Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2016 Fréttaskýring Samkeppniseftirlitið og Mjólkursamsalan: Úrskurður Samkeppniseftirlitsins og viðbrögð MS Fyrir tveimur árum var Mjólkursamsölunni gert samkvæmt úrskurði Sam- keppniseftirlitsins að greiða 370 milljóna króna sekt vegna mis- notkunar á markaðsráðandi stöðu sinni. Sú ákvörðun var felld úr gildi af áfrýjunarnefnd samkeppn- ismála. Í framhaldi af því lagði áfrýjun- arnefndin fyrir Sam keppniseftirlitið að taka á ný afstöðu til málsins þar sem MS hafði lagt fyrir nefndina ný gögn, sem ekki höfðu verið afhent eftirlitinu við meðferð málsins. Með ákvörðun Samkeppnis- eftirlitsins sem kynnt var 7. júlí sl. er lokið þeirri rannsókn sem áfrýjun- arnefnd mælti fyrir um. Niðurstaða samkeppniseftirlitsins var að hækka beri sekt Mjólkursamsölunnar um 110 milljónir, eða í 480 milljónir króna. MS með afar sterka stöðu Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins segir að ógerilsneydd mjólk sé grundvallarhráefni við framleiðslu á hvers kyns mjólkurvörum. Verðlagning og aðgangur að þessu hráefni skiptir því mjög miklu máli fyrir öll fyrirtæki sem framleiða og selja mjólkurvörur. Mjólkursamsalan er eina fyrirtækið hér á landi sem selur hrámjólk í heildsölu til annarra mjólkurvöruframleiðenda, ásamt því að nýta hana til eigin framleiðslu. MS er í afar sterkri stöðu á íslenskum mjólkurmarkaði og tekur við um 90% af þeirri hrámjólk sem bændur framleiða. Til viðbótar er MS í nánum tengslum við næst- stærsta fyrirtækið á mjólkurmark- aði, Kaupfélag Skagfirðinga (KS). Eru þessi fyrirtæki saman nánast einráð í mjólkurviðskiptum hér á landi. Mjólka, hér eftir nefnd Mjólka I, var keppinautur MS og KS fram til ársloka 2009 en þá tók KS fyrirtæk- ið yfir. Hefur það síðan starfað undir sama nafni sem dótturfélag KS, hér eftir nefnd Mjólka II. Stofnandi Mjólku I hóf ásamt öðrum á árinu 2010 rekstur á nýju fyrirtæki á mjólkurmarkaði, Mjólkurbúinu Kú ehf. - Mjólkurbúið. Sendi reikning fyrir mistök Í árslok 2012 varð Mjólkurbúið þess áskynja að félagið þurfti að greiða umtalsvert hærra verð fyrir hrámjólk en keppinauturinn Mjólka II. Þetta varð Mjólkurbúinu ljóst þegar MS fyrir mistök sendi félaginu reikning fyrir kaup á hrámjólk sem ætlaður var Mjólku II. Þetta leiddi til þess að í upphafi árs 2013 beindi Mjólkurbúið kæru til Samkeppniseftirlitsins og rannsókn málsins hófst. Var til skoðunar hvort MS hefði á árunum 2008 til 2013 misnotað markaðsráðandi stöðu gagnvart annars vegar Mjólku I og hins vegar Mjólkurbúinu. 370 milljóna króna sekt Í september 2014 tók Sam- keppniseftirlitið ákvörðun í málinu og komst að þeirri niðurstöðu að MS hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína og raskað samkeppni á umræddu tímabili. Leiddi rann- sóknin í ljós að Mjólka I og síðar Mjólkurbúið höfðu þurft að greiða allt að 17% hærra verð fyrir hrá- mjólkina en það verð sem KS og Mjólka II greiddu. Verðmunurinn var allt að 21% þegar horft er til þess verðs sem framleiðsludeild MS greiddi fyrir hrámjólkina. Taldi Samkeppniseftirlitið hæfilegt að leggja á MS 370 milljóna króna sekt vegna þessara brota. Málið lagt fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála MS skaut ákvörðun Sam keppnis- eftirlitsins til áfrýjunar nefndar samkeppnismála sem kvað upp úrskurð í málinu þann 16. des- ember 2014. Fyrir áfrýjunarnefnd lagði MS í fyrsta sinn fram tiltekið gagn, samkomulag við KS frá 15. júlí 2008. Taldi MS þetta gagn hafa mikla þýðingu og sýna að aðgerðir félagsins væru lögmætar. Undir rannsókn málsins hjá Samkeppniseftirlitinu hafði MS hins vegar aldrei vísað til eða greint eftirlitinu frá þessu samkomulagi, þrátt fyrir að Samkeppniseftirlitið hefði ítrekað óskað