Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2016 Fréttir Nýtt og endurbætt skapgerðarmat: Á að koma í veg fyrir innflutning á hættulegum hundum Árlega eru um 160 hundar fluttir til Íslands víðs vegar að úr heim- inum. Skilyrði vegna innflutnings eru meðal annars bólusetningar og sýnatökur auk fjögurra vikna einangrunar. Tilgangurinn er að draga úr líkum á að til landsins berist nýir dýrasjúkdómar. Í frétt á heimasíðu Matvæla- stofnunar segir að samkvæmt lögum um innflutning dýra skal ekki heim- ila innflutning á gæludýrum sem hætta getur stafað af og því er kraf- ist svokallaðs skapgerðarmats fyrir hunda af tilteknum tegundum. Um er að ræða hunda sem vegna stærðar eða styrkleika síns vegna geta valdið alvarlegu tjóni ef þeir hafa tilhneig- ingu til árásargirni. Árásargirni metin út frá níu þáttum Frá árinu 2003, þegar reglugerð um innflutning gæludýra og hundasæðis var fyrst sett, hefur verið í notkun skapgerðarmat sem framkvæmt hefur verið af dýralæknum ytra. Með því mati hefur verið kannað hvernig viðkomandi hundar bregðast við mismunandi áreiti og aðstæðum með það að markmiði að skera úr um hvort þeir eru árásargjarnir. Undanfarna mánuði hafa sér- fræðingar á inn- og útflutnings- skrifstofu og á dýraheilbrigðissviði Matvælastofnunar í samráði við sér- fræðinga í atferlisfræði dýra unnið að nýju skapgerðarmati. Niðurstaðan varð skapgerðarmat sem byggist á sömu grundvallaratriðum og fyrra mat en meira er lagt upp úr því að framkvæmdin sé stöðluð. Um er að ræða níu þætti sem lúta að viðbrögð- um hundsins í mismunandi aðstæð- um. Leiðbeiningar eru um hvernig prófa skal hundinn og skrifa skal ítarlegar lýsingar á viðbrögðum hans. Auk þess skal taka myndband af framkvæmd matsins og senda með skýrslunni til Mast svo hægt sé að ganga úr skugga um að hundurinn hafi verið prófaður eins og til er ætlast. Dýralæknar framkvæma matið Eftir sem áður skulu dýralæknar annast framkvæmd skapgerðar- mats. Dýraatferlisfræðingar eru víða starfandi og var það skoðað að fá slíka sérfræðinga til að framkvæma skapgerðarmat vegna innflutnings. Þó yrði slíkt vandkvæðum bundið þar sem nám atferlisfræðinga getur verið afar mismunandi eftir lönd- um, víðast hvar er ekki um að ræða lögverndað starfsheiti og aðgengi að þeim er misgott. Lágmarksaldur sex mánuðir þegar matið fer fram Lágmarksaldur hunda sem undir- gangast skapgerðarmat verður sex mánuðir. Við þann aldur eru lang- flestir hundar búnir að ná kynþroska og skapgerðareinkenni eru komin fram. Þó væri æskilegt að hundarnir væru eldri þegar slíkt mat færi fram en slíkt yrði of hamlandi þar sem lágmarksaldur hunda vegna inn- flutnings er sjö mánuðir en fimm mánuðir þegar þeir koma frá skil- greindum löndum þar sem hundaæði finnst ekki, meðal annars Noregi og Svíþjóð. Markmiðið að koma í veg fyrir innflutning á hættulegum hundum Markmiðið með endurbættu skap- gerðarmati er að auka gildi þess. Eigi það að skila tilætluðum árangri, það er að segja að koma í veg fyrir að árásargjarnir og hættulegir hundar verði fluttir til landsins, þarf matið að vera