Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2016 www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is kranar & talíur Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Valgeir og Hrefna í Árnesi II: Minjasafnið Kört og æðardúnn Hrefna Þorvaldsdóttir og Valgeir Benediktsson í Árnesi II hættu sauðfjárbúskap fyrir fimm árum en stunda enn æðarrækt í Árnesey. Þau hafa rekið minja- og hand- verkshúsið Kört í Trékyllisvík í nítján ár. Valgeir hefur alltaf haft áhuga á sögu og viðað að sér gömlum munum úr sveitinni. Lengi skreyttu munirn- ir heimili þeirra hjóna eða voru í geymslu. Árið 1997 létu þau gamlan draum rætast og reistu sýningarhús undir munina. Húsið sem kallast Kört er nefnt eftir skeri í Trékyllisvík og er að mestu úr rekavið. Fyrir tíu árum var húsið stækkað um ríflega helm- ing og sett upp salerni. Munir úr sveitinni „Ég hef verið að safna munum nánast alla mína ævi og langflestir þeirra eru héðan úr sveitinni eða tengjast sögu hennar,“ segir Valgeir. „Ég var því kominn með töluvert safn þegar við Hrefna ákváðum að reisa minjasafnið. Í kjölfar þess að safnið var opnað fór talsverð skriða af stað og það barst mikið af áhugaverðum og fallegum munum. Húsið varð því fljótlega of lítið og það því stækk- að. Okkur eru reyndar enn að ber- ast munir og með sama áframhaldi verður núverandi hús líka of lítið.“ Nánast allt skráð í Sarp Leitast hefur verið við að skrá sögu allra munanna sem eru á safninu. Rakel, dóttir þeirra, er þjóðfræðing- ur að mennt og hefur unnið ötullega að skráningu munanna. „Stór hluti munanna, sem flestir eru frá 19. og 20. öld, er skráður samkvæmt skrán- ingarkerfi Sarps sem er eina viður- kennda skráningarkerið fyrir söfn á Íslandi,“ segir Hrefna. Samkvæmt lauslegri talningu úr gestabók heimsækja um 3.500 manns safnið á ári. Gestirnir eru því væntanlega fleiri því ekki allir sem heimsækja safnið skrifa í hana. Dúntekja í Árnesey Þrátt fyrir að vera hætt sauðfjár- búskap nýta Valgeir og Hrefna ásamt sambýlingum sínum, Ingólfi Benediktssyni og Jóhönnu Ósk Kristjánsdóttur í Árnesi II, æðarvarp í Árnesey. „Við leigjum Árnes I sem er kirkjujörð og þeirri leigu fylgja meðal annars nytjar af eyjunni en við eigum hálfa eyjuna ásamt Ingólfi og Jóhönnu. Dúnninn sem færst úr henni er misjafn milli ára en ætli hreiðrin í eyjunni séu ekki nálægt 2.000,“ segir Valgeir. Mikil vinna er í kringum varpið og dúntekjuna því eftir að dúninum hefur verið safnað er hann hreinsaður og segir Hrefna að þau eyði öllum sólardögum á sumrin í að hreinsa hann. Lausari við Þegar Valgeir og Hrefna hættu sauð- fjárbúskap tók Elísa, dóttir þeirra, og maður hennar, Ingvar Bjarnason, við búinu auk þess sem Elísa er skóla- stjóri í Finnbogastaðaskóla. Ingvar og Elísa ætla að bregða búi í haust og flytja til Hafnarfjarðar. Valgeir og Hrefna segjast ætla að vera í Árnesi í vetur með nokkr- ar kindur en verði svo lausari við í framtíðinni. „Við ætlum ekki að flytja burt en verðum hugsanlega ekki hér allt árið eins og áður. Við ætlum að vera áfram með safnið og nytja eyjuna en hætta með kindurn- ar,“ segir Hrefna. Framkvæmdir við virkjun Hvalár tímabundin lausn Valgeir segir að fækkun íbúa í Árneshreppi sé skelfileg þróun. „Það binda margir vonir við að virkjun Hvalár geti snúið þeirri þróun við og blásið nýju lífi í sveitarfélagið. Að mínu mati munu framkvæmdir við virkjunina hafa tímabundin áhrif og auka íbúafjöldann meðan á þeim stendur. Starfsmenn við virkjunina verða að öllum líkindum karlmenn en ekki fjölskyldufólk og þegar fram- kvæmdunum lýkur flytja þeir