Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2016 Fréttir Uppsöfnuð þörf fyrir endurnýjun tækjabúnaðar segja vélasalar: Sala á dráttarvélum eykst á ný Innflutningur á nýjum dráttar- vélum er að aukast ef bornar eru saman innflutningstölur fyrstu 6 mánuði ársins 2015 og 2016. Í fyrra voru fluttar inn 60 nýjar dráttarvélar en fyrstu 6 mánuði þessa árs eru þær 82 talsins. Til viðbótar koma 11 dráttarvélar sem fluttar voru inn notaðar á tímabilinu, en þar er einnig um aukningu að ræða á milli ára. Alls voru 11.032 dráttarvélar í umferð um síðustu áramót sam- kvæmt yfirliti Samgöngustofu. Sumar tegundir af stærri fjórhjólum eru inni í þessari heildartölu sem gerir samanburð erfiðan. Valtra er söluhæsta dráttarvélin það sem af er ári en á hæla hennar kemur Massey Ferguson, Claas er í þriðja sæti og New Holland í því fjórða. Hagstætt gengi ýtir undir sölu Að sögn Viktors Karls Ævarssonar, framkvæmdastjóra sölu- og mark- aðssviðs Kraftvéla, hafa sölumenn þeirra fundið fyrir miklum áhuga hjá bændum í að endurnýja dráttarvélar, heyvinnutæki og önnur landbúnað- artæki. „Markaðurinn er að stækka um 36% á milli ára en okkar aukning er 63%, sem eru virkilega góðar fréttir fyrir okkur. Aukningin er þó ekki bara einskorðuð við dráttarvél- ar heldur er áberandi mikil aukning í sölu á heyvinnutækjum líka. Við höfum aldrei selt jafn margar Fella heyvinnuvélar á fyrstu 6 mánuðum árs frá því að við tökum við umboð- inu árið 2009,“ segir Viktor Karl og þakkar það meðal annars lágu gengi evrunnar. „Til dæmis bjóðum við nýja 107 hestafla New Holland dráttar- vél með ámoksturstækjum á tæpar 8 milljónir án virðisaukaskatts. Stór sending af þessum vélum er vænt- anleg í lok september. Sjálfir erum við að auka við okkur á milli ára í innflutningi bæði í New Holland og Case, þannig að við erum mjög sáttir með þessa aukningu á markaðnum og þá sérstaklega að við erum að auka við markaðshlutdeild okkar á milli ára,“ segir Viktor Karl. Bændur halda að sér höndum vegna óvissu um búvörusamninga Hjá vélaumboðinu Þór fór dráttarvéla- salan rólega af stað upp úr áramótum en hefur verið að glæðast, að sögn Odds Einarssonar framkvæmdastjóra. „Sala á dráttarvélum fyrstu 6 mánuði þessa árs hefur aukist um 43% miðað við sama tímabil í fyrra. Það má segja að dráttarvélasalan, sem hefur verið í mikilli lægð frá 2009, sé aðeins að taka við sér aftur,“ segir Oddur sem þó telur þróunina vera langt í frá eðli- lega endurnýjun. „Það er uppsöfnuð endurnýjunarþörf á dráttarvélum sjö ár aftur í tímann. Við reiknum með að heildarsalan á dráttarvélum verði um 150–160 vélar í ár, en eðlileg árleg endurnýjunarþörf er um 250 vélar á ári.“ Oddur segir greinilegt að bændur haldi að sér höndum þessa dagana vegna óvissu um búvörusamningana. „Þó tökum við eftir því að bændur eru farnir að sækja aftur í betur búnar og dýrari vélar. Vélar í stærðunum 110 og upp í 150 hö eru að seljast mest. Að sama skapi hefur innflutningur á notuðum stórum vélum dregist heldur saman.“ Færri en stærri tæki Oddur segist verða var við auk- inn áhuga rúlluverktaka á vélum. „Undanfarin ár hefur orðið vart við töluverða endurnýjun í rúllusam- stæðum og orðin meiri sala í þeim en stökum rúlluvélum. Verktökum í rúllun virðist fjölga og bændur á minni búum virðast nýta sér þá þjón- ustu frekar en að endurnýja rúlluvél- ar sjálfir.