Bændablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. maí 2017 bændum á þriðja áratug síðustu aldar sem sögðu mjólkurbílinn hverfa sjónum á vegkafla þar sem hann hafi áður sést. Hins vegar leysti bygging nýs vatnsveitukerfis á sjötta áratug síð- ustu aldar mesta vandann, jarðsig hætti og rannsóknir sömuleiðis um 1980. Dæling á grunnvatni jókst þó með aukinni ræktun vatnsfrekra nytjaplanta, og tíu ára þurrkur upp úr árinu 2007 jók álagið á grunn- vatnskerfið, með tilheyrandi jarð- sigi. Sneed segir þurrkinn forsendu þess að rannsóknir hófust að nýju og sýndu umfang vandans. Niðurstöður USGS sýndu 7500 ferkílómetra svæði sem sigið hefur um nokkra sentimetra, en afmörkuð svæði hafa frá árinu 1925 sigið allt að 8 metra. Alvarleiki ástandsins felst einna helst í að grunnvatnsborðið lækkar, innviðir líkt og vegir og skurðir verða fyrir gríðarlegu tjóni, og eftir stendur spurningin um hvort kerfið geti annað eftirspurn. Fram að árinu 2014 voru engin lög sem takmörkuðu rétt bænda til að dæla grunnvatni á eigin landsvæði og engin kvöð á að mæla notkun, sem var hluti þess að ræktun verð- mætra en vatnsfrekra tegunda jókst stöðugt. Nýju lögin miða að því að gefa bændum tækifæri til að finna sjálfir lausnir, og takmarka notkun grunnvatns. Hlutverk USGS er ekki að setja reglur eða bjóða lausnir, heldur að veita upplýsingar um ástand og líklega þróun. Hins vegar munu yfirvöld setja skýrari ákvæði ef bændum tekst ekki að finna full- nægjandi lausnir. Sú tegund land- búnaðar sem nú einkennir Central Valley gerir vandamálið sérlega erfitt viðureignar. Möndlur í miljónum Gjöfulasta ræktarland heims er að finna í Central Valley í Kaliforníu. Það sem áður var heimkynni villtra dýra og árlegra flóða er nú orðið að umfangsmesta landbúnaðarvæði heims þar sem nær öllu náttúrulegu vatnsrennsli er stjórnað. Núverandi fyrirkomulag hefur frá miðri 20. öld þróast í átt að varanlegum nytja- plöntum, einna helst möndlutrjám og vínvið. Svæðið í kringum Manteca í norðurhluta dalsins einkennist nú að mestu af mjólkurbúum og möndlurækt, auk þess að vera vax- andi þéttbýliskjarni fyrir íbúa sem sækja vinnu við San Francisco-flóa. Dave Phippen keyrir glænýjan hvítan RAM pallbíl inn á athafna- svæði Travaille og Phippen, fjöl- skyldufyrirtæki með 60 heils- árs starfsmenn, 1.500 ekrur af möndlutrjám og nýlega vinnslustöð sunnan við Manteca. Innandyra sitja mexíkóskar konur við færiband og taka út steina og skemmdar möndl- ur sem nýlegu róbótakerfi yfirsást, en karlmenn vinna við að yfirfara vélabúnað fyrir haustvinnsluna. Dave ekur pallbílnum inn á milli trjánna sem blómstra hvítu í febrúar og skapa draumkennt gatnakerfi, og þylur um leið tölfræði um vöxt möndluræktar upp úr sjötta áratugn- um en ríkið framleiðir nú 80% af möndlum á heimsmarkaði. Söluverðmætið var 5,3 miljarðar dollara árið 2015, 29% minna en árið áður sökum mikilla verðlækk- ana, en þrátt fyrir það bætast við 30–50.000 ekrur á ári, með 120 tré á ekru. Hann útlistar mótbyr vegna verð- lækkana, hækkandi kostnað fyrir frjóvgun með býflugum og vöxt íbúðarbyggða sem þýðir varanlega glötun hágæða ræktarlands. Í þögn- inni heyrist suð býflugna sem eru í óða önn að frjóvga möndlublómin, vinnuafl sem kostar Dave 40.000 kr. á hverja ekru og hefur hækkað mikið. Við keyrum meðfram vatns- skurðum sem hver um sig nægir 40 ekrum, en ólíkt