Bændablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 53

Bændablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 53
53Bændablaðið | Miðvikudagur 24. maí 2017 Á öldum áður var rík hefð fyrir nýtingu sauðamjólkur hér á landi. Voru fráfærur stundaðar eitthvað fram yfir aldamótin 1900 og á einstaka bæjum allt fram undir 1950. Þetta var mikilvægur hlekkur í matvælaframleiðslu þjóðarinnar og trúlega unnið úr sauðamjólk á hverjum bæ í þá tíð. Sauðamjólkin þykir kostamikil og var hún nýtt til osta-, smjör- og skyrgerðar. Í seinni tíð hefur þessi menning tapast niður hérlendis. Víða erlendis hefur nýting sauðamjólkur lifað af byltingar og breytingar í landbúnaðinum og framleiðsla á sauða- og geitaostum mikils metin. Eru sóknarfærin meiri í dag? Á síðustu áratugum hefur verið reynt að glæða þessa framleiðslu nýju lífi og hafa verið sett á laggirnar átaksverkefni í þeim tilgangi. Þróunin hefur verið hæg en þó eru nokkur dæmi nú í seinni tíð um að mjólk úr ám og huðnum sé nýtt til matargerðar. Hugsanlega er betri jarðvegur nú en áður fyrir slíka framleiðslu. Með stórauknum ferðamannastraumi ætti að vera aukinn grundvöllur fyrir sölu á sérvörum úr íslenskum landbúnaði. Þá hafa reglur um framleiðslu á sauða- og geitamjólk verið rýmkaðar sem gerir bændum auðveldara fyrir að hefja slíka framleiðslu. Þá er ekki síður þörf nú, en áður, að auka verðmætasköpun í landbúnaðinum. Varðandi geitfjárræktina myndi það vera stórkostlegt gæfuspor m.t.t. stofnverndar á þessum merka landnámsstofni ef nýting afurðanna næði aukinni fótfestu. Fræðslufundur fyrir bændur Ráðgjafarmiðstöð land- búnaðarins í samstarfi við Landssamtök sauðfjárbænda og Geitfjárræktarfélag Íslands mun standa fyrir fræðslufundi um framleiðslu úr sauða- og geitamjólk. Fundurinn verður haldinn á Hvanneyri föstudaginn 23. júní og stendur frá kl. 13.00 til 17.00. Markmið fundarins er að kynna fólki hvaða aðstaða þarf að vera fyrir hendi, hvaða kröfur eru gerðar til aðstöðunnar og að hverju þarf að huga áður en farið er af stað í slíkt verkefni. Erindi flytja: Sveinn Rúnar Ragnarsson, bóndi í Akurnesi. Hann mun fjalla um reynslu bænda í Akurnesi af framkvæmd sauðamjalta. Óli Þór Hilmarsson, sérfræðingur hjá MATÍS. Óli Þór mun m.a. fara yfir hvaða kröfur eru gerðar til aðstöðu við vinnslu á mjólkinni. Sigtryggur Veigar Herbertsson, bútækniráðunautur RML, sem mun fræða fólk um aðstöðu til mjalta. Þátttaka er öllum opin og ekki krafist þátttökugjalds en áhugasamir verða að skrá þátttöku sína. Skráning fer fram í gegnum heimasíðu RML (sjá hnapp á www.rml.is) eða hafa samband í síma 516-5000. Frekari upplýsingar veitir Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur RML (ee@rml.is / 516-5014). Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Eins og flestum er kunnugt um þá tók gildi reglugerð um stuðning í nautgriparækt um síðustu áramót þar sem skýrsluhald er skilyrði fyrir greiðslum samkvæmt samningi um starfsskilyrði í nautgriparækt. Þetta þýðir að til þess að fá beingreiðslur, gripagreiðslur og aðrar greiðslur sem tilgreindar eru í samningnum verður viðkomandi að skila skýrslum og kýrsýnum (mjólkurframleiðendur) innan tilskilins tímafrests. Fyrir þá mjólkurframleiðendur sem voru í skýrsluhaldi er breytingin í raun og veru engin. Áfram skrá menn burði, afdrif, nyt kúnna og taka kýrsýni. Kjötframleiðendur þurfa á sama hátt að skrá burði og afdrif fyrir tilskilinn frest sem er 10. næsta mánaðar fyrir þann mánuð sem skýrslu er skilað fyrir. Fyrir þá gripi sem fara í sláturhús er gerð krafa um sláturgögn sem lesin eru sjálfkrafa inn í kerfið frá sláturhúsunum. Þarna verður þó