“ Aðspurður um þróunina fram undan segir Oddur það óhjá- kvæmilegt að búum haldi áfram að fækka en þau sem verða eftir stækki. „Okkur sýnist að sambærileg þróun í vélasölu sé líkleg, færri tæki seld, en á móti stærri og betur búin. Við horfum bjartsýnir fram á veginn og ætlum okkur að halda áfram að þjónusta íslenska bændur eins og við höfum gert í rúm 50 ár,“ segir Oddur Einarsson hjá Þór. Stíga varlega til jarðar Eyjólfur Pétur Pálmason hjá Vélfangi segist finna fyrir aukningu en fyr- irtækið stígi varlega til jarðar því hann skynji óvissu hjá mörgum bændum. „Ég finn aðeins fyrir því að bændur eru hikandi vegna þess að búvörusamningar eru ekki klárir. Þeir virðast ekki alveg nógu öruggir með það hvað framtíðin ber í skauti sér. Við vélasalar höfum mikið samband við bændur og erum með puttann á púlsinum. Ég hef þá tilfinningu að til dæmis minni kúabændur séu að hugsa sinn gang með framhald búskapar, meðal annars vegna reglu- gerðarbreytinga sem kalla á viða- miklar breytingar á húsakosti. Það er óvissa hjá bændum og það hefur áhrif á áætlanir um vélakaup.“ Hann segir vélasöluna hjá Vélfangi hafa þróast ágætlega og það sé nóg að gera. „Við vorum að greina sölutölur frá 1. okt. 2015 til loka maí á þessu ári. Þar kemur glögglega fram að vélar eru að stækka en þó er það svo að 70% af seldum vélum eru undir 139 hö. Meginþorri þessara véla, eða 64% þeirra eru á bilinu 100–139 hö. Það má segja að dráttarvélamarkaðurinn sé á þessu bili. Varðandi heyvinnu- tækin og önnur tæki sjáum við aukn- ingu í stærri vélum. Nýlega seldum við til dæmis risasláttuvélasett með færibandi sem setur múgann saman og fyrstu fjögurra stjörnu múgavélina sem við höfum flutt inn frá Claas. Almennt finnst mér aðeins rólegra yfir heyvinnutækjamarkaðnum en áður. Menn eru aðeins að fresta ákvörðunartökum þangað til að þeir sjá hvernig rekstrarumhverfið verð- ur,“ segir Eyjólfur Pétur hjá Vélfangi. Fjölbreyttari tekjumöguleikar til sveita skapa aukna bjartsýni Finnbogi Magnússon, fram- kvæmdastjóri Jötunn Véla á Selfossi, segir dráttarvélasölu hjá fyrirtækinu umtalsvert meiri á þessu ári en því síðasta. Í júní afhenti fyrirtækið 13 dráttarvélar sem er mesta sala drátt- arvéla í einum mánuði síðustu 8 árin á þeim bæ. „Ég þakka söluaukninguna auk- inni bjartsýni í þjóðfélaginu og líka því að bændur eru búnir að bíða svo lengi með að endurnýja vélar. Við eigum von á áframhaldandi aukningu á næsta ári. Það sem heldur helst aftur af mönnum er óvissa vegna búvöru- samninga. En að því gefnu að samn- ingar klárist í haust er mjög bjart yfir landbúnaðinum,“ segir Finnbogi. Hann segir áberandi að fleiri bændur virðist vera með verulegar aukatekjur af ferðaþjónustu sem auki bjartsýni og framkvæmdagetu. „Mér sýnist til dæmis að á svæðinu frá Selfossi og austur að Höfn sé fjöldi bænda með tekjur vegna sérvinnslu mat- væla, þjónustu ýmiss konar og ekki síst vegna gistiþjónustu. Þetta er allt árið um kring en ekki stuttar tarnir yfir hásumarið eins og áður. Þetta hjálpar allt til að efla landbúnaðinn, atvinnulíf og lífið í sveitunum. Þetta verður mögulega til þess að auðvelda kynslóðaskipti því fjárfestingar í þessum atvinnutækifærum eru oft á tíðum ekki svo stórar. Aukatekjurnar hjálpa til við uppbyggingu búanna,“ segir Finnbogi Magnússon. /TB Breskt fyrirtæki, sem kallast George Holland ltd., hefur áhuga á samstarfi við íslenska garðyrkju- menn um ræktun á grænmeti sem selt yrði á markaði í Bretlandi. Neeraj Rattu, talsmaður fyrirtækisins, segir í samtali við Bændablaðið að það hafi áhuga á að kaupa eldpipar frá íslenskum garðyrkjubændum. Ávextir, grænmeti og fræ Auk þess að selja og dreifa ávöxt- um og grænmeti á Evrópumarkaði framleiðir fyrirtækið lífrænan áburð, vistvænt skordýra- og sveppaeitur sem er notað í lífrænni ræktun víða í Evrópu. Fyrirtækið selur einnig fræ til landa í Afríku, Evrópu og Asíu. Prufuverkefni Rattu segist hafa mikinn áhuga á samstarfi við íslenska garðyrkju- bændur, bæði hvað varðar sam- vinnu um ræktun og að kynna þeim framleiðslu sína. „Okkur hjá George Holland langar að prófa í samvinnu við garðyrkjubændur á Íslandi að rækta Habenero-eldpipar sem yrði markaðssettur á Bretlandseyjum og víðar í Evrópu. Ef sú tilraun tækist vel er hægt að bæta fleiri tegundum grænmetis við ræktunina.