Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2016 Líf og starf Tónleikar á 7 stöðum á 7 dögum Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson og hljómsveitin hans, Ritvélar framtíðarinnar, ætla að leggjast í útlegð þegar þau keyra hringinn í kringum landið og halda tónleika á 7 stöðum á 7 dögum dagana 22.–28. júlí. Flestir tónleikarnir verða í göml- um og góðum félagsheimilum en einnig verða haldnir tónleikar í fallegu skógarrjóðri í Mosskógi í Mosfellsdal. „Við erum að fara þessa tónleika- röð núna helst til að fagna sumrinu. Ég hef verið erlendis og það er gott að koma aftur. Ritvélarnar fara reglu- lega á kreik og það er gaman að taka stutta túra sem þessa. Persónulega langaði mig til að prófa að túra um landið að sumri og í stað þess að spila á hefðbundnum tónleikastöðum að vera frekar í félagsheimilum, nálægt tjaldstæðum og sumardvalarsvæðum. Ná svona algjörri sumarbombu. Við erum líka með safnplötu í höndun- um sem inniheldur helstu lög sem hafa farið í spilun. Einnig efni sem hefur farið í spilun en ekki komið út á plötu. Við ætlum að selja þessa plötu á tónleikunum,“ útskýrir Jónas og aðspurður um þema ferðarinnar 7 sinnum 7 svarar hann: „7x7 er alltaf undirliggjandi stef í öllu hjá mér. Í einu laginu mínu, „Þessi endalausi vegur endar vel“, er einmitt fjallað um eilífðina. Við mennirnir erum alltaf að reyna að staðsetja okkur í tíma. Við eigum mjög erfitt með eilífðina og flestir forðast að hugsa um hana í heild sinni enda eilífðin líklega ansi lang- ur tími. Sjö er hinsvegar tala Guðs í mörgum mismunandi trúarbrögðum og er gegnumgangandi í Biblíunni. Guð skapaði heiminn á 6 dögum og hvíldi á þeim sjöunda. Grunntónar 12 tóna kerfisins í tónfræði sem vest- ræn tónlist byggir á eru 7. Talan sjö er gjarnan kennd við Krist og orku Krists og svona mætti lengi telja. Þar af leiðandi hlýtur 7x7 að vera ein- hvers konar táknmynd eilífðarinnar. Guðdómlegrar eilífðar. Sem við viljum minna fólk á og fagna um leið að við erum heppin að fá að upplifa það að vera á þessari vegferð. Á þessum endalausa vegi. Sem endar vel.“ Hægt er að nálgast miða á tón- leikana á midi.is en tónleikastaðirnir eru þessir: Félagsheimilið Fjarðarborg á Borgarfirði eystri 22. júlí - Félagsheimilið Hvammstanga 23. júlí - Menningarhúsið Berg á Dalvík 24. júlí - Félagsheimilið Brúarás í Borgarfirði 25. júlí - Mosskógur í Mosfellsdal 26. júlí - Félagsheimilið Gunnarshólmi í Landeyjum 27. júlí - Félagsheimilið Flúðum 28. júlí. Mynd / Daníel Starrason Málmsteypunámskeið á Seyðisfirði Í Tækniminjasafninu á Seyðisfirði verður boðið upp á grunnnámskeið í málmsteypu og gerð steypumóta um næstu helgi. Nemendur bræða málma og steypa hluti úr tini og bronsi. Guðmundur Sigurðsson leið- beinir áhugasömum og gefur þeim kost á að steypa smáhluti eftir fyr- irmyndum sem þeir koma með. Guðmundur er reyndur leiðbeinandi og umsjónarmaður smiðju sem rekin er á Akranesi af Félagi íslenskra eldsmiða og Byggðasafninu í Görðum. Námskeiðið, sem er alls 10 klukkustundir, hefst föstudaginn 22. júlí kl. 13 í Tækniminjasafninu á Seyðisfirði og lýkur á sunnudaginn. Verð kr. 20.000. Allt efni er inni- falið. 25% afsláttur er fyrir yngri en átján ára í fylgd fullorðinna. Málverkasýning í Ólafsdal við Gilsfjörð: Dalablóð Á sýningunni „Dalablóð“ fjallar Guðrún Tryggvadóttir um formæður sínar í beinan kvenlegg, þær sem fæddust og bjuggu í Dalasýslu og hinar sem fluttust suður. Samtals ellefu kynslóðir. Markmið Guðrúnar er að tengjast formæðrum sínum, skapa þær með því að mála þær og gefa þeim þannig möguleika á að hitt- ast án þess að tíminn geti skilið þær að. Leyfa þeim að horfast í augu og skoða hvað þær eiga sameiginlegt og hvað jarðneskt líf snýst raunverulega um. Afrakstur þessa tímaflakks verður að sjá í sex herbergjum á 2. hæð skólahússins í Ólafsdal nú í sumar. Sýningin verður opnuð þann 23. júlí kl. 14.00 og lýkur 14. ágúst. Guðrún segir um sýninguna að hún fjalli um formæður sínar í beinan kvenlegg, þær sem fædd- ust og bjuggu í Dalasýslu og hinar sem fluttust suður. „Þar sem ég hef enga persónulega minningu