Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2016 Fréttir Óviðunandi ástand á malarvegi í Berufirði: Brýnt að laga veginn áður en meiri skaði hlýst af – segir Svavar Pétur Eysteinsson á Karlsstöðum Ástandið á þessum vegarkafla er algjörlega óviðunandi og við munum halda ótrauð áfram að berjast fyrir úrbótum þar til eitt- hvað verður gert og hann lagað- ur. Sem stendur er allt í lás en það er brýnt að eitthvað verði gert svo ekki hljótist af meiri skaði en orðinn er,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson á Karlsstöðum í Berufirði um stuttan vegkafla fyrir botni fjarðarins. Hann er tæplega 5 kílómetra langur og ómalbikaður, einungis möl „og ógeð“ eins og hann orðar það. Svavar segir að síðast nú á mánudag hafi orðið alvarlegt slys á þessum vegkafla þegar Land Rover-bifreið valt og farþegar slösuðust umtalsvert. Um árin hafa orðið fjölmörg slys meðal annars af völdum útafaksturs á þessum vegkafla sem valdið hafa slysum á fólki og tjóni á bifreiðum. Þrjóska og heimska banvæn blanda Svavar segir að til hafi staðið í 18 ár að gera úrbætur á þessum kafla, en ekki tekist, „en þar fer saman þrjóska og heimska, sem er ban- væn blanda og gerir að verkum að þetta vandræðaástand hefur verið viðvarandi hér um slóðir allan þennan tíma,“ segir hann og bætir við að samkvæmt nýjustu upplýs- ingum standi til að hefjast handa við lagfæringar á næsta ári og ljúka þeim árið 2018. „En það eru bara orð, sem þó vonandi standa,“ segir hann. Af og til er vegurinn heflaður en sækir í sama farið um leið og fer að rigna. Ekki er að sögn Svavars við Vegagerðina að sakast í þessum efnum, þar á bæ segir hann menn sýna málinu skilning og vilja til að laga ástandið. Langvarandi deilur milli landeigenda og sveitarfélags um nýtt vegstæði hafa valið nær tveggja áratuga töfum á útbótum og þar standi hnífurinn í kúnni. Rugl að tefja þetta ár eftir ár „Það er bara rugl að tefja þetta mál ár eftir ár af því menn koma sér ekki saman um vegstæði fyrir nýjan veg. Það verður að laga þann sem fyrir er þar til hitt málið er í höfn,“ segir Svavar. Fjölskyldan fer um veginn svo til daglega og hefur orðið fyrir tjóni upp á vel á aðra milljón króna eftir akstur um hann, dekk springa, fjaðrabúnaður eyðileggst og lakk svo dæmi séu tekin. „Börnin okk- ar fara um þennan veg á hverjum virkum degi allt skólaárið og okkur er eðlilega annt um að þau komist klakklaust í sinn skóla, en það er um þennan veg,“ segir hann. /MÞÞ Svavar Pétur Eysteinsson. Útgjöld fjölskyldunnar á Karlsstöðum vegna lagfæringa á bifreiðum botni Berufjarðar, dekk springa, fjaðrabúnaður eyðileggst sem og lakk. Myndir/ Svavar Pétur Eysteinsson Alvarlegt umferðarslys varð á vænlegur til aksturs. Dröfn Haraldsdóttir, sérfræðingur og verkefnastjóri hjá ASÍ: Lögbrot að reka efnahagslega starfsemi með sjálfboðaliðum – íslenskir atvinnurekendur ekki barnanna bestir Ólaunuðum starfsmönnum, hvort sem þeir kallast sjálfboðaliðar eða starfsnemar, hefur fjölgað hratt síðustu misseri í íslensku atvinnulífi. Mest ber á slíku í ferðaþjónustu, landbúnaði og við barnagæslu og heimilisaðstoð. Ásókn erlendra ungmenna í sjálf- boðaliðastörf hér á landi er einn fylgifiskur þess að Ísland er komið