Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2016 Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá fyrirtækjafánar hátíðarfánar þjóðfána borðfána bannerar S: 5272600 - www.velavit.is Varahlutir - Viðgerðir Vélavit Sala Þjónusta Við sérhæfum okkur í JCB, Hydrema, Iveco, New Holland, Case og nú: Frakkland með rúmlega tvöfalda mjólkurfram- leiðslu á við Norðurlöndin Þrátt fyrir að síðasta ár hafi verið afar gott framleiðsluár á Norðurlöndunum og heildarfram- leiðslan hafi endað í 12,3 milljörð- um lítra þá er það hjóm eitt við hlið franskrar mjólkurframleiðslu. Franskir bændur einir framleiða nefnilega árlega um 25 milljarða lítra mjólkur og er landið sjöundi stærsti mjólkurframleiðandi í heiminum! Frönsk mjólkurframleiðsla er afar mikilvæg fyrir þarlendan efnahag og stendur undir miklum útflutningstekj- um landsins. Við mjólkurframleiðslu og -iðnað starfa í kringum 250 þúsund manns sem gerir atvinnugreinina þá næststærstu í landbúnaði, á eftir kjöt- framleiðslu. Síðastliðið ár hefur verið afar erfitt þegar horft er til mjólkur- framleiðslunnar í Frakklandi vegna lágs afurðaverðs en talin er hætta á að rúmlega þriðja hvert kúabú þurfi að loka vegna tapreksturs. 65 þúsund kúabú Fimm stærstu mjólkurframleiðslulönd Evrópusambandsins eru Þýskaland, Frakkland, Stóra-Bretland, Holland og Pólland en þessi lönd standa undir um 64% allrar mjólkurframleiðslu aðildarlandanna. Franskir kúabænd- ur framleiða árlega um 25 milljarða lítra mjólkur og eru einungis þýsk- ir kollegar þeirra með meiri fram- leiðslu. Sé þetta mjólkurmagn sett í samhengi má t.d. benda á að frönsk kúabú framleiða á rúmlega tveimur dögum ársframleiðslu íslenskra kúa- búa! Alls eru um 65 þúsund kúabú í landinu og er meðalbúið með um 55 mjólkurkýr. Afurðasemi kúnna er að jafnaði heldur lítil þegar horft er til helstu samkeppnislandanna en með- alnytin er að jafnaði um 7.000 lítrar á árskúna og framleiða kúabúin að jafnaði um 380 þúsund lítra árlega. Ótal móttökuaðilar mjólkur Það sem vekur athygli þegar mjólkur- iðnaðurinn í Frakklandi er skoðaður er hve margir aðilar vinna úr mjólk í landinu. Alls eru starfandi um 500 móttökuaðilar mjólkur og er því með- alinnvigtunin tæplega 50 milljónir lítra á hvern aðila. Þó gefur þessi tala ekki rétta mynd enda eru nokkr- ar afurðastöðvar með langstærsta hluta mjólkurmagnsins og taka rúm- lega 30 afurðastöðvar við um 60% mjólkurinnar að jafnaði. Reyndar er frönsk mjólkurframleiðsla nokkuð frábrugðin að uppbyggingu miðað við mjólkurframleiðsluna í öðrum löndum Norður-Evrópu og stór hluti af þeim fyrirtækjum sem starfa í úrvinnslu mjólkur í landinu er í einka- eigu. Þekktust þessara fyrirtækja eru stórfyrirtækin Danone og Lactalis, en bæði eru með starfsstöðvar víða um heim og eru umsvif þeirra í Frakklandi því einungis hluti starf- semi þeirra. Þau eru bæði það stór að þau teljast til stærstu afurðafyrirtækja í mjólkurvinnslu í heiminum og er einungis svissneska fyrirtækið Nestlé stærra en hin áðurnefndu frönsku fyrirtæki. Á listanum yfir 20 stærstu fyrirtæki í úrvinnslu mjólkur í heimin- um, metið út frá árlegri veltu, eru þau frönsku í sérflokki en auk Danone og Lactalis eru bæði fyrirtækin Sodiaal og Savencia á listanum og saman standa þessi fjögur fyrirtæki undir 23,4% af heildarveltu fyrirtækjanna á topp 20 listanum. Fimm bandarískar afurðastöðvar koma þar á eftir með 19,6% og svo Nestlé eitt og sér frá Sviss með 12,5%. Enn fleiri í úrvinnslunni Mjólkin fer til vinnslu hjá ótrúleg- um fjölda aðila, en alls eru skráðir um 1.250 framleiðsluaðilar mjólkur- afurða í Frakklandi. Þar af eru reynd- ar um fjórðungur sem er með afar lítið magn eða minna en 10 þúsund lítra árlega. Þessir aðilar eru flestir í sérostagerð en fyrir því er rík hefð í Frakklandi og úrval osta sem fram- leiddir eru í Frakklandi með því mesta sem þekkist í heiminum. 