sem tengist Dalasýslu beint hefur það verið ævintýri að fara á heimaslóðir formæðra minna og setja mig í þeirra spor, vinna úr reynslunni og mála þær síðan á staðnum, í Dölunum. Markmiðið var að tengjast for- mæðrum mínum í anda og efni og reyna að bera okkur saman eða sameina okkur. Finna einhvern þráð sem mig vantar og mér finnst áhugaverður í leit minni að sjálfri mér og eðli mannlegs lífs. Afrakstur þessa ferðalags um tímann má sjá í sex herbergjum á 2. hæð skólahússins í Ólafsdal þar sem ég stilli upp formæðrum mínum og mér og dóttur minni, hverri á móti annarri og skapa okkur þannig aðstæður fyrir fjöl- skyldufund, hljóðlátt samtal um lífið sjálft, tilgang þess, andann og efnisheiminn og gleðina yfir því að fá að vera þátttakendur í því að halda lífinu áfram með sífelldri endurnýjun.“ Nýr Náttúrufræðingur Nýtt hefti af Náttúrufræðingnum er komið út. Forsíðugreinin er að þessu sinni um rannsókn sem gerð var í Stykkishólmi á ólíkum aðferðum til að hefta útbreiðslu lúpínu. Greinin nefnist „Áhrif sláttar og eitrunar á lúpínubreiður og gróðurfar“. Lúpína var fyrst nýtt hér á landi til landgræðslu 1945 en vegna hraðfara útbreiðslu, drjúgs fræforða sem lifir árum saman í jarðvegi og mikilla áhrifa á náttúrulegan gróður er hún nú skilgreind sem ágeng tegund og mörg sveitarfélög reyna að hefta útbreiðslu hennar. Þetta er fyrsta rannsókn sinnar tegundar hér á landi og sýna niðurstöðurnar að það er langtímaverkefni að útrýma lúpínu og að bæði ítrekaður sláttur og eitrun duga. Gróðurþekja reyndist þó meiri og plöntutegundir fleiri eftir fimm ár í slegnum reitum en eitruðum og skilar slátturinn því betri árangri. Höfundar eru Kristín Svavarsdóttir, Menja von Schmalensee, Ása L. Aradóttir, Anne Bau og Róbert A. Stefánsson. Friðun viðkvæmustu vistkerfa landsins fyrir beit er viðfangsefni Ólafs Arnalds í leiðara sem hann nefnir: Sauðfjárbeit og íslensk vistkerfi: Afneitun vanda. Af öðru efni má nefna grein um rannsókn á Kynblöndun ilmbjarkar og fjalldrapa á nútíma eftir Lilju Karlsdóttur, Margréti Halldóttur, Ægi Þór Þórsson og Kesera Anamthawat- Jónsson; yfirlit Ævars Petersens o.fl. um Vatnamýs á Íslandi, en vatnamýs myndast þegar mosi veltist í vatni vegna öldugangs eða straumkasts og verður oftast kúlulaga að lokum. Haraldur R. Ingvason, Finnur Ingimarsson og Stefán Már Stefánsson skrifa greinina Fjöldi og dreifing fugla í Fossvogi, Haraldur Ólafsson skrifar um Vindáttarbreytingar, Rannsóknastöðin Rif á Raufarhöfn er kynnt til sögunnar og birt árs skýrsla Hins íslenska náttúrufræðifélags fyrir árið 2015 sem og reikningar félagsins. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir starfsmanni í alhliða ráðgjöf til bænda. Starfs- og ábyrgðarsvið • Starf í ráðgjafateymi RML. • Fjölbreytt ráðgjöf til kúabænda s.s. fóðuráætlanir, kynbótaáætlanir, jarðræktarráðgjöf og ýmis verkefni tengd sauðfjárrækt og hrossarækt • Þróun og sala á ráðgjöf á landsvísu í samstarfi við aðra starfsmenn RML. • Önnur verkefni s.s. ráðgjöf til nautakjötsframleiðenda, leiðbeiningar við skýrsluhald og nýsköpunarver- kefni Menntunar og hæfniskröfur • Háskólapróf sem nýtist í starfi. • Þekking á sviði landbúnaðar og þá sérstaklega mjólkur- og nautakjötsframleiðslu • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð skilyrði. • Reynsla af verkefnastjórnun er kostur • Geta til að vinna undir álagi. • Góðir samskiptahæfileikar. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er ráðgjafarfyrirtæki í eigu bænda sem sinnir landbúnaðarráðgjöf um allt land. Starfsemin er dreifð um landið á 13 starfsstöðvum. Við bendum áhugasömum á heimasíðu fyrir- tækisins www.rml.is þar sem sótt er um starfið, en þar er einnig hægt að kynna sér starfsemina enn frekar. Æskileg staðsetning viðkomandi er í Húnavatnssýslum eða Skagafirði. Umsóknarfrestur er til og með 18. ágúst. Nánari upplýsingar veita Karvel L. Karvelsson framkvæmdastjóri klk@rml.is og Berglind Ósk Óðinsdóttir boo@rml.is starfsmannastjóri. Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta Mynd / TB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.