á kortið sem ferðamannaland. Þetta segir Dröfn Haraldsdóttir, sérfræðingur og verkefnastjóri hjá Alþýðusambandi Íslands, en hún starfar meðal annars við átakið „Einn réttur, ekkert svindl“ sem ætlað er að vinna gegn undirboðum á vinnumarkaði og svartri atvinnu- starfsemi. „Í þessum töluðu orðum eru 167 auglýsingar þar sem íslenskir atvinnurekendur auglýsa eftir sjálf- boðaliðum virkar inni á þeirri vefsíðu sem mest er notuð, 79 á annarri en síðurnar eru fleiri og þá eru ótald- ar Facebook-síður og hópar eins og Farm and au-pair jobs in Iceland og fleiri. Í sumum tilfellum reka fyrir- tæki sig eingöngu á sjálfboðaliðum og eru jafnvel með vel á annan tug ólaunaðra starfsmanna í vinnu,“ segir Dröfn og ítrekar að sjálfboðastörf og önnur ólaunuð störf í efnahagslegum tilgangi séu lögbrot. Dæmi eru um að atvinnurekendur óski eftir fólki og lofi þeim 4–5 tíma vinnudegi fimm daga vikunnar. Að sögn stéttarfélaga sem hafa fengið mál sem þessi inn á borð til sín er það sjaldnast það sem bíður fólksins. „Ólaunuð vinna við efnahagslega starfsemi, framleiðslu og sölu á vöru eða þjónustu á markaði, í hagnaðar- skyni og oft í samkeppni við fyrir- tæki í sömu atvinnustarfsemi, felur í sér óásættanleg undirboð á íslensk- um vinnumarkaði og stenst hvorki kjarasamninga né lög. Það telst varla eðlilegt að atvinnurekendur byggi samkeppnisforskot sitt á launalaus- um starfsmönnum. Það keppir enginn við fyrirtæki sem sleppa við allan launakostnað auk þess sem grafið er undan kjörum launþega í landbúnaði og ferðaþjónustu og eru launin í þess- um greinum ekki há fyrir,“ segir hún. Samkvæmt lagabókstafnum eru sjálfboðaliðastörf einungis réttlæt- anleg þegar um störf fyrir mannúðar- eða hjálparsamtök er að ræða, störf sem annars væru ekki unnin. Um öll önnur störf gilda ákvæði kjarasamn- inga, sbr. 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks, sem segja að kjarasamningar eru lágmarkskjör samkvæmt lögum og samningar um lakari kjör eru ógildir. Ungt fólk í ævintýraleit „Atvinnurekendur brjóta því með- vitað og ómeðvitað lög í landinu með því að vera með ólaunaða starfsmenn og þau erlendu ung- menni sem ráðin eru á slíkum forsendum eru yfirleitt í ævin- týraleit og gera sér enga grein fyrir því að verið sé að brjóta á þeim,“ segir Dröfn. Alþýðusamband Íslands hefur undir merkjum verkefnisins „Einn réttur, ekkert svindl!“ unnið að því að upplýsa og leiðbeina atvinnurek- endum um hvað á við þegar ráðn- ir eru erlendir starfsmenn. Margs konar misskilningur og fáfræði virðist vaða uppi þó eðlilegt sé að gera þá kröfu á þá sem standa í rekstri og ráða til sín erlenda starfsmenn að þeir kynni sér þau lög og reglur sem um slíkt gilda að sögn Drafnar. Á vef ASÍ, asi.is, má nálgast bæklinginn „Ráðning erlendra starfsmanna“. Getur verið dýrkeypt að hafa ólöglegan vinnukraft „Margir atvinnurekendur telja sig vera að gera þessu unga fólki mikinn greiða og skilja ekki hvert vanda- málið er því fólkið er svo ánægt og hrifið af landinu. Oft heyrum við að sjálfboðaliðarnir séu bestu starfs- menn sem viðkomandi hafi haft. Yfirleitt eru sjálfboðaliðarnir hvergi skráðir, eru ekki með kennitölu, alveg ótryggðir sem getur reynst dýrkeypt ef slys verða á