bændum í suðri hefur dæling grunnvatns enn ekki leitt til verulegs jarðsigs í þessum hluta dalsins. Lækkun grunnvatns- stöðu segir hann nema sex metrum á 30 árum, nú í 17 metrum undir yfirborði. Hann leggur meiri áherslu á hversu góð núverandi nýting vatns er með notkun dropavökvunar, og segist nota þriðjung þess vatns sem foreldrar hans notuðu á hverja ekru. Góð nýting vatns sé fjárhags- lega hagkvæm fyrir bændur auk þess að tryggja skynsama nýtingu á takmarkaðri auðlind, en hann segir einnig skorta á nýjar vatns- veituframkvæmdir í ríkinu. Varðandi gagnrýni á möndlu- iðnaðinn bendir hann á að fyrri tegundir eins og melónur séu jafn vatnsfrekar og möndlur en hins vegar mun verðmætari afurð og þar með betri nýting á ræktarlandi. Sömuleiðis séu kröfur samtímans á fjölbreytni ástæða vatnsfreks land- búnaðar, og bendir á að kjöt og mjólk séu mun vatnsfrekari en litlu brúnu möndlurnar hans, sem hver um sig þarf 3,7 lítra af vatni, Dave á að baki erfiða áratugi í uppbyggingu fyrirtækis sem nú blómstrar og er hluti af iðnaði sem telur 6.800 ræktendur, 1,1 millj- ón ekrur og 130 milljón möndlu- tré. Kynning á jákvæðum hlið- um iðnaðarins er meginhlutverk Möndlunefndarinnar, samtök fjár- mögnuð af ræktendum frá árinu 1950. Veruleiki iðnaðarins og þess landbúnaðar sem krefst vökvunar allt árið um kring, og getur ekki hvílt akra nema á margra áratuga fresti, er samofin ástandi vatnsmála. Hvort að lausnir liggi í bættum innviðum eða takmörkun á ræktun ákveðinna tegunda, á enn eftir að koma í ljós. Akuryrkja eða rányrkja Út um glugga Amtrak-lestarinnar á leið til Suður-Kaliforníu blasir við landslag þar sem nautgripafóð- urstöðvar, möndlutré, rafmagns- línur og fáfarnir sveitavegir þekja flatneskjuna upp að fjallsrótum Sierra Nevada. Þó Central Valley sé um 52.000 km2 að stærð með yfir 250 tegundir matjurta í rækt- un, samanstendur meirihlutinn af 10 tegundum, þar á meðal vínvið, möndlutrjám, tómötum og hrís- grjónum. Þörfin á vinnuafli hefur ávallt gert svæðið að áfangastað farandverkafólks og eru störf við uppskeru nú nærri 175.000, en landbúnaðarstörf Kaliforníu sam- tals 419.000. Í steikjandi sumarhita hafa Bandaríkjamenn, Kínverjar, Filippseyingar, Japanir en umfram allt Mexíkóar unnið störfin sem erfitt hefur verið að manna. Kosning Donalds Trump og yfirlýsinga hans um hertari innflytjendalöggjöf hafa nú þegar haft neikvæð áhrif á land- búnað, sér í lagi í Alabama, þegar kemur að vinnuafli, en aðgengi að vinnuafli, sér í lagi ódýru, hefur mestalla 20. öldina verið mik- ilvægt bændum sem enn þurfa mikið handafl til að sinna uppskeru. Kaliforníuríki, þvert á alríkisstefnu, viðheldur griðarstefnu gagnvart inn- flytjendum þar sem lögregla spyr ekki um dvalarleyfi innflytjenda. Ímynd landbúnaðar Kaliforníu hefur löngum mótast af bágu hlutskipti og átökum verkalýðs gagnvart stóreignabændum, líkt og í bókum John Steinbeck, en sú ímynd er að mörgu leyti flóknari. Laun í landbúnaði hafa löngum verið hærri í ríkinu en víðar og störfin sögð þjóna hlutverki stökkpalls fátækra innflytjenda inn í bandarískt samfélag. Hins vegar er löng saga mismununar, fordóma Dave Phippen á möndluakri í febrúar. Myndir / Svavar Jónatansson Dan Best, stofnandi Sacramento-bændamarkaðarins. Sölubás á Bændamarkaði Sacramento undir I80 hraðbrautinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.