að vanda til verka og tryggja af fremsta megni að rétt einstaklingsnúmer skili sér inn í kerfið. Rétt er að hafa í huga að komi upp villur varðandi sláturgögn er betra að hafa tímann fyrir sér, þ.e. ekki miða við að skila skýrslum á allra síðasta degi eða klukkutímum. Mjólkurframleiðendur ættu sérstaklega að hafa í huga kröfur varðandi kýrsýni. Gerð er krafa um að skilað sé inn sýnum úr öllum mjólkandi kúm tvisvar sinnum í ársfjórðungi eða 8 sinnum á ári. Taka má sýni oftar en sjaldnar þýðir brottfall greiðslna. Þessu er ákaflega mikilvægt að framfylgja með reglubundnum hætti því sýni verða ekki tekin aftur í tímann og verði misbrestur á getur það þýtt brotfall bein- og gripagreiðslna út allt árið. Það er háalvarlegt mál sem getur leitt til mjög slakrar fjárhagslegrar afkomu viðkomandi bús. Skýrsluskil fara fram eins og áður, þ.e. fyrst eru skráðir burðir, afdrif og flutningar. Því næst er mjólkurskýrsla fyllt út og skilað. Lokastigið er keyrsla og skil svokallaðrar lögbundinnar skýrslu sem er í raun yfirferð á gögnum til þess að sjá hvort þau uppfylla ákveðnar lágmarkskröfur. Þeir bændur sem eingöngu stunda framleiðslu nautakjöts þurfa að sjálfsögðu ekki að skila mjólkurskýrslu heldur fara beint í lögbundnu skýrsluna að loknum skráningum á burðum, afdrifum og flutningum. Leiðrétting Í grein eftir mig sem birtist í Bændablaðinu 9. mars sl. sagði ég að í dag skiluðu um og yfir 90% búanna skýrslum mánaðarlega en fyrir aðeins 10 árum síðan hefði þetta hlutfall verið milli 60 og 70%. Í þessari fullyrðingu gætti ákveðinnar ónákvæmni sem rétt er að leiðrétta. Hið rétta í þessu er að á fyrstu mánuðum skýrsluhaldskerfisins Huppu voru skil með áðurnefndum hætti, þ.e. hlutfallið var frá rúmlega 50% upp í nálægt 75%. Þetta á við um mánuðina frá maí 2008 til og með nóvember 2008. Frá þeim tíma hafa skil verið um og yfir 90% í hverjum mánuði. RÁÐUNAUTUR Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir ráðunaut Starfs- og ábyrgðarsvið: • Starf í ráðgjafateymi RML. • Fjölbreytt ráðgjöf með áherslu á nautgriparækt. • Þróun og sala á fjölbreyttri ráðgjöf á landsvísu í samstarfi við annað starfsfólk RML. • Önnur tilfallandi verkefni. Menntunar og hæfniskröfur: • Háskólapróf sem nýtist í starfi. • Þekking á sviði landbúnaðar. • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. • Geta til að vinna undir álagi. • Góðir samskiptahæfileikar. Gert er ráð fyrir að starfsstöð viðkomandi verði á Selfossi. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er ráðgjafarfyrirtæki í eigu bænda sem sinnir landbúnaðarráðgjöf um allt land. Starf sem in er dreifð um landið á 13 starfsstöðvum. Við bendum áhugasömum á heimasíðu fyrirtækisins www.rml.is þar sem sótt er um starfið, en þar er einnig hægt að kynna sér starfsemina enn frekar. Umsóknarfrestur er til og með 1. júní. Nánari upplýsingar veita Vignir Sigurðs- son framkvæmdastjóri, vignir@rml.is og Berglind Ósk Óðinsdóttir starfsmanna- stjóri, boo@rml.is. Guðmundur Jóhannesson ábyrgðarmaður í nautgriparækt mundi@rml.is Enn um skil á skýrslum Eyþór Einarsson ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt ee@rml.is Nýting sauða- og geitamjólkur – Opinn fræðslufundur fyrir sauðfjár- og geitfjárbændur – Steinsagir, kjarnaborvélar, gólf- og vegsagir MHG Verslun ehf | Akralind 4 | 201 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN HUSQVARNA FS 400 LV Sögunardýpt 16,5 sm HUSQVARNA K 760 Sögunardýpt 12,5 sm HUSQVARNA K 2500 Sögunardýpt 14,5 sm HUSQVARNA DM 230 HUSQVARNA K 3600 MK II Sögunardýpt 27 sm HUSQVARNA Steinsagarblöð og kjarnaborar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.