“ Að sögn Rattu mun fyr- irtækið útvega fræ til rækt- unarinnar og æskilegt sé að bændur notist við vörur frá þeim við hana. Auk þess sem fyrirtækið veitir ráðgjöf við ræktun eldpiparsins sé þess þörf. 20 tonn á mánuði „Að sjálfsögðu fer áframhaldandi ræktun eftir kostnaði og sé hann viðunandi gæti framleiðslan verið um 20 tonn á mánuði. Eftirspurn eftir eldpipar er mikil á Bretlandseyjum yfir vetrarmánuðina og æskilegt er að ræktun hans geti hafist í september á þessu ári.“ Fyrirtæki Rattu ræktar eld- pipar í Afríku í dag en er að leita að samstarfi við ræktendur nær Bretlandseyjum og að ræktun með jarðhita sé áhugaverður kostur. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Neerja Rattu í gegnum netfangið neeraj@george-holland.com og á heimasíðunni www.george-holland. com. /VH Nýjungar í ræktun: Vill kaupa eldpipar frá Íslandi Byggðarráð Skagafjarðar hefur skorað á menntamálaráðherra að setja af stað vinnu við að skoða allar mögulegar útfærslur með það að markmiði að styrkja Háskólann á Hólum sem sjálf- stæða menntastofnun og tryggja til framtíðar að yfirstjórn og umsjón haldist í Skagafirði. Byggðarráð segir í bókun að Háskólinn á Hólum sé ein af grunn- stoðum í skagfirsku samfélagi og verði mikilvægi hans seint að fullu metið. „Það að vera með öll skóla- stig innan héraðs, frá leikskóla til háskóla, gefur Skagafirði tækifæri sem mikilvægt er að nýta til framfara fyrir íbúa og atvinnulíf í Skagafirði,“ segir í bókun byggðarráðs. Fylgja eftir jákvæðri umræðu Þá segir að nú sé glæsilegu Landsmóti hestamanna á Hólum nýlokið og mun sú mikla og mikil- væga uppbygging sem þar hefur átt sér stað nýtast skólanum til sókn- ar um ókomna tíð. „Mikilvægt er fyrir okkur Skagfirðinga að fylgja eftir þeirri jákvæðu umræðu sem Hólar fengu í kjölfar Landsmóts til að sækja fram fyrir skólann enda er Háskólinn á Hólum æðsta menntastofnun íslenska hestsins í heiminum. Er það okkar að tryggja að svo verði áfram.“ Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar formlega eftir samstarfi við stjórnvöld og Landssamband hestamannafélaga um að Hólar í Hjaltadal verði gerðir að þjóðarleikvangi íslenska hests- ins. Sú umgjörð sem þar hefur verið sköpuð er einstök á heimsvísu og öll uppbygging í fortíð, nútíð og framtíð mun nýtast Háskólanum á Hólum, styrkja stöðu hans og festa enn frekar í sessi. Auka þarf rekstrarfé Byggðarráð vill jafnframt ítreka að tryggja þarf sjálfbærni í gæða- og rekstrarmálum skólans. Auka þarf rekstrarfé til skólans og tryggja rekstrargrundvöll hans til framtíð- ar. Taka þarf af uppsafnaðan halla sem safnast hefur upp á undanförn- um árum meðal annars vegna þess að fjárframlög til skólans hafa ekki verið í samræmi við rekstrarforsend- ur og veita þar með skólanum and- rými tl framþróunar. /MÞÞ Lilja Dögg Guðnadóttir og Halldór Arnar Árnason í Stóra-Dunhaga 2 í Hörgárdal fengu nýlega þennan myndarlega New Holland T6.140 AC ásamt Ålö ámoksturstækjum. Mynd / Kraftvélar Bryndísar Eva Óskarsdóttir Háholti og Már Óskar sonur hennar við nýja glæsilega Massey Ferguson 7720 dráttarvél. Mynd / Jötunn Vélar Ingás ehf. tók í vikunni við nýrri Deutz-Fahr 9340TTV sem er stærsta Mynd / Þór Breskt fyrirtæki vill fá íslenska bændur til að rækta „habanero“-eldpipar. Mynd / 101habaneros.wordpress.com Byggðarráð Skagafjarðar: Hólar verði þjóðarleikvangur íslenska hestsins Nýi hringvöllurinn á Hólum sann- aði ágæti sitt á Landsmóti. Mynd / TB - lusamstæða í eigu bændanna á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd. Mynd / Vélfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.