Bændablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. maí 2017
Í nýjum tölum Búnaðar-
stofu Matvæla stofnunar
kemur fram að ásett
sauðfé í landinu á síð-
astliðnum vetri var
475.893 skepnur. Er
þetta örlítil fjölgun
frá fyrra ári en sýnir
samt gríðarlega fækk-
un sauðfjárstofnsins á
síðustu 35 árum.
Á árinu 1981 var
sauðfé í landinu 794.097
skepnur, en fór síðan ört
fækkandi fram til 1992
þegar talan var komin
niður í 487.545. Þá varð
lítils háttar aukning og
fjölgaði sauðfé á tveim
árum, eða til ársloka 1994
í 499.335 skepnur. Það
er jafnframt mesti fjöldi
sauðfjár í landinu allar götur
síðan. Aðeins tvisvar sinnum
hefur stofninn náð því að komast
í 490.000 síðan 1994, en það var
1998 og 1999.
Í dag telst sauðféð í
landinu eins og fyrr segir
vera 475.893 skepnur. Þar
af eru 377.861 ær. Hrútar
og sauðir (geldir hrútar) eru
11.939. Þá eru lambgimbrar
77.636 talsins og lambhrútar
eru 8.457.
Mesta sauðfjáreldið er á
Norðurlandi
Langflest sauðfé er á
Norðurlandi, eða 183.775
fjár og þar af er drjúgur hluti
fjárins í Húnavatnssýslum.
Þar á eftir kemur Suður-
og Suðausturland, þ.e. frá
Ölfusi og austur að Höfn í
Hornafirði með 96.956 fjár.
Vesturland fylgir þar fast á
hælana með 91.703 skepnur.
Sauðfé hefur fækkað mikið á
Vestfjörðum en þar eru nú sam-
kvæmt tölum MAST 44.737 kind-
ur. Á Austfjörðum hefur fækkun
sauðfjár líka orðið mikil og eru
þar nú 54.932 skepnur. Fæst er
sauðfé þó á höfuðborgarsvæðinu
þar sem einungis eru 2.989 fjár.
Aðeins 1,4 skepnur á íbúa
Á árinu 1981 voru 794.097 vetr-
arfóðraðar kindur í landinu, eða
um 3,5 sauðkindur á hvern ein-
asta landsmann. Á árinu 2016
var sauðfjárstofninn kominn
í 475.893 skepnur, eða um 1,4
kindur á hvern íbúa.
Ljóst er að sauðfé hefur því
fækkað gríðarlega á undanförnum
áratugum eða um hartnær helm-
ing að höfðatölu fjárins og enn
meira sem hlutfall af íbúafjölda.
/HKr.
Svínastofninn á Íslandi
var í árslok 2016 samtals
3.510 dýr, þar af 3.451 gylta
og 59 geltir. Það er ríflega
tvöfalt stærri stofn en var
hér á landi fyrir 35 árum.
Afraksturinn í kjötfram-
leiðslu á hverja gyltu er þó
án efa mun meiri í dag árið
1981.
Á árinu 1981 voru á
Íslandi 1.494 svín sam-
kvæmt tölum MAST og Data
Market. Svínunum fjölgaði
hægt og rólega upp í 3.315
dýr árið 1991.
Mikið misræmisstökk í
tölfræðinni
Frá 1991 varð risastökk í tölfræðinni
og árið 1992 voru svínin talin vera
21.518 talsins. Nokkuð öruggt má
telja að þar hafi menn verið að slá
tölu á allan stofninn með gyltum,
göltum, eldisgrísum og smágrísum,
en ekki bara gyltum og göltum eins
og nú er gert.
Eigi að síður átti þessi tala eftir að
hækka mjög og fór í 29.519 dýr árið
1996. Þá kom dýfa og árið 1967 var
svínafjöldinn sagðir 20.241. Þá kom
aftur mikil fjölgun og fór talan upp í
27.881 á árinu 1988.
Talnagögnin færð í fyrra horf
Frá 1988 til 1999 mætti svo ætla að
hrun hafi orðið í stofninum, því að á
árinu 1999 segja tölur að stofninn hafi
einungis talið 3.926 dýr. Sennilegasta
skýringin er að þá hafi menn farið
að nota sömu stofnastærðarviðmið
og gert er nú líkt og tíðkað er varð-
andi sauðfjárstofninn. Það er að
telja einungis gyltur og gelti og fé á
fóðrum. Samkvæmt þeirri mælingu
reis svínastofninn á Íslandi hæst í
4.561 dýr á árinu 2001. Mikill slag-
ur var á markaðnum í framhaldinu
og fækkaði skepnunum þá í 3.553
svín árið 2004. Fór stofninn þá aftur
að vaxa og komst í 4.265 dýr árið
2008. Síðan fór heldur að halla undan
fæti í svínaræktinni og fór stofninn
lægst í 2.531 dýr árið 2013.
