Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2016 Veröld í vanda Umræða um umhverfismál á breiðum grunni sem höfðar til almennings hér á landi hefur aldrei náð að verða kröftug og því full ástæða til að fagna hverju nýju blómi sem þar springur út. Á enga held ég sé hallað þó að tvö nöfn séu nefnd sem merkisberar þessar- ar umræðu hérlendis. Hjörleifur Guttormsson á ritvellinum og Stefán Gíslason í útvarpi. Fyrir áratug hóf Bók mennta- félagið útgáfu á sérstökum bóka- flokki um þessi mál. Þessi útgáfa hefur verið undir styrkri stjórn Trausta Jónssonar veðurfræðings. Í ársbyrjun voru komnar út fjórar bækur í þessum bókaflokki, hver annarri meiri úrvalsrit. Nú í sumarbyrjun kom síðan fimmta bókin út. Heitir hún Veröld í vanda og er höfundurinn Ari Trausti Guðmundsson. Bókin er allumfangs- mikil, fast að 300 síður. Um þessa bók er ætlun mín að fara örfáum orðum hér á eftir. Endurvakið bókarform Ari segist með þessari bók gera til- raun til að vekja nýtt bókarform hér á landi, umræðubækur (debattböker). Þetta bókarform á sér hins vegar áratuga sögu á Norðurlöndunum og hefur slík bókaútgáfa og umræð- ur í kjölfar þeirra oft haft talsvert mótandi áhrif á þjóðfélagsumræðu í þessum löndum. Mögulega hafa slíkar bækur ekki náð lestri hér vegna þess að Íslendingum er tam- ast að taka flestar stærri ákvarðanir sínar með hundasundsaðferðum en ekki grunnskoðun málanna. Frá tíma okkar Ara og Trausta í Noregi um og uppúr 1970 þegar slík bókaútgáfa blómstraði þar mjög má minna á bækur Georg Borgström, umhverf- is- og heimspekirit Arne Næs og MIT skýrsluna svo aðeins séu nefnd rit sem varanlega mótuðu upphaf víðtækrar umhverfisumræðu þar í landi. Tækist að koma á slíkri bóka- útgáfu hérlendis yrði það veruleg þjóðarbót. Umhverfisumræða í víðu samhengi Í bókinni fer Ari mjög vítt um völl. Víkur nánast að umhverfisumræðu á flestum sviðum þjóðfélagsins. Hann skrifar þarna mjög læsilegan stíl og skilur lesendur eftir með óteljandi umhugsunarefni að lestri loknum. Að mínu viti er efnismeðferðin hins vegar alltof breytileg. Þegar verst lætur fæ ég grun um að hann hafi gert lítið meira en hresst upp á eitt- hvert gamalt handrit að sjónvarps- þætti sem hann hefur áður flutt en ekki tímt að henda. Á miklu fleiri stöðum er umfjöllun hins vegar mjög skipuleg og Ari miðlar gríðarlega mikilli þekkingu til lesenda. Í heild þykja mér efnistökin í fyrri hluta bókarinnar snöggtum lakari en í síðari hlutanum þar sem Ari nær víða frábærum sprettum að mínu viti. Ástæða er til að taka fram að ég tel mig þekkja það til Ara og fyrri skrifa hans og veit að þegar honum tekst best upp fara fæstir í fötin hans í þeim efnum. Með það í huga er þetta skrifað. Vonbrigðin með kafla þar sem ég veit að hann hefði getað gert miklu betur verða því talsverð. Landbúnaður og sjávarútvegur Af fjórtán köflum bókarinnar helgar hann hvor sinn kaflann landbúnaði og sjávarútvegi. Að mínu viti hefði hann betur látið það ógert. Það er vegna þess að báðar þessar greinar byggja á samspili manns og nátt- úru. Að geta gefið nokkurt réttmætt yfirlit um umhverfismál í tengslum við þessar umfangsmiklu greinar getur því aldrei orðið nema kák með örstuttum