eftir skýringum og gögnum frá MS vegna umræddrar verðlagningar á hrámjólk. Skortur á haldbærum skýringum Áfrýjunarnefnd samkeppnismála bað MS að útskýra af hverju samkomulagið hefði ekki verið lagt fyrir Samkeppniseftirlitið. Niðurstaða nefndarinnar var að MS hefði ekki sett fram haldbærar skýringar á því aðgerðarleysi félagsins. Taldi nefndin einnig að MS hefði heldur ekki gefið haldbærar skýringar á því hvers vegna grundvallargögn um efndir samkomulagsins og uppgjör hefðu ekki verið lögð fram við meðferð málsins hjá áfrýjunarnefndinni. Áfrýjunarnefnd ófært að taka efnislega afstöðu Þrátt fyrir framangreint taldi áfrýjunarnefnd samkeppnismála sér skylt á grundvelli rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar að koma málinu í þann farveg að upplýst sé um þessi atriði og að nefndinni væri ófært að taka efnislega afstöðu til málsins. Sagði nefndin ekki komist hjá því að ógilda hinn kærða úrskurð Samkeppniseftirlitsins og leggja fyrir eftirlitið að taka á ný afstöðu til málsins að undangenginni frekari rannsókn og að fengnum sjónarmiðum er varða þýðingu samningsins á milli áfrýjanda og KS frá 15. júlí 2008, uppgjöri á milli aðila hans og efndum á því tímabili sem meint brotastarfsemi stóð yfir. Rannsókn hafin að nýju Ný rannsókn Samkeppniseftirlitsins hófst 19. desember 2014 og að lokinni gagnaöflun var MS sent andmælaskjal 22. október 2015 þar sem frumniðurstöðu eftirlitsins var lýst. Athugasemdir MS við andmælaskjalið bárust eftirlitinu 12. janúar 2016. Í kjölfar þess var frekari gagna og sjónarmiða aflað. Ákvörðun liggur nú fyrir. Ný ákvörðun Samkvæmt nýrri ákvörðun tekur Samkeppniseftirlitið aftur afstöðu til aðgerða MS að undangenginni frekari rannsókn í samræmi við fyrirmæli áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Niðurstaða Samkeppnis- eftirlitsins er í hnotskurn sú að hin nýju gögn sýna að brot MS á samkeppnislögum er enn alvarlegra en lagt var til grundvallar í hinni eldri ákvörðun. Í hinni nýju ákvörðun er stað- festur framangreindur verðmunur á hrámjólk til annars vegar Mjólku I og Mjólkurbúsins og hins vegar til MS sjálfrar, KS og Mjólku II. Einnig liggur fyrir að ólíkur kostn- aður eða önnur málefnaleg rök gátu ekki réttlætt þennan verðmun. Sýnt er fram á að í raun seldi MS til KS og Mjólku II hrámjólk á verði sem stóð ekki undir kostnaði MS af Tilefni, aðdragandi og niðurstaða rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á MS: Mismunandi verð á hrámjólk Samkeppniseftirlitið hefur gert Mjólkursamsölunni að greiða 480 milljóna króna stjórnvalds- sekt vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum að mati eftirlitsins. MS hyggst áfrýja ákvörðun samkeppniseftirlitsins og segir hana byggja á rangri túlk- un á samspili samkeppnislaga og búvörulaga. MS misnotaði markaðsráðandi stöðu sína að mati eftirlitsins Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins segir að MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengu þetta hráefni á mun lægra verði, og að auki undir kostnaðarverði. Í úrskurðinum segir að þetta hafi verið til þess fallið að veita MS og tengdum aðilum verulegt samkeppnisforskot gagnvart keppinautum. Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti, en það er til þess fallið að skaða á endanum hagsmuni neytenda og bænda. Þá liggur fyrir að mati Sam- keppniseftirlitsins að MS hafi veitt eftirlitinu rangar upplýsingar og látið undir höfuð leggjast að upp- lýsa það um mikilvæg gögn. Hefur það tafið úrlausn málsins og skaðað samkeppni. Í fréttatilkynningu frá MS vegna úrskurðar Samkeppniseftirlitsins segir meðal annars að samkvæmt ákvörðun löggjafans sé hluti af starfsemi mjólkuriðnaðarins undanþeginn afmörkuðum ákvæðum samkeppnislaga. Markmið þess er að lækka kostnað við framleiðslu mjólkurafurða, til ábata fyrir neytendur. Skipulag starfsemi MS og tengdra aðila hefur grundvallast á þessu. Samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins telur stjórnvaldið að miðlun MS á hrámjólk hafi fallið utan þess samstarfs sem búvörulög heimila. MS telur þá túlkun ekki standast skoðun og mun æðra stjórnvald nú skera úr um þetta álitaefni. Í fréttatilkynningunni segir einnig að til þess að hægt sé að tala um að fyrirtækjum sé mismunað í viðskiptum, líkt og MS er gert að sök, verði að vera um að ræða sambærileg viðskipti en með mismunandi kjörum. Um það var ekki að ræða. Viðskiptin voru annars vegar hrein og skilmálalaus sala á hrámjólk til þriðja aðila og hins vegar miðlun á tilteknu magni hrámjólkur milli samstarfsaðila með skýrum skilmálum um til hvers hráefnið skyldi nýtt og hvert væri hámarksmagn, allt á grundvelli ákvæða búvörulaga. Þetta telur MS ekki unnt að leggja að jöfnu og því hafi ekki verið um mismunun að ræða. Af þeirri ástæðu telur fyrirtækið ljóst að það braut ekki samkeppnislög. Rangar upplýsingar frá MS Samkvæmt úrskurði Sam- keppniseftirlitsins liggur fyrir að MS hafi veitt Samkeppniseftirlitinu rangar upplýsingar og látið undir höfuð leggjast að upplýsa eftirlitið um mikilvæg gögn og að það hafi tafið úrlausn málsins og skaðað samkeppni. Skýringar sem MS hefur gefið á mismunandi verðlagningu á hrámjólk til annars vegar tengdra og ótengdra aðila hafa bæði verið á reiki og rangar að því sem segir í úrskurðinum. Upphaflega gaf MS þá röngu skýringu að verðið á hrámjólk til hinna ótengdu aðila væri í samræmi við heildsöluverð sem verðlagsnefnd búvara hefði ákveðið. Verðlagsnefndin upplýsti hins vegar Samkeppniseftirlitið um að hún hefði ekki á rannsóknar- tímabilinu ákveðið heildsöluverð á hrámjólk. Verðið sem MS kaus að miða við var heildsöluverð sem nefndin ákvað á unninni vöru, það er að segja gerilsneyddri nýmjólk. Með öðrum orðum seldi MS hinum ótengdu keppinautum hið mikil- væga hráefni á verði sem miðaðist við unnar mjólkurvörur. Með þessu móti voru hinir ótengdu keppinautar knúnir til að greiða tvisvar sinn- um fyrir sömu kostnaðarliðina við frumvinnslu mjólkurinnar og hafði það augljós skaðleg áhrif á getu þeirra til að keppa. MS gaf þá skýringu að sala á hrámjólk á hinu lága verði til tengdra aðila væri svonefnd verðtilfærsla sem búvörulög heimila. Síðar sagði MS að þetta hefði ekki verið verðtilfærsla. Grundvallarsjónarmið MS til stuðnings því að aðgerðir félagsins hafi verið lögmætar hafa byggst á 71. gr. búvörulaga og umræddu samkomulagi við Kaupfélag Skagfirðinga frá 2008. Búvörulög veita afurðastöðvum í mjólkuriðnaði heimild til þess að skipta með sér verkum í hagræðingarskyni. MS hefur ítrekað staðhæft að í þessari samvinnu við KS hafi falist að framleiðsla á framlegðarháum mjólkurvörum hafi flust frá KS til MS og KS einbeitt sér að framleiðslu á framlegðarlágum vörum. Til þess að þessi verkaskipting væri raunhæf hefði þurft að bæta KS framlegðartapið sem af þessu leiddi og það hefði verið gert með því að selja KS hrámjólkina á hinu lága verði. Sú sala var samkvæmt MS órjúfanlegur hluti af verkaskiptingu sem löggjafinn hafi heimilað. Í úrskurði segir að rannsókn Höfuðstöðvar Samkeppniseftirlitsins. Eftirlitið taldi ný gögn sýna að salan á hrámjólk á lágu verði til KS væri aðgerð sem miðaði að því að veikja Mjólku sem keppinaut eða koma félaginu út af markaði. Mynd / TB Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is af starfsemi mjólkuriðnaðarins sé undanþeginn afmörkuðum ákvæðum samkeppnislaga. Markmiðin eru m.a. að lækka kostnað við framleiðslu Mynd / BBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.