burt. Mér finnst það með ólíkindum að Vegagerðin skuli ekki grípa þennan bolta á lofti og fara í samstarf við virkjunaraðilana um uppbyggingu á veginum frá Veiðileysu að virkjun- arstaðnum í Ófeigsfirði. Slíkt gæti haft jákvæð áhrif á byggðaþróun hérna. Það er eins og Vegagerðin sé algerlega steinrunnin stofnun sem veit varla á hvaða öld við lifum. Alþingi gæti líka komið þarna að og breytt vegaáætlun í haust á þann veg að flýta framkvæmdum við Veiðileysuháls svo hægt verði að bjóða það verk út nú í vetur svo að framkvæmdir geti hafist þar í vor.“ Matráður í Finnbogastaðaskóla Hrefna hefur verið matráður í Finnbogastaðaskóla í fjöldamörg ár og það hefur veitt henni mikla gleði að vinna með öllu þessu unga fólki sem þar hefur stundað nám. Það verður því mikill söknuður ef ekki verður áfram starfandi skóli í sveitinni að hennar sögn. „Vonandi sjá einhverjir sér tækifæri í að setjast hér að og skólahald verði hér áfram enda er skólinn einn af grunnstoðum samfélagsins.“ Sambland margra þátta sem veldur fækkun íbúa Valgeir segir ástæðuna fyrir fækkun íbúa í hreppnum vera sambland- margra þátta sem erfitt sé að sporna við. „Einangrun sem orsakast af samgönguleysi er þó að mínu mati helsta ástæðan. Börnin í skólanum eru líka orðin svo fá og á mismun- andi aldri og fólki finnst þau þurfa meiri félagsskap jafnaldra sinna. Atvinnumöguleikar fyrir fólk hér eru heldur ekki þeir sömu og annars staðar og stundum er bara vinna fyrir annan aðilann ef um par er að ræða. Þetta er því flókið mál og ekki fund- ist lausn á því enn. Ekki veit ég hvað hafa verið haldnir margir fundir eða ráðstefn- ur um framtíð Árneshrepps, þar sem mikið er talað um þann menningararf sem hér sé að finna og þurfi að varð- veita. Lítið hefur komið út úr því enn sem komið er. Ágætlega unnin þingsályktun- artillaga um þetta var lögð fram í þinginu og fékk jákvæða umfjöllun. En einhvers staðar strandaði málið og engin á Alþingi hefur haft dug í sér til að taka það upp aftur. Stærsti áhrifavaldurinn að því að byggð sé hugsanlega að leggjast af í Árneshreppi er algerlega galið viðhorf Vegagerðarinnar til sam- gangna við hreppinn. Það er ekki nokkur von til þess að ungt fólk láti það yfir sig ganga að vera haldið í gíslingu án vegasambands í nærri þrjá mánuði á ári. Á Íslandi er heldur engin vitræn byggðastefna og það er kannski vandinn í hnotskurn.“ /VH Árneshreppur á Ströndum: Kennsla í Finnboga- staðaskóla næsta vetur Áfram verður kennt í Finn- bogastaðaskóla á Ströndum í vetur en um tíma leit út fyrir að skólahald myndi leggjast af vegna skorts á nemendum. Íbúar Árneshrepps á Ströndum hafa haft talsverðar áhyggjur af því undanfarnar vikur að engin kennsla yrði í Finnbogastaðaskóla næstkom- andi vetur. Skólinn hefur um árabil verið með fámennustu skólum lands- ins og vegna brottflutnings tveggja barnafjölskyldna úr hreppnum var einungis einn nemandi skráður í skólann. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, segir að nýverið hafi fjölskylda með þrjú börn á grunn- skólaaldri ákveðið að flytja í hrepp- inn og því sé grundvöllur fyrir áfram- haldandi skólahaldi tryggður. Núverandi skólastjóri hefur sagt starfi sínu lausu og hættir í haust. Eva segir að þegar hafi nokkrar umsóknir um stöðuna borist og nú sé verið að fara yfir þær. /VH Finnbogastaðaskóli á Ströndum. Hrefna Þorvaldsdóttir og Valgeir Benediktsson í Árnesi II. Elísa Valgeirsdóttir, fráfarandi skólastjóri við Finnbogastaðaskóla, við minja- og handverkshúsið Kört. Handavinna íbúa í Árneshreppi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.