greinum. Til þess þyrfti fólk sem hefði óvanalega yfirsýn, yfirsýn sem Ara greinilega vantar að hluta. Vegna mjög takmarkaðrar umræðu um umhverfismálin í tengsl- um við þessar undirstöðugreinar er mér til efst að nokkur einn einstak- lingur hérlendis búi yfir slíkri þekk- ingu. Henni verður aðeins komið á svið með samvinnu fleiri aðila. Það sem til viðbótar hefur til þessa háð því hvað mest að slík umræða þróaðist hér á landi er sú árátta alltof margra mikilla sérfræðinga á ákveðnum þröngum sviðum innan þessara greina að fara að fimbul- famba og álykta langt út fyrir sitt sérsvið um efni innan greinanna sem þeir oftast upplýsa um leið að þeir hafa mjög takmarkaða þekkingu á. Frá þessum óvana verða menn að vinna sig til að umræða geti skilað árangri. Loftslagsmál og fólksfjölgun Þó að Ari fari vítt um völl í þessari bók sinni eru viss meginatriði sem mér finnst hann horfa nánast alveg framhjá eða skauta létt yfir áhrifin af. Þarna á ég við annars vegar loftslagsmálin og hins vegar fólksfjölgunarvandamálin. Það er áreiðanlegt að við þurfum ekki að lifa nema rúman áratug enn þar til loftslagsmálin verða orðin hinn ráð- andi málaflokkur heimsumræðunn- ar. Að horfa nánast alveg fram hjá því hve fólksfjölgunarvandamálið er enn stór þáttur á mörgum heims- svæðum er viss barnaskapur. Þessir tveir þættir í sameiningu munu innan áratugar leiða af sér flótta- mannastrauma þar sem þeir sem valdið hafa víða áhyggjum á síðustu misserum eru barnaleikir í saman- burði það sem þá verður. Munum það að flest umhverfisvandamálin þekkja ekki landamæri. Að ræða landbúnaðar- og sjávarútvegsmál án tengsla við áhrif þessara tveggja þátta saman er ofureinföldun. Fæðuöflun mannkyns á næstu ára- tugum er ekki horfið vandamál, það er mikill misskilningur. Eitt af því sem Ari gerir nokkuð af er að skýra hið tiltölulega flókna ákvarðatökuferli sem Íslendingum hefur tekist að byggja upp í mörgum málaflokkum sem tengjast umhverfismálum þó að dugnaðinn til að vinna að sama skapi að slíkum málunum skorti yfirleitt alltaf. Nú játa ég mig vanvita í slíkum stofnanaflækjum. Það vakti því mikla undrun að sjá Ara ræða um RALA á síðu 72 í bókinni. Stofnun sem borin var til grafar fyrir meira en áratug. Vonandi er þetta undantekning því að nokkuð dregur það úr gildi upplýsinganna sem hann telur sig þarna draga saman sé mikið um hliðstæðar villur. Vanþekking mín á stofnanauppbyggingu kerfisins gerir mig vanhæfan um að meta það. Nokkrar misráðnar nýjungar Í bókinni eru nokkrar nýjungar hjá Ara sem gera bókina frábrugðna mörgum öðrum bókum. Ljóðakveðskap sínum dreifir hann á milli bókarkafla og gefur það bókinni ferskan blæ því að margt af því sem Ari gerir á því sviði er lipurlega gert þó að vegurinn til Nóbelsverðlauna á því sviði sé áreiðanlega langur. Önnur nýbreytni er að hann kallar ýmsa þekkta aðila víða að úr þjóðfélaginu til að bregðast við hverjum kafla bókarinnar. Þetta eru yfirleitt snotrir stílar á bilinu 1–2 síður og meirihluti þeirra frekar pappírssóun (aukinn umhverfisvandi) en að þeir bæti nokkru við bókina. Á því eru samt undantekningar. Sigrún Helgadóttir skrifar frábæran pistil eftir 11. kaflann og það á einnig við um pistil