Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 1
14. tölublað 2016 ▯ Fimmtudagur 21. júlí ▯ Blað nr. 471 ▯ 22. árg. ▯ Upplag 32.000 Breytingar á tollalögum og staðfesting samnings ESB og Íslands um viðskipti með landbúnaðarvörur: Sóttvarnalæknir vill takmarka innflutning á búvörum Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir hefur sent Alþingi athugasemdir við tillögu til þingsályktunar um staðfest- ingu samnings Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur. Ekkert er fjallað um heilbrigðismál í tolla- lögunum. Í athugasemdum sínum segir Þórólfur að rétt sé að vekja athygli á að samkvæmt sóttvarnalögum beri sóttvarnalæknir ábyrgð á opinberum sóttvörnum hér á landi undir yfir- stjórn ráðherra og er heilbrigðisyfir- völdum til ráðgjafar um aðgerðir til varnar útbreiðslu smitsjúkdóma. Á Íslandi hefur tíðni matarbor- inna sýkinga hjá mönnum og sýklalyfjaónæmi verið umtalsvert minna en í flest- um nágranna- löndum. Með auknum innflutningi á ferskum landbúnaðarvörum, eink- um alifuglakjöti, er hætt við að tíðni matarborinna sýkinga muni aukast hér á landi sem og útbreiðsla sýkla- lyfjaónæmra baktería. Ekkert fjallað um heilbrigðismál Í þingsályktunartillögu þeirri sem hér er til umfjöllunar er einungis fjallað um tolla og tollkvóta á land- búnaðarvörur til og frá Íslandi en ekkert beinlínis um heilbrigðismál sem snerta innflutning á ferskum landbúnaðarvörum. Engu að síður er rétt að vekja athygli á því að aukinn innflutningur á ferskum landbúnaðarvörum hing- að til lands getur haft í för með sér ákveðin heilbrigðisvandamál sem íslensk yfirvöld þurfa að vera með- vituð um og tilbúin að bregðast við. Sýklalyfjaónæmar bakteríur mikil heilbrigðisógn Samkvæmt áliti Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar og Sóttvarna- stofnunar Evrópu sambandsins þá er útbreiðsla ýmissa sýkla og sýklalyfjaónæmra baktería ein helsta heilbrigðisógn sem steðjar að mönnum í heiminum í dag. Margir þættir stuðla að útbreiðslu sýkla, sýklalyfjanæmra og -ónæmra, en einn þeirra er dreifing með ferskum matvæl- um, einkum fersku alifuglakjöti eins og bent er á í nýlegri skýrslu á vegum Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins (ECDC) og Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA). Sóttvarnalæknir telur því mik- ilvægt að samningur Íslands við Evrópusambandið um viðskipti með ferskar matvörur taki mið af ofangreindum áhættum og að í honum verði sett ákvæði sem gefi Íslandi möguleika á að takmarka innflutning á vörum sem sýnt þykir að auka muni ógn við almennt heilbrigði hér á landi. /VH Nú er hásumar og gróður jarðar dafnar vel, hvort heldur sem er nytjajurtir eða tegundir sem fáum verða að gagni. Hún Þórdís Erla Ólafsdóttir, 11 ára stúlka úr Árbænum, var á göngu í landi Keldna í Reykjavík á dögunum og faldi sig innan um risavaxnar súrur sem virðast í miklum vexti. Myndin er ein af hundruðum mynda sem hafa borist í leiknum „Sumarilmi“ þar sem fólk er hvatt til að festa sumarstemningu á mynd og merkja hana með #sumarilmur á Instagram. Myndirnar birtast á sumarilmur.is og veittir eru veglegir vinningar fyrir bestu myndirnar. Mynd / Ásthildur Erlingsdóttir „Það eru þreifingar í gangi, en slát- urleyfishafar hafa enn sem komið er lítið gefið upp. Við gerum kröfu um hækkun á afurðaverði og bendum á að sáralítið eða engin hækkun fékkst í fyrrahaust,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauð- fjárbænda. LS sendi frá sér viðmiðunar- verðskrá haustið 2014, hún var til þriggja ára og gildir til haustsins 2017. Í viðmiðunarverðskránni er gert ráð fyrir að bændur fái 25% hækkun á tímabilinu. „Þetta er það eina sem við getum gert, að senda út verðskrá til viðmiðunar, það er svo alveg undir hælinn lagt hvort farið er eftir henni. Fram til þessa hefur það ekki verið gert,“ segir hann. Sölukippur síðustu vikur Þórarinn Ingi segir það ekki hafa farið framhjá sauðfjárbændum að sláturleyfishafar beri sig illa, afkom- an á liðnu ári hafi víðast verið slæm. „Við merkjum það núna að hlutirnir færast upp á við, júní var mjög góður sölumánuður og raunar með þeim bestu. Þá hafa afurðastöðvarnar verið að taka sig á varðandi bæði markaðssetningu og vöruþróun og það hefur örugglega sitt að segja,“ segir hann. Einn aðili af þremur fitnar „Það gengur hins vegar ekki til lengdar að einn aðili af þremur í framleiðslukeðjunni fitni og hinir sitji eftir, það er öllum kunnugt að bændur og sláturleyfishafar hafa fengið lítið fyrir sinn snúð, en auð- vitað er það svo að allir sem þátt taka verða að fá greitt fyrir sína vinnu, ekki bara einn aðili,“ segir Þórarinn Ingi og á þar við verslunina. Hann segir orðið mjög aðkallandi að bændur fái afurðaverðshækkun og í ljósi aukinnar eftirspurnar eftir vöru þeirra segði markaðslögmálið að hægt væri að greiða þeim hærra verð. Frumframleiðendurnir vilji fá sinn skerf af kökunni. Þeir framleiði hágæðavöru sem eftirspurn sé eftir. „Einhvers staðar virðist samt málið stranda og sláturleyfishafarnir bera sig mjög illa um þessar mundir.“ Of margir sláturleyfishafar Þórarinn Ingi segir að ná þurfi fram enn meiri hagræðingu á sláturmark- aði en þegar er orðin. Hans mat er það að fækka megi sláturleyfishöf- um, það séu of margir að sýsla með of lítið magn og selja í of fáar og stórar verslanir. „Það er örugglega hægt að gera þetta með hagkvæm- ari hætti sem yrði hagstæðara fyrir bændur og neytendur.“ Sláturleyfishafar eru á önd- verðum meiði við Þórarin Inga og gefa flestir í skyn verðlækkanir í haust. /MÞÞ Sjá nánar bls. 2. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda: Aðkallandi að bændur fái hækkun fyrir sínar afurðir 16 Landbúnaðar- og handverks- sýning í Eyjafirði Hindber eru ofurfæða 38 Rannsaka manngerða hella 24 Þórarinn Ingi Pétursson segir að allir í framleiðslukeðjunni verði að fá greitt fyrir sína vinnu. Mynd / TB Þórólfur Guðnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.