Náði hann sér svo nokkuð
á strik og komst í 3.518 dýr
árið 2015, en var miðað við
síðustu áramót 3.510 svín.
Erfiður samanburður á
fjölda grísa
Auk fullorðnu svínanna
þá eru eldisgrísir í fyrra
taldir vera 25.791 og smá-
grísir 8.715. Miðað við
tölfræðina sem iðkuð var
á árunum 1991 til 1999 þá
væri svínastofninn í dag
metinn í heild 41.526 dýr.
Það er stærri svínastofn en
nokkru sinni hafa sést tölur
um á Íslandi, en setja verður ýmsa
varnagla á slíkri gagnaframsetningu.
Í þessari tölfræði er ljóst að
starfsfólki MAST er þar sami vandi
á höndum og í alifuglatalningunni.
Hröð velta í grísaeldinu gerir það að
verkum að erfitt er að halda utan um
fjöldann og getur þá skipt sköpum
hvenær talan er skráð. Er því mikil
hætta á misræmi á milli ára. Auk
þess er frjósemin hjá gyltum í dag
mun meiri en áður. Það er því ekki
hægt að bera saman fjölda þeirra árið
1981 og 2017 og áætla fjölda grísa á
hverja gyltu samkvæmt afkomunni
í dag. Því væri mun nærtækara að
taka samantekt sláturhúsa um hver
áramót til að sjá heildarframleiðslu á
grísum fyrir markaðinn. Þar er þegar
notast við öfluga gagnasöfnun alla
daga sem sýnir rauntölur fyrir það
sem er að gerast á kjötmarkaðnum
og skiptir máli fyrir hagtölusaman-
tekt.
Forðagæslueftirlitið hentaði illa
við mat á svínastofninum
Heimsókn talningamanna í hús er
arfleifð frá því forðagæslumenn fóru
um sveitir til að meta hvort líkur
væru á fóðurþurrð eða ekki. Tölur
sem þar fengust í leiðinni um búfjár-
fjölda voru síðan einnig notaðar við
útreikning á stuðningsgreiðslum.
Það á þó ekki við hvað varðar svína-
eldi og alifuglaeldi. Þar er stuðn-
ingur með allt öðrum hætti. Þetta
hafa starfsmenn MAST m.a. verið
að skoða til þess að geta lagt fram
nákvæmar og samanburðarhæfar
búfjártölur um stöðuna á Íslandi
/HKr.
Íslensku geiturnar eru enn í
útrýmingarhættu, en þær eru
einungis 1.188. Eigi að síður
hefur stofninn fimmfaldast á
síðustu 35 árum.
Þannig var íslenski geitastofninn
kominn niður í 222 skepnur árið
1981. Hann komst upp í 323 dýr
árið 1989 og fór á ný í fyrsta sinn
yfir 500 skepnur árið 2007. Síðan
hefur verið nokkuð jafn vöxtur í
stofninum sem komst í fyrsta sinn
rétt yfir 1.000 dýr árið 2015. Nú
telst stofninn vera 1.188 skepnur.
Þrátt fyrir mjög hægan vöxt úr
nánast útdauðum stofni, þá hefur
íslenski geitastofninn samt rúmlega
fimmfaldast á 35 árum síðan 1981.
Flestar eru geiturnar í
Borgarbyggð, eða 291 tals-
ins. Þá kemur Skagafjörður
með 124 geitur, Hornafjörður
með 79, Fljótsdalshérað með
59, Akrahreppur með 55 og
Rangárþing ytra er með 54 geitur.
Þrjátíu önnur sveitarfélög eru svo
með frá 1 upp í 42 geitur.
/HKr.
FRÉTTIR
Suðurnes;
801; 0%Suðurland frá Ölfusi að
Hornafirði;
96.956; 20%
Höfuðborgarsvæðið;
2.989; 1%
Vesturland;
91.703; 19%
Vestfirðir;
44.737; 9%
Norðurland;
183.775; 39%
Austfirðir;
54.932; 12%
Heimild: Búnaðarstofa MAST
Suðurnes;
537; 15%
Suðurland frá
Ölfusi að
Hornafirði;
Höfuðborgarsvæðið; 853; 24%
Vesturland;
523; 15%
Vestfirðir; 0; 0%
Norðurland; 517; 15%
Austfirðir; 0; 0%
Heimild: Búnaðarstofa MAST Bændablaðið / HKr.
Sauðfé í landinu hefur fækkað
um nær helming á 35 árum
Örstofn íslenskra geita enn í útrýmingarhættu, en hefur samt fimmfaldast á 35 árum:
Íslensku geiturnar eru nú 1.188
Svínastofninn hefur ríflega
tvöfaldast á 35 árum