Guðmundar Halldórssonar eftir 6. kafla. Ástæða er líka til að benda lesendum á að lesa pistilinn á eftir 13. kafla til að sannreyna hverskonar nátttröllatrú er enn að finna á meðal hluta fjármálaspekúlanta hér á landi. Ari nefnir einnig í formála að hann hafi ákveðið tvær nýjungar í þessari bók sinni, báðar að mínu viti jafn afkáralegar og skemma bókina umtalsvert að mínu viti. Annað er það að birta engar töflur í bókinni. Allir sem lesið hafa eitthvað um þessi efni þekkja það að margoft þarf að bera saman eða skoða í samhengi margskonar niðurstöður mælinga og rannsókna. Yfirlit um slíkt er alla jafna lang- samlega best að lesa í töflum. Slíkar upptalningarunur í bókartexta eru oftast langar og leiðinlegar og spilla honum oftar en ekki. Hitt atriðið er að hann birtir engar skýringarmyndir með text- anum. Hvar hann hefur fengið þessa fráleitu hugmynd væri fróðlegt að vita. Hinir stóru ferlar í náttúrunni eru mjög margir jafnvægis- eða hringferlar og þeir verða held ég flestum miklu skýrari á myndrænu formi en löngum texta. Þó að eitt og annað hafi verið að bókinni fundið, sem er enn sárara að sjá í ljósi þess hvaða snillingur hélt um pennann, hlýt ég að hvetja alla lesendur til að lesa þessa bók. Að heildargæðum stenst hún ekki samanburðinn við fyrri bækur bókaflokksins. Hún er hins vegar stútfull af upplýsingum og spurn- ingum. Þess vegna á hún að geta orðið frjósamur umræðugrunnur í þessum mikilvægasta málaflokki samtímans. Það mun það sem henni er öðru fremur ætlað. / Jón Viðar Jónmundsson Út er komin glæsileg bók undir nafn- inu Fjöllin í Grýtubakkahreppi. Höfundur er Hermann Gunnar Jónsson, sjómaður á Grenivík, en Bókaútgáfan Hólar er útgefandi. Þetta er föngulegt rit þar sem lýst er ferðum Hermanns á nánast alla fjallatinda og fjallaskörð á Gjögraskaga. Hermann hefur með þessu ritverki opnað fyrir mönnum bæði stórgerða og smágerða fegurð óbyggðanna austan Eyjafjarðar og vestan Flateyjardals. Þessu hlut- verki gegna ekki síst 259 fallegar og vel valdar ljósmyndir. Efni bók- arinnar er tvískipt. Annars vegar lýsir Hermann fjallaverkefni sínu er hann í landlegum hóf að ferð- ast um fjöllin í heimabyggð sinni. Þetta er eins konar dagbók um ferðir Hermanns síðastliðin ár. Hins vegar eru nákvæmar gönguleiðalýsingar á fjöllin á svæðinu, oft aðrar leiðir en þær sem lýst er í fjallaverkefninu. Öllum þessum landlýsingum fylgja mjög góð landakort með örnefn- um og einnig GPS-upplýsingar um vegalengd og hækkun leiðanna. Texti Hermanns er lipur og fellur vel að myndum og kortum. Hann hefur með þessu ritverki skipað sér í raðir eyfirskra rithöfunda. Það er merkilegt að fylgjast með því hvernig sjómaðurinn stígur á land og hoppar síðan á hæstu fjallatoppana. Maður hefði fremur búist við að hann héldi sig við ströndina og láglendið, en Hermann hefur greinilega viljað takast á við erfiðara og meira ögr- andi verkefni og hann leitaði upp brekkurnar til fjalla. Sjómaðurinn Hermann Gunnar frá Hvarfi í Bárðardal breytist þá í landkönnuð og rithöfund. Þetta minnir á það er verkamaðurinn Tryggvi Emilsson á áttræðisaldri lagði frá sér hakann og skófluna, skrifaði æviminningar og varð skyndilega eftirtektarverður