Bændablaðið - 24.05.2017, Síða 28

Bændablaðið - 24.05.2017, Síða 28
28 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. maí 2017 Húsfyllir í Björtuloftum á fræðsluráðstefnu Landbúnaðarháskóla Íslands um umhverfismál: Hvað getur Ísland gert í loftslagsmálunum? Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) stóð fyrir fræðsluráð- stefnunni Hvað getur Ísland gert? í Björtuloftum í Hörpu 18. maí síðastliðinn. Fjallað var um umhverfismál; landnotkun og loftslagsmál –hvað Ísland geti lagt af mörkum til að stemma stigu við loftslagsbreytingunum. Glíma mannsins við blind kapítalísk kerfi Björn Þorsteinsson, rektor LbhÍ, flutti setningarávarp og sagði umfjöllunarefni ráðstefnunnar víðfemt og flókið – og snertifletir viðfangsefnisins væru margir við náttúru og samfélag. Tekist væri á um leiðir og sjónarmið enda lægju víða fjölbreyttir hagsmunir. Loftslagsmál væru glíma mannsins við sjálfan sig og mörg þau blindu kerfi sem hann hefur komið sér upp – sérstaklega í formi kapítalískra hagkerfa. Meginatriðið til að tak- ast á við loftslagsvandann hljóti að vera að ráðast að rót vandans sem sé brennsla á jarðefnaeldsneyti og losun gróðurhúsalofttegunda. Ekki sé nóg að einblína á mótvægisað- gerðirnar eða lausnir þeirra sem hafa hag af því að selja mótvægis- aðgerðir. Góð menntun í náttúru- og auð- lindafræðum væri æ mikilvægari svo almenningi sé unnt að taka upplýsta afstöðu. Loftslagsmálin forgangsmál ráðherra Síðan flutti Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra erindi. Hún lagði meðal annars áherslu á að umræðan um loftslagsmál þyrfti ekki að vera flókin og illskiljan- leg. Málið væri einfalt í sjálfu sér; maðurinn hefði raskað jafnvægi náttúrunnar. Það hefði hann gert með gríðarlegri vinnslu og notkun á jarðefnaeldsneyti – sem hafa valdið útstreymi gróðurhúsalofttegunda langt umfram það sem vistkerfi jarðar getur tekið við, eða um 40 prósent frá upphafi iðnbyltingar- innar. Gríðarlegar umbreytingar á landvistkerfum jarðar hefðu líka Þú f Sala og ráðgjöf Sími 540 1100 www.lifland.is Reykjavík Lyngháls Akureyri Óseyri Borgarnes Borgarbraut Blönduós Efstubraut Hvolsvöllur Ormsvöllur Lambamjólk og lambakraftur Fóður og bætiefni Hitalampar Myndir / smh

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.