Bændablaðið - 21.07.2016, Page 21

Bændablaðið - 21.07.2016, Page 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2016 Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500 Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526 www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is Slátturvélar, verðdæmi: Gerð Vinnslubreidd Verð í kr. án vsk. Verð í kr. með vsk. Fella SM288 2,8 mtr 870.000 1.078.800 Fella SM320 3,0 mtr 1.150.000 1.426.000 Fella SM350 3,5 mtr 1.250.000 1.550.000 Heyþyrlur, verðdæmi: Gerð Vinnslubreidd Verð í kr. án vsk. Verð í kr. með vsk. Fella TH5204 5,2 mtr 790.000 979.600 Fella TH790H 7,7 mtr 1.290.000 1.599.600 Fella TH800 Trans 7,7 mtr 1.690.000 2.095.600 Rakstravélar, verðdæmi: Gerð Vinnslubreidd Verð í kr. án vsk. Verð í kr. með vsk. Fella TS426 4,2 mtr 820.000 1.016.800 Fella TS671 5,8-6,6 mtr 1.990.000 2.467.600 Fella TS801 6,8-7,6 mtr 2.380.000 2.951.200 Reynsla, gæði og verð gera frábær kaup Fella heyvinnuvélar www.mosey.is Útsölustaðir: Húsasmiðjan, Málningarverslun Íslands við Vatnagarða og Málningarbúðin Ísafirði. P R E N T U N .IS Öll efnin sem Mosey ehf framleiðir og selur eru hágæða efni, sem eiga að baki þróun í áraraðir. Tveir góðir heimilisvinir Allir kannast við brúnbleiku slykjuna sem kemur í sturtuna þeirra, það er mygla. Ekki er fyrr búið að þrífa þessa brúnbleiku slykju en að hún er komin aftur. • Sturtu-, bað- og flísahreinsirinn - tekur burt þessa slykju á auðveldan hátt • Myglueyðirinn - seinkar svo komu slykjunnar Náttúruv ænn og brotn ar niður í náttúrun i Fjallalamb á Kópaskeri setur upprunamerktar afurðir á markað: Stór skref í gæðum, rekjanleika og tengingu neytenda við framleiðendur Fjallalamb á Kópaskeri hefur nú sett á markað nýjar uppruna- merktar afurðir og hafa viðtök- ur á markaði verið mjög góðar. Björn Víkingur Björnsson, fram- kvæmdastjóri Fjallalambs, segir fyrirtækið með þessu stíga stórt skref í gæðum, rekjanleika og tengingu neytenda beint til fram- leiðanda vörunnar. Til að byrja með verður félagið með heil og hálf læri, heila og hálfa hryggi, og grill- og súpusagaða framparta. Allar upplýsingar um bónda og býli á snjallsímavænni heimasíðu „Við vorum áður með hálfa skrokka í kassa, voru þeir merktir framleið- anda og gátu viðskiptavinir flett honum upp á heimasíðu okkar. Nú tökum við þetta skrefinu lengra, höfum uppfært heimasíðuna og hver og einn bóndi er með sína eigin síðu. Þannig geta eigendur snjallsíma skannað vöruna í búðinni og fengið allar upplýsingar um bónda og býli,“ segir Björn Víkingur en á síðu hvers og eins bónda eru margvíslegar upp- lýsingar, eins og hvaða verkefnum hann sinni, afurðir á síðasta ári, upplýsingar um jörðina, myndir og einnig er hægt að senda fyrirspurn beint til bónda. „Þarna höfum við ótæmandi möguleika á upplýsingum sem við getum sett inn fyrir hvern bónda, segir Björn Víkingur. „Þetta er snjallsímavæn heima- síða og auðvelt fyrir notendur að fara inn á hana, en þeir sem ekki eru með síma af því tagi í vasanum á meðan verslað er geta flett framleiðslunúm- erinu á vörunni upp á heimasíðunni okkar,“ segir Björn Víkingur. Til að byrja með fást uppruna- merktar vörur frá Fjallalambi í flest- um stærri verslunum Krónunnar og Iceland. Upprunamerktar afurðir frá Fjallalambi voru kynntar á aðal- fundi félagsins sem haldinn var nú nýverið. Viðurkenningar veittar Á fundinum voru veittar viður- kenningar fyrir hæsta meðalverð haustsins 2015 og fyrir mestu meðaltalsframfarir í sauðfjárrækt á tímabilinu 2013 til 2015. Dagbjartur Bogi Ingimundarson á Brekku fékk viðurkenningu fyrir hæsta meðal- verð dilka innlagða hjá Fjallalambi haustið 2015, 10.665,65 kr á dilk. Ólína Ingibjörg Jóhannesdóttir og Benedikt Líndal Jóhannsson, bændur á Brúarlandi, Þistilfirði, fengu viður- kenningu fyrir mestu meðaltalsfram- farir í fjárrækt á innleggjendasvæði Fjallalambs. Sigríður Jóhannesdóttir tekur við verðlaunum fyrir hönd Ólínu og Benedikts fyrir mestu meðaltalsfram- farir í fjárrækt á innleggjendasvæði Fjallalambs. Björn Víkingur fram- kvæmdastjóri afhenti verðlaunin á aðalfundi félagsins. Dagbjartur Bogi Ingimundarson í Brekku tekur við viðurkenningu fyrir hæsta meðalverð dilka innlagða hjá Fjallalambi haustið 2015. Björn Víkingur afhenti.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.