rithöfundur. Á sama hátt afklæðist Hermann á besta aldri sjóklæðunum, reimar á sig gönguskóna, setur upp bakpokann, hverfur til fjalla og breyt- ist í landkönnuð og rithöfund. Við Hermann þekkjum vel þá gleðitilfinningu sem það getur veitt manni að standa á tindinum og horfa yfir fegurð landsins til allra átta. Oft hugsar maður til þess með eftirsjá að maður sé líklega einn að njóta stór- kostlegrar fegurðar margra ferkíló- metra – fleiri mættu vera á fjöllum og njóta fegurðarinnar. Reyndar kemur í ljós við lestur bókarinnar að Hermann hefur verið einn í flestum ferðunum sem hann lýsir. Það er kannski ekki til fyrirmyndar, en hefur sem betur fer gengið slysalaust Þessa bók þurfa allir íbúar Grýtubakkahrepps að eignast eða glugga í. Hún á reyndar erindi við miklu fleiri en íbúa þess svæðis vegna þess að lýsingarnar gagnast ekki síður aðkomumönnum sem eru ókunn- ugir svæðinu og vilja skoða landið gangandi, og þeim fer ört fjölgandi. Við væntum þess að Hermann láti ekki staðar numið hér heldur skrifi meira um fjöll og firnindi af sömu frásagnargleði, einlægni og áhuga og hann hefur gert í þessari nýútkomnu bók. Hermann Gunnar og Bókaútgáfan Hólar: Til hamingju með fallegt bók- verk. / Bjarni E. Guðleifsson Fjallgöngur á Gjögraskaga Mynd / Bjarni E. Guðleifsson Ný bók að vestan fyrir erlenda ferðamenn: Hvernig eiga erlendir gestir að haga sér á Íslandi? Ný bók á ensku eftir séra Vigfús Ingvar Ingvarsson á Egilsstöðum, er komin út hjá Vestfirska forlaginu. Nefnist hún Travelling Safely in Iceland - Hearing the Land Speak. Í henni er margvíslegur fróðleikur fyrir erlent ferðafólk. Áhersla er lögð á sérstöðu Íslands sem ferðamannalands og þær áskoranir sem fylgja því að ferðast um landið – breytileg og stundum óblíð veðrátta, vegakerfi af misjöfnu tagi og ýmsar hættur og hindranir. Mörg alvarleg slys á erlendum ferðamönnum hérlendis tengjast einmitt ókunnugleika á aðstæðum. Höfundur hefur nokkuð fengist við leiðsögn erlendra ferðamanna og gert sér far um að tala við þá og heyra sjónarmið þeirra Hrífandi náttúra Íslands er kynnt og leiðbeint er um umgengni við hana og grein gerð fyrir nokkrum sérkennum íslenskrar menningar og mannlífs. Í lokakaflanum er svo fjallað um íslenskt mál. Þar eru allmörg orð eða orðstofnar sem koma oft fyrir í örnefnum, útskýrð í máli og myndum. Dæmi: Lækjargata. Hvers vegna ber gatan það nafn? Þá er fjallað um ýmis skilti við veginn. Auk margvíslegra hagnýtra upplýsinga fyrir ferðafólk er í bókinni leitast við að fræða um tengsl náttúru, þjóðar og tungu hérlendis. Gamansamar og lýsandi teikningar eftir Ómar Smára Kristinsson greiða efninu leið til lesenda. Í stuttu máli: Hvernig eiga erlendir gestir að haga sér á Íslandi? Hagnýt ráð og leiðbeiningar á einu bretti. Bók sem líklega á sér ekki hliðstæðu á íslenskum bókamarkaði í dag. Í henni er að finna í samþjöppuðu formi nánast allt sem erlendur ferðamaður þarf að vita um Ísland áður en hann leggur land undir fót. Hér er ekki fjallað um peninga. Né hvernig á að græða sem mest á ferðamönnunum. Sennilega hefðu margir Íslendingar einnig gott af að kynna sér þessa handhægu bók. Bækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.