framkvæmanlegt og mark- tækt. Nýtt skapgerðarmat vegna inn- flutnings var tekið í notkun þann 1. júlí síðastliðinn. /VH Lágmarksaldur hunda sem undirgangast skapgerðarmat verður sex mánuðir. Byggðastofnun metur dreifingu sauðfjár á Íslandi: Flest sauðfé í Húnaþingi vestra Byggðastofnun sendi nýlega frá sér skýrslu þar sem fjallað er um dreifingu sauðfjár á landinu. Í skýr- slunni má meðal annars lesa um dreifingu fjár milli landshluta og sveitarfélaga. Samkvæmt skýrslunni eru sauð- fjárbú á landinu 2.498 og heildarfjöldi sauðfjár í landinu 470.678 í nóvember 2015. Flest fjár er í Húnaþingi vestra. Flest bú með yfir 600 fjár á Norðurlandi vestra Af 2.498 sauðfjárbúum í landinu voru 108 bú með fleiri en 600 kind- ur, eða 4,3% búanna. Flest þeirra voru á Norðurlandi vestra, eða 35 og næstflest á Vesturlandi 25. Samtals voru 284 bú með 400 til 599 kindur, eða 11,4%. Flest þeirra voru á Norðurlandi vestra, eða 75, þar á eftir komu Austurland með 51, Vesturland 49, Norðurland eystra 45 og Suðurland 43. Þegar litið er til þeirra búa sem eru með 200–399 kindur voru það 519 framleiðendur, eða 20,8%. Flestir þeirra voru á Suðurlandi eða 131 og næstflestir á Norðurlandi vestra, eða 116. Þeir aðilar sem voru með færri en 200 kindur voru 1.587 eða 63,5% sauðfjárbúa. Tæpur helmingur á búum með fleiri en 400 fjár Ef horft er til fjölda sauðfjár eftir landsvæðum og stærð búa kemur í ljós að 17,4% alls sauðfjár er á búum með 600 kindur eða fleiri, 29,3% er á búum sem halda 400 til 599 kindur. Samtals er því tæpur helmingur sauð- fjár á búum með fleira en 400 fjár. Flest fé í Húnaþingi vestra Í skýrslunni kemur fram að flest sauð- fé er í Húnaþingi vestra í nóvember 2015, eða 37.716. Sveitarfélagið með næstflest fé er Skagafjörður með 34.632. Fjöldi sauðfjár í Reykjavík er 315 og er það í eigu 14 aðila, níu fjár eru í Hafnarfirði, 236 á Akureyri en ekkert sauðfé er að finna í Seltjarnarneskaupstað samkvæmt því sem segir í skýrslunni. /VH Heimild / Byggðastofnun Heimild / Byggðastofnun Mynd / TB Evrópusambandið er með áætlanir um að leggja 350 milljónir evra í sjóð sem verður útdeilt til kúabænda í löndum sambandsins vegna erfiðleika í rekstrinum. Þetta eru rúmlega 47 milljarðar íslenskra króna. Aðildarlöndin hafa leyfi til að tvöfalda þá upphæð. Að auki mun ESB stofna sjóð með 150 milljónum evra (20 milljörðum íslenskra króna) sem bændur innan sambandsins geta sótt í. Danir fá 70 milljónir danskra króna í „hjálparpakka“, eða tæplega 1,3 milljarða íslenskra króna, fyrir þarlenda kúabændur. Upphæðin sem fer til Dana verður notuð til að minnka framleiðsluna. Peningarnir eiga að nýtast öllum búgerðum, hvort heldur sem um lítil eða stór bú er að ræða. Niels Lindberg Madsen, Evrópusambandssérfræðingur hjá dönsku bændasamtökunum Landbrug & fødevarer, er áhyggju- fullur yfir því að löndin megi tvö- falda upphæðina því erfitt sé fyrir Dani að keppa við það. Þeir verði því óhjákvæmilega undir í samkeppn- inni. Evrópusambandið hyggst greiða kúabændum viðbótarstyrki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.