Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 9
9Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2016 Samkeppniseftirlitsins sýni að þetta er að öllu leyti rangt hjá MS. Gögn frá KS sýna að hið öndverða gerðist. KS hætti framleiðslu á fram- legðarlágum vörum og jók fram- leiðslu á framlegðarháum vörum, meðal annars rifosti. Þegar litið er til heildaráhrifa má sjá að framlegð KS varð mun meiri en MS á rann- sóknartímabilinu. Engin þörf var á að bæta KS upp framlegðartap. Helsta réttlæting MS á aðgerðum sínum byggist því á röngum stað- hæfingum um staðreyndir málsins að mati eftirlitsins. MS aldrei leynt upplýsingum Þessu er mótmælt í fréttatilkynningu Mjólkursamsölunnar og þar segir að árétta beri að MS hefur hvorki fyrr né síðar leynt nokkrum þeim upplýsingum eða gögnum sem Samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir. Í máli þessu var frá öndverðu upplýst um samstarf MS og KS. Ályktanir Samkeppniseftirlitsins um þetta eru því ekki á rökum reistar. Í tilkynningu MS segir jafnframt um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að fyrirtækinu sé gert að greiða 440 milljóna króna vegna brots gegn 11. gr. samkeppnislaga að með hlið- sjón af atvikum málsins telji MS að fjárhæð sektarinnar sé í engu samræmi við eðli hins meinta brots. Jafnframt segir að MS hafði engan ásetning um hið meinta brot. Fyrirtækið hefur ávallt, vegna undanþáguheimildar búvörulaga, lagt ríka áherslu á að starfa í hvívetna í samræmi við samkeppnislög, þegar ákvæði þeirra eiga við, og eiga með reglubundnum hætti samtal við Samkeppniseftirlitið um markaðsfærslur sínar. C-SHIFT útgáfan er búin rafskiptingu á öllum gírum. Engin eiginleg gírstöng og aldrei þarf að kúpla til þess að skipta um gír. Við bjóðum nú takmarkaðan fjölda DEUTZ-FAHR Agrotron 6150.4 á sérstöku kynningarverði. Kr. 13.500.000,- án VSK Allt þetta og meira til á sérstöku kynningarverði: 4 strokka, 4 lítra DEUTZ mótor 120 L/mín Load Sensing vökvadæla 153 hö, 605 Nm Power Beyond vökvatengi C-SHIFT rafskipting, 6 gírar, 4 milligírar Rúmgott og glæsilegt hús með loftkælingu Sjálfskiptimöguleikar Farþegasæti og drykkjakælir Skriðgír 4 hraða aflúrtak (540/540e/1000/1000e) Aðgerðaminni Lyftigeta á afturbeisli: 9.200 kg. Fjaðrandi framhásing og fjaðrandi hús Dekkjastærð: 540/65R24 að framan, 600/65R38 að aftan. 50 km/klst aksturshraði Stoll FZ45 ámoksturstæki með dempara, vökvaskóflulás, 3 sviði og 2,40 m Heavy Duty Skóflu. Helsti búnaður: Aukabúnaðu r á mynd: Fra mlyfta og fra maflúrtak DEUTZ-FAHR Agrotron 6150.4 C-Shift - sívinsæl og klassísk dráttarvél ÞÓR FH REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is viðskiptunum. Ef KS og Mjólka II hefðu þurft að borga sama verð og keppinautar þeirra fyrir hrámjólk frá MS þá hefði hráefniskostnað- ur þeirra verið um 239 milljónum kr. hærri en ella á árunum 2008 til ársins 2013. Til stuðnings því að aðgerðir MS hafi ekki raskað samkeppni hefur félagið ítrekað haldið því fram að Mjólka I hafi verið mjög illa rekin og það sé ástæða þess að eigendur félagsins seldu það til KS á árinu 2009. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er hins vegar sýnt fram á að ef framleiðsludeild MS hefði staðið frammi fyrir sama hráefnisverði og Mjólka I þá hefði sú starfsemi MS verið rekin með umtalsverðu tapi. Gert til að veikja Mjólku I Ný gögn sýna, að mati Sam- keppniseftirlitsins, að salan á hrá- mjólk á hinu lága verði til KS var aðgerð sem miðaði að því að veikja Mjólku I sem keppinaut eða koma félaginu út af markaði. Mjólka I hafði náð nokkrum árangri í að selja rifost og veitt að því leyti nokkra samkeppni. MS og KS ákváðu að KS skyldi einbeita sér að framleiðslu á rifosti í samkeppni við Mjólku I og fengi félagið hrámjólkina á hinu lága verði. Þegar MS síðan hækkaði verulega verð á hrámjólk til Mjólku I um mitt ár 2009, en verðið til KS og MS sjálfrar stóð í stað, hrökklaðist Mjólka I út af markaði og KS tók fyrirtækið yfir. Þegar samkeppnisaðhaldinu frá Mjólku I var þannig lokið skipulagði MS hækkun á rifosti og var ágóða af þeirri hækkun skipt á milli MS og KS, segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.