mér á þennan vagn og taka þátt, hver á sinn hátt, það er gríðarlega mikilvægt að finna þennan velvilja,“ segir hún. Fjögur tonn af kleinum Vilborg fjármagnaði framkvæmdir við garðinn með styrkjum héðan og þaðan en að auki lagði hún fram eigið fé, bakaði kleinur til fjölda ára og seldi. „Mér reiknast svo til að ég hafi bakað um 4 tonn af kleinum, þær seldi ég hingað og þangað og notaði afraksturinn til að greiða eitt og annað í kringum garðinn. Eitt sinn á ferl- inum hefur garðurinn verið í skuld, líklega 30 til 40 þúsund krónur, og við áttum ekki fyrir henni. Ég fór í bankann með kleinupoka og spurði bankastjórann hvort ég fengi ekki yfirdrátt til að brúa bilið, ég þyrfti að baka slatta af kleinum og koma í sölu til að greiða skuldina. Það er alltaf hægt að finna leiðir og ég dáist í raun að því hvað margir hafa sýnt mér mikið umburðarlyndi um árin. En vissulega höfum við gefið til baka, garðurinn er á sínum stað, eins konar þjóðargjöf sem allir geta fengið að njóta,“ segir hún. Vilborg og Halldór hafa verið búsett á Akureyri undanfarin þrjú ár. Vilborg dvaldi í gamla heima- bænum yfir sumarið fyrstu árin eftir brottflutninginn en núorðið fara þau til Súðavíkur í byrjun sumars til að koma garðinum í stand fyrir sumarið. Krakkar í vinnuskólanum þar í bæ hafa unnið í garðinum sem og ung- menni frá Bolungarvík og Ísafirði. Enn verk að vinna Stefnt var á að ljúka framkvæmdum við Raggagarð fyrir 10 ára afmæli hans í fyrrasumar en ekki tókst að klára að setja upp rekaviðaskóg- inn á Boggutún, enn vantar um 20 rekaviðarstaura frá Ströndum eða Hornströndum. „Ég hef verið að biðla til landeigenda um að fá staura með rótarhnyðjum á endanum og vona að það skili árangri,“ segir Vilborg. Þá nefnir hún að enn sé nægt pláss á Boggutúni fyrir fleiri útilistaverk, vilji listamenn setja þar niður verk sitt er það auðsótt mál. „Við eigum svo eftir að leggja 50 metra göngustíg í garðinn, setja upp fleiri merkingar og eitt og annað smá- legt. Næsta verkefni er svo að ljúka við sögubókina um Ask og Emblu sem taka á móti gestum garðsins, við innganginn í Raggagarð. Þessir svanir segja sögur að vestan og var ætlunin að þetta yrði sögu- og litabók fyrir börn. Nú er bara að finna góðan teiknara til að teikna svanina á ferð og flugi.“ Leita bakhjarla Fastur kostnaður við rekstur garðsins er nokkur, m.a. trygging, lýsing, sláttur, salernisaðstaða, viðhald og fleira. Tekjur fást með sölu á dósum sem fólk skilur eftir sig í þar til gerðum tunnum en einnig er söfnunarbaukur á staðnum sem fólki er frjálst að gefa í. „Þetta gefur um 100 til 120 þúsund krónur í tekjur á ári, en það vantar aðeins upp á til að endar nái saman. Nú er ég flutt á brott og hætt að baka kleinur upp í það sem á vantar,“ segir Vilborg, en henni hefur dottið í hug að leita bakhjarla til að reksturinn gangi upp. „Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort einhver áhugasöm fyrirtæki eða félagasamtök vilji gerast bakhjarl- ar garðsins til þriggja ára í senn til að hjálpa okkur með rekstrarkostnaðinn sem er um 400 þúsund krónur á ári. Vonandi gengur það upp, þannig að áfram verði sómi að þessu fallega útivistarsvæði Vestfirðinga,“ segir hún. /MÞÞ Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 Vogue fyrir heimil ið bíður uppá alhl iðalausn fyr i r hótelherbergið eða gist iheimi l ið. Raggagarður er fallegur og vinsæll, sannkallaður Fjölskyldugarður Vestfjarða og eitt af kennileitum fjórðungsins. Ungir sem aldnir taka gjarnan þátt í vinnudögum í Raggagarði. Myndir / Úr safni VA Halldór Már Þórisson og Vilborg Arnarsdóttir í Raggagarði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.