vinnustað. Nokkur fjöldi þessara starfsmanna er frá ríkjum utan Evrópska efnahags- svæðisins og þarf því atvinnuleyfi til að starfa hér á landi. Ekki eru greiddir skattar fyrir fæði og hús- næði sem yfirleitt er eina greiðslan fyrir vinnuna. Í flestum tilfellum eru þessir starfsmenn því ekki bara launalausir heldur réttindalausir, algerlega upp á vinnuveitanda sinn komnir,“ segir Dröfn. Starfsnemar koma ekki í stað annarra starfsmanna Sem viðbrögð við neikvæðri umræðu um sjálfboðaliða virðist færast í vöxt að kalla ólaunaða starfsmenn „starfsnema“. Starfsnemar eiga að vera í námi og ekki er ætlast til þess að þeir vinni einir eða beri ábyrgð, segir Dröfn. „Starfsnemar geta því aldrei komið í stað eða gengið í störf annarra starfsmanna. Langt í frá öll fyrirtæki geta tekið á móti starfsnemum og er eðlilegt að þau sem slíkt gera hafi viðeigandi viðurkenningu mennta- málayfirvalda. Það þarf að vera fyrir hendi faglærður leiðbeinandi sem hefur fengið þjálfun í leiðbeiningu nýliða. Það verður að vera fyrir hendi samningur milli viðkomandi skóla og fyrirtækis þar sem m.a. er tekið til tímalengdar samningsins, starfskjara nemans, trygginga og réttinda.“ Leitið til viðurkenndra vinnumiðlana Sumir atvinnurekendur hafa borið því fyrir sig að það sé erfitt að fá starfsfólk eins og atvinnuástandið er um þessar mundir. Dröfn nefnir í því sambandi að Vinnumálastofnun reki evrópska vinnumiðlun, EURES, sem hefur í gegnum tíðina miðlað fjölda fólks bæði í landbúnaðarstörf og ferðaþjónustu hér á landi. EURES veitir aðgang að starfsfólki frá öllu Evrópska efnahagssvæðinu sem telur í kringum 500 milljónir manns. Nánari upplýsingar Ítarefni um ráðningar starfsfólks og sjálfboðaliðastörf má meðal annars finna á vef Bændasamtakanna, bondi. is, og á vef Alþýðusambandsins, asi. is. Um árabil hafa Bændasamtök Íslands og samtök launþega gert með sér samninga um kaup og kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum. Bændasamtökin hafa hvatt félags- menn sína til að kynna sér vel á bondi. is þá kjarasamninga og reglur sem gilda hverju sinni og tryggja þannig að þessi mál séu í góðum farvegi. /TB Dæmi um auglýsingar á vefnum „Verk sem sjálfboðaliðinn þarf að sinna: Garðyrkja, passa börn, elda, sinna viðhaldi, vinna búverk, hjálpa til við húsverkin, aðstoða ferðamenn og vikunnar.“ Sjálfboðaliði óskast á tjaldsvæði: „Gistiaðstaðan er í tjaldi á tjaldsvæðinu. Við getum útvegað þér tjald og svefnpoka ef þú átt ekki slíkan búnað. Klósett- og sturtuaðstaða fyrir hendi sem þér er velkomið að nota. Frjáls aðgangur að þvottavél og geymslu. Þú færð morgunmat og hádegismat (aðallega samlokur og salat) á hosteli við hliðina á tjaldstæðinu. Á miðvikudögum borða starfsmennirnir heitan hádegismat saman. Að auki hefur þú aðgang að körfu með fötum og mat sem skilinn hefur verið eftir af gestum, í fínu lagi.“ „Mig vantar aðstoð við hefðbundið viðhald á býlinu, aðstoð með kindurnar og enskukennslu. Þú færð herbergi út af fyrir þig og að sjálfsögðu með rúmi. „Við erum með 36 mjólkandi kýr og 160 geldneyti. Að auki 2 hross, 60 tvo sjálfboðaliða í einu.“ Dröfn Haraldsdóttir. eftir sjálfboðaliðum á fjölmörgum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.