Bændablaðið - 21.07.2016, Page 9

Bændablaðið - 21.07.2016, Page 9
9Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2016 Samkeppniseftirlitsins sýni að þetta er að öllu leyti rangt hjá MS. Gögn frá KS sýna að hið öndverða gerðist. KS hætti framleiðslu á fram- legðarlágum vörum og jók fram- leiðslu á framlegðarháum vörum, meðal annars rifosti. Þegar litið er til heildaráhrifa má sjá að framlegð KS varð mun meiri en MS á rann- sóknartímabilinu. Engin þörf var á að bæta KS upp framlegðartap. Helsta réttlæting MS á aðgerðum sínum byggist því á röngum stað- hæfingum um staðreyndir málsins að mati eftirlitsins. MS aldrei leynt upplýsingum Þessu er mótmælt í fréttatilkynningu Mjólkursamsölunnar og þar segir að árétta beri að MS hefur hvorki fyrr né síðar leynt nokkrum þeim upplýsingum eða gögnum sem Samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir. Í máli þessu var frá öndverðu upplýst um samstarf MS og KS. Ályktanir Samkeppniseftirlitsins um þetta eru því ekki á rökum reistar. Í tilkynningu MS segir jafnframt um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að fyrirtækinu sé gert að greiða 440 milljóna króna vegna brots gegn 11. gr. samkeppnislaga að með hlið- sjón af atvikum málsins telji MS að fjárhæð sektarinnar sé í engu samræmi við eðli hins meinta brots. Jafnframt segir að MS hafði engan ásetning um hið meinta brot. Fyrirtækið hefur ávallt, vegna undanþáguheimildar búvörulaga, lagt ríka áherslu á að starfa í hvívetna í samræmi við samkeppnislög, þegar ákvæði þeirra eiga við, og eiga með reglubundnum hætti samtal við Samkeppniseftirlitið um markaðsfærslur sínar. C-SHIFT útgáfan er búin rafskiptingu á öllum gírum. Engin eiginleg gírstöng og aldrei þarf að kúpla til þess að skipta um gír. Við bjóðum nú takmarkaðan fjölda DEUTZ-FAHR Agrotron 6150.4 á sérstöku kynningarverði. Kr. 13.500.000,- án VSK Allt þetta og meira til á sérstöku kynningarverði: 4 strokka, 4 lítra DEUTZ mótor 120 L/mín Load Sensing vökvadæla 153 hö, 605 Nm Power Beyond vökvatengi C-SHIFT rafskipting, 6 gírar, 4 milligírar Rúmgott og glæsilegt hús með loftkælingu Sjálfskiptimöguleikar Farþegasæti og drykkjakælir Skriðgír 4 hraða aflúrtak (540/540e/1000/1000e) Aðgerðaminni Lyftigeta á afturbeisli: 9.200 kg. Fjaðrandi framhásing og fjaðrandi hús Dekkjastærð: 540/65R24 að framan, 600/65R38 að aftan. 50 km/klst aksturshraði Stoll FZ45 ámoksturstæki með dempara, vökvaskóflulás, 3 sviði og 2,40 m Heavy Duty Skóflu. Helsti búnaður: Aukabúnaðu r á mynd: Fra mlyfta og fra maflúrtak DEUTZ-FAHR Agrotron 6150.4 C-Shift - sívinsæl og klassísk dráttarvél ÞÓR FH REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is viðskiptunum. Ef KS og Mjólka II hefðu þurft að borga sama verð og keppinautar þeirra fyrir hrámjólk frá MS þá hefði hráefniskostnað- ur þeirra verið um 239 milljónum kr. hærri en ella á árunum 2008 til ársins 2013. Til stuðnings því að aðgerðir MS hafi ekki raskað samkeppni hefur félagið ítrekað haldið því fram að Mjólka I hafi verið mjög illa rekin og það sé ástæða þess að eigendur félagsins seldu það til KS á árinu 2009. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er hins vegar sýnt fram á að ef framleiðsludeild MS hefði staðið frammi fyrir sama hráefnisverði og Mjólka I þá hefði sú starfsemi MS verið rekin með umtalsverðu tapi. Gert til að veikja Mjólku I Ný gögn sýna, að mati Sam- keppniseftirlitsins, að salan á hrá- mjólk á hinu lága verði til KS var aðgerð sem miðaði að því að veikja Mjólku I sem keppinaut eða koma félaginu út af markaði. Mjólka I hafði náð nokkrum árangri í að selja rifost og veitt að því leyti nokkra samkeppni. MS og KS ákváðu að KS skyldi einbeita sér að framleiðslu á rifosti í samkeppni við Mjólku I og fengi félagið hrámjólkina á hinu lága verði. Þegar MS síðan hækkaði verulega verð á hrámjólk til Mjólku I um mitt ár 2009, en verðið til KS og MS sjálfrar stóð í stað, hrökklaðist Mjólka I út af markaði og KS tók fyrirtækið yfir. Þegar samkeppnisaðhaldinu frá Mjólku I var þannig lokið skipulagði MS hækkun á rifosti og var ágóða af þeirri hækkun skipt á milli MS og KS, segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.