Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2016 Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500 Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526 www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is Slátturvélar, verðdæmi: Gerð Vinnslubreidd Verð í kr. án vsk. Verð í kr. með vsk. Fella SM288 2,8 mtr 870.000 1.078.800 Fella SM320 3,0 mtr 1.150.000 1.426.000 Fella SM350 3,5 mtr 1.250.000 1.550.000 Heyþyrlur, verðdæmi: Gerð Vinnslubreidd Verð í kr. án vsk. Verð í kr. með vsk. Fella TH5204 5,2 mtr 790.000 979.600 Fella TH790H 7,7 mtr 1.290.000 1.599.600 Fella TH800 Trans 7,7 mtr 1.690.000 2.095.600 Rakstravélar, verðdæmi: Gerð Vinnslubreidd Verð í kr. án vsk. Verð í kr. með vsk. Fella TS426 4,2 mtr 820.000 1.016.800 Fella TS671 5,8-6,6 mtr 1.990.000 2.467.600 Fella TS801 6,8-7,6 mtr 2.380.000 2.951.200 Reynsla, gæði og verð gera frábær kaup Fella heyvinnuvélar www.mosey.is Útsölustaðir: Húsasmiðjan, Málningarverslun Íslands við Vatnagarða og Málningarbúðin Ísafirði. P R E N T U N .IS Öll efnin sem Mosey ehf framleiðir og selur eru hágæða efni, sem eiga að baki þróun í áraraðir. Tveir góðir heimilisvinir Allir kannast við brúnbleiku slykjuna sem kemur í sturtuna þeirra, það er mygla. Ekki er fyrr búið að þrífa þessa brúnbleiku slykju en að hún er komin aftur. • Sturtu-, bað- og flísahreinsirinn - tekur burt þessa slykju á auðveldan hátt • Myglueyðirinn - seinkar svo komu slykjunnar Náttúruv ænn og brotn ar niður í náttúrun i Fjallalamb á Kópaskeri setur upprunamerktar afurðir á markað: Stór skref í gæðum, rekjanleika og tengingu neytenda við framleiðendur Fjallalamb á Kópaskeri hefur nú sett á markað nýjar uppruna- merktar afurðir og hafa viðtök- ur á markaði verið mjög góðar. Björn Víkingur Björnsson, fram- kvæmdastjóri Fjallalambs, segir fyrirtækið með þessu stíga stórt skref í gæðum, rekjanleika og tengingu neytenda beint til fram- leiðanda vörunnar. Til að byrja með verður félagið með heil og hálf læri, heila og hálfa hryggi, og grill- og súpusagaða framparta. Allar upplýsingar um bónda og býli á snjallsímavænni heimasíðu „Við vorum áður með hálfa skrokka í kassa, voru þeir merktir framleið- anda og gátu viðskiptavinir flett honum upp á heimasíðu okkar. Nú tökum við þetta skrefinu lengra, höfum uppfært heimasíðuna og hver og einn bóndi er með sína eigin síðu. Þannig geta eigendur snjallsíma skannað vöruna í búðinni og fengið allar upplýsingar um bónda og býli,“ segir Björn Víkingur en á síðu hvers og eins bónda eru margvíslegar upp- lýsingar, eins og hvaða verkefnum hann sinni, afurðir á síðasta ári, upplýsingar um jörðina, myndir og einnig er hægt að senda fyrirspurn beint til bónda. „Þarna höfum við ótæmandi möguleika á upplýsingum sem við getum sett inn fyrir hvern bónda, segir Björn Víkingur. „Þetta er snjallsímavæn heima- síða og auðvelt fyrir notendur að fara inn á hana, en þeir sem ekki eru með síma af því tagi í vasanum á meðan verslað er geta flett framleiðslunúm- erinu á vörunni upp á heimasíðunni okkar,“ segir Björn Víkingur. Til að byrja með fást uppruna- merktar vörur frá Fjallalambi í flest- um stærri verslunum Krónunnar og Iceland. Upprunamerktar afurðir frá Fjallalambi voru kynntar á aðal- fundi félagsins sem haldinn var nú nýverið. Viðurkenningar veittar Á fundinum voru veittar viður- kenningar fyrir hæsta meðalverð haustsins 2015 og fyrir mestu meðaltalsframfarir í sauðfjárrækt á tímabilinu 2013 til 2015. Dagbjartur Bogi Ingimundarson á Brekku fékk viðurkenningu fyrir hæsta meðal- verð dilka innlagða hjá Fjallalambi haustið 2015, 10.665,65 kr á dilk. Ólína Ingibjörg Jóhannesdóttir og Benedikt Líndal Jóhannsson, bændur á Brúarlandi, Þistilfirði, fengu viður- kenningu fyrir mestu meðaltalsfram- farir í fjárrækt á innleggjendasvæði Fjallalambs. Sigríður Jóhannesdóttir tekur við verðlaunum fyrir hönd Ólínu og Benedikts fyrir mestu meðaltalsfram- farir í fjárrækt á innleggjendasvæði Fjallalambs. Björn Víkingur fram- kvæmdastjóri afhenti verðlaunin á aðalfundi félagsins. Dagbjartur Bogi Ingimundarson í Brekku tekur við viðurkenningu fyrir hæsta meðalverð dilka innlagða hjá Fjallalambi haustið 2015. Björn Víkingur afhenti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.