Bændablaðið - 21.07.2016, Qupperneq 47

Bændablaðið - 21.07.2016, Qupperneq 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2016 liklegur@internet.is ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI Hjörtur L. Jónsson Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 KROSSGÁTA Bændablaðsins Lausn á krossgátu í síðasta blaðiGERVIEFNI MORÐS MÝKJA GOGG RÓT UM-TURNUN GRIND MAR- FLATUR FLUTTI Á FLÍK AUMA BERJA FORM PRÝÐI- LEGUR HLAUP SNIÐ- GANGA TVEIR EINS SLITNA Í RÖÐ FUGL SPRIKLHÆSTUR TINDAR AÐGÆTIR VERKFÆRI BÚA UM TÍK VAG STRITA MÁLM- HÚÐA FURÐAKVÍÐI ÞÖKK BANDA- LAGS BORÐANDI BOGI BEIN SNÍKJUDÝR BERG- TEGUND ÁGENGUR ENDA- VEGGUR TVEIR EINS SKRÁ- SETJA FERÐ FOLD GLATA FEGRA HALLMÆLA VELTA GORT VIÐSKIPTI STAGL MJAKA HVOFTUR TVEIR EINS MAKA FÆGJA ÞJAKA SLÁ UM- HVERFISBRASKA LUMBRA SKYLDIR RÍKI Í MIÐ- AMERÍKU MÁLUÐ HRÍNA POTA 42 FRÍ HANGSA MJÖG SARG DUNDA YFIRRÁÐ GLÓÐA RSÓL-HRINGUR O S A B A U G U R EFUGL R L A UPPHEFÐKVEÐJA F R A M I KKJAFI L Ó H A G U R S O R F Æ R FUMSKRÁNING F Á T T ÞARMAR TVEIR EINS HÆRRA ÞANGAÐ TIL O F A R KRINGUM LOKKA L A Ð A SAMTÖKSKÓLA-MEISTARI TILLFÆR HAND- LAGINN FROÐA U G G U R LEYFI FLÓNRYSKINGAR A U L I KULNA FISKA TVEIR EINSGEIGUR S Ö G N FYRSTURBRJÁL F R U M ÍLÁTÁTT S K Á LSAGA K R FERÐBAUKA S K R I Ð SÆTI FRÁ- DRÁTTUR S T Ó L LGJALD-MIÐILL U N D FESTINGVESKI L Í M JAPLA MATAR- ÍLÁT M A U L A ANGARSÁR D UTANHÚSSLABB Ú T I MÁNUÐUR M A Í ÓNEFNDURÁ FÆTI N N LÚKA I Ú R T A K HÓFDÝRLYKT A S N I EINKARMJAKA A L LSÝNI K Ö L S K I GUSTATVÍHLJÓÐI K U L A HLJÓMRÁS Ó MDJÖFSI K A L T A VESÆLL K A ÓBUNDINN R L M A U U R S PÁPI BÆLA NIÐUR F K A Æ Ð F I A R ÚTUNGUN SRÍÐNI 41 Út að leika og líkamsrækt í leiðinni Í síðustu viku bauð Ellingsen mér að prófa kajak sem nefnist Triumph Angler á Hafravatni. Báturinn veitir nægt rými fyrir stangveiði án þess að missa sveigj- anleika, lipurð og hraða. Hann er tilvalinn fyrir veiðiklær sem vilja samt ekki gefa neitt eftir í gæðum. Stöðugur og gott að róa Báturinn sem ég prófaði er ætlaður fyrir einn mann og eftir að hafa feng- ið lánaðan kajakfatnað og björgunar- vesti var ekkert annað en að prófa. Veðrið var gott, nánast algjört logn. Þrátt fyrir nokkrar tilraunir við að rugga bátnum þurfti greinilega mikið til að hvolfa honum. Ef menn eru ákveðnir þá er það þó hægt! Það kom mér á óvart hversu fljótur ég var að ná töluverðri ferð á kajakn- um þrátt fyrir að það séu nokkur ár síðan ég reri síðast. Gott pláss er fyrir veiðistöng í kajaknum og má maður hreyfa sig töluvert án þess að eiga á hættu að velta. Kajakinn sem ég prófaði var án stýris og kostar þá 219.990 kr. Með stýri kostar hann 249.990 kr. Sjálfur mæli ég heldur með kajökum með stýri. Þyngd 29 kg Breidd 75 cm Lengd 409 cm Burðargeta 160 kg Verð 249.990 kr. (með stýri) Helstu mál og upplýsingar 70% fólks á aldrinum 15–34 ára er virkt