25.000 frönsk kúabú í hættu Eins og áður segir þá hefur lágt afurða- stöðvaverð í Evrópusambandinu nú leitt til þess að staða tugþúsunda kúabúa aðildarlandanna er gríðar- lega erfið og sér í lagi í Þýskalandi og Frakklandi. Svartsýnustu spárnar gera þannig ráð fyrir því að allt að 25 þúsund frönsk kúabú séu í verulegum vandræðum og að á aðeins fjórum árum muni þarlendum búum fækka úr 65 þúsund í 40 þúsund. Þannig er talið að það séu a.m.k. 5 þúsund kúabú sem eru rekin með stórfelldu tapi og að tapið nemi 12-13 krónum á hvert framleitt kíló mjólkur. Til við- bótar vantar annað eins svo búin hafi fyrir launum eigenda og afskriftum og því liggur fyrir að búin þola ástandið ekki mikið lengur. Eigi að koma í veg fyrir að þessi stóri hópur kúabúa fari í gjaldþrot vonast þarlendir bænd- ur eftir viðbótar stuðningi yfirvalda eða verulega hækkuðu afurðastöðv- averði, en á því eru taldar litlar líkur eins og staðan er í dag. Talið er að afurðastöðvaverðið þurfi að hækka um nærri 50% frá því sem nú er og fara í 40 evrusent eða um 54 krónur svo reksturinn geti borið sig. Þurfa að auka samvinnuna Í flestum löndum Evrópu hefur orðið vart við stóraukna samvinnu kúabúa síðustu árin. Þau skref hafa gert það að verkum að mörgum hefur tekist að mæta að hluta til lækkandi afurðastöðvaverði með lægri kostnaði t.d. við öflun aðfanga með aukinni samvinnu svo sem við fóðuröflun. Samvinna hefur ekki beint verið aðalsmerki franskrar mjólkurfram- leiðslu en nú er svo komið að margir framámenn franskra kúabænda telja að leið bændanna til móts við nýja tíma felist einmitt í aukinni samvinnu líkt og þekkist í mörgum öðrum lönd- um. Mótmæla allir sem einn Það má vel vera að franskir kúa- bændur séu ekki mikið fyrir það að vinna saman en þegar kemur að því að mótmæla hika þeir ekki við að standa saman. Þá fylkja þeir liði á dráttarvélum sínum og aka niður í borgir og bæi og vekja þannig athygli á málstað sínum. Oft gerist það einnig að þeir hella niður mjólk og ná slík- ar aðgerðir nánast umsvifalaust inn í helstu fjölmiðla. Þetta gerðist t.d. þegar fram komu hugmyndir um að heimila kúabú með fleirum en eitt þúsund kúm í þeim tilgangi að auka hagræði við mjólkurframleiðsluna. Þeim hugmyndum mótmæltu kúa- bændur víða um land og töldu vegið að þeim hefðum og gildum sem hafa verið í þarlendri mjólkurframleiðslu til þessa. Auk þess vildu þeir meina að slík bú hefðu umhverfismengandi áhrif og fleiri neikvæða þætti. Fóru þeir fram á að sett yrði þak á bústærð í landinu og að þá ætti að miða við að hámarki 500 kýr á hverju búi. Enn sem komið er eru þó ekki mörg frönsk kúabú sem hafa margar kýr og eru t.d. ekki nema 4% kúabúa landsins með fleiri en 100 kýr. Áhugaverð viðbrögð stjórnvalda Tíð mótmæli franskra kúabænda vegna lágs afurðaverðs hafa vakið verulega athygli í landinu og hafa nú stjórnvöld t.d. greitt út svokallaðar neyðarbætur til kúabænda landsins og nam upphæðin að jafnaði 7 þús- und evrum á hvert kúabú eða um 950 þúsund íslenskum krónum. Þá hafa Frakkar einnig breytt kröfum til upprunamerkinga bæði á kjöti og mjólkurvörum þess efnis að frá og með 1. janúar næstkomandi skulu allar vörur vera með skýrar upplýs- ingar um upprunaland þeirra. Þessi krafa hefur alls ekki farið vel í fyrir- tæki sem eru í innflutningi en bændur styðja auðvitað heilshugar við þessi áform og það sem er ekki minna athyglisvert er að frönsku neytenda- samtökin gera það einnig! Þessi ráð- stöfun ein og sér er talin að muni gera það að verkum að sala á matvælum sem upprunnin eru í Frakklandi muni aukast verulega og skila sér þannig beint og óbeint til þarlendra bænda. Þessi aðgerð gengur raunar þvert á grunnstoð Evrópusambandsins um hinn innri markað en Frakkar náðu þessu í gengum Evrópuþingið og hafa nú fleiri lönd fikrað sig í sömu átt og má þar nefna bæði Ítalíu, Portúgal og Litháen sem hafa tilkynnt til Evrópusambandsins að þau ætli að gera sambærilegar kröfur í þeim tilgangi að reyna nú að verja land- búnað sinn með kröfum um skýrar upprunamerkingar matvæla. Hvort þessi ráðstöfun muni ná að bjarga frönskum kúabændum skal ósagt látið en vissulega áhugaverð leið til þess að hvetja til kaupa á þarlendum matvælum. Helstu heimildir: Eurostat, Rabobank, IFCN og IDF Snorri Sigurðsson sns@seges. dk Ráðgjafi hjá SEGES P/S Danmörku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.