á vinnumarkaði: Há slysatíðni hjá íslenskum ungmennum Á heimasíðu Starfsgreina- sambandsins frá því 12. apríl síðastliðinn má lesa frétt um nýútkomna samantekt um slys og slysahættu ungmenna á Norðurlöndunum. Skýrslan var unnin með styrk frá Norðurlandaráði en þar eru teknar saman upplýsingar frá Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Íslandi. Það er hins vegar einkennandi að ekki er til greinargóð tölfræði hér á landi um andleg vandamál tengd vinnu, hausverk, húðvandamál, álag á stoðkerfi og svo framvegis. Það er því knýjandi að vinna frekari rannsóknir hér á landi um aðbún- að og hollustuhætti ungs fólks á vinnumarkaði. Þátttaka ungs fólks hér á landi er mun meiri en í nágrannalöndunum, en 70% fólks á aldrinum 15–34 ára er virkt á vinnumarkaði hér á meðan hlut- fallið er 42% í Svíþjóð. Ísland er eftirbátur hinna Norðurlandaþjóðanna Við lestur samantektarinnar kemur í ljós að lítið er til af upplýsingum frá Íslandi um slys og slysahættu yngri kynslóðanna. Af því litla sem til er mátti m.a. lesa að næstum helmingi hærri slysatíðni er á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin. Íslensku ung- mennin byrja almennt yngri í vinnu og vinna lengri vinnudag. Forvörnum er mjög ábótavant hér á landi en í samantektinni fær Finnland hrós fyrir góðan árangur. Það sem skiptir höfuðmáli í því samhengi er örygg- iskennsla í finnskum skólum áður en þátttaka á vinnumarkaði hefst. Við lestur samantektarinnar er sláandi hversu lélegar upplýsingar eru frá Íslandi, en megnið af íslensku upp- lýsingunum er frá árinu 2007 þegar nýjar og uppfærðar upplýsingar eru frá hinum Norðurlöndunum. Nánar má lesa um samantektina á heima- síðu Starfsgreinasambandsins í frétt frá 12. apríl á vefsíðunni www. sgs. is. Bréf frá Vinnueftirlitinu Útdráttur úr bréfi sem Vinnueftirlitið sendi frá sér í vor til fyrirtækja sem málið varðar: „Í skrá Vinnueftirlitsins fyrir árin 2010–2015 kemur fram að vinnu- slys meðal ungs fólks eru algeng en á þessu tímabili voru 420 vinnu- slys tilkynnt hjá 18 ára og yngri. Vinnueftirlitið vill því vekja athygli á reglugerð nr. 426/1999 um vinnu barna og unglinga en hún nær til vinnu einstaklinga undir 18 ára aldri. Í reglugerðinni er fjallað ítarlega um hvaða störf mismunandi hópar mega vinna og ekki vinna þótt sú upptaln- ing sé ekki tæmandi. Vakin er athygli á að ungmenni undir 18 ára aldri mega ekki vinna með hættuleg tæki eða að hættulegum verkefnum, sbr. 10. gr. og viðauka. Í reglugerðinni er einnig fjallað um áhættumat, leið- beiningar og kennslu, vinnutíma, kvöld- og næturvinnu og hvíldartíma. Hægt er að nálgast reglugerðina á heimasíðu Vinnueftirlitsins á vefsíð- unni: www. vinnueftirlit.is.“ Sending SMS-skilaboða og akstur vinnuvéla fara ekki vel saman. Fljótur að ná góðum hraða.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.