Bændablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 52

Bændablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 52
52 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. maí 2017 Aðstæður til beitar eru mismunandi og því hentar ekki sama skipulag öllum. Mikilvægt er að hugsa beitina sem hluta af heildar-fóðrunar skipulagi búsins og finna þann takt sem hentar hverjum og einum, hvort sem beitin er stór eða lítill hluti af framleiðsluferlinu. Innihald grass til beitar Góð beit einkennist af háu innihaldi próteins og lágu trénisinnihaldi (NDF), þetta þýðir að nýtanleg orka er há og fóðrið lystugt. Fóður með lágu trénisgildi ögrar vambarumhverfinu, aukið flæði er úr vömbinni sem leiðir til slakari fóðurnýtingar. Mikilvægt er að tryggja gripum á beit góðu aðgengi að verkuðu heyi og viðeigandi kjarnfóðri, til að halda vambastarfseminni í jafnvægi. Velja gróffóður sem hentar hverju sinni á móti beitinni, ólíklegt er að sama gróffóður henti á öllum tímum sumarsins. Annars vegar erum við að beita á ungt kraftmikið gras í upphafi beitartímabilsins og svo fer næringargildið lækkandi eftir því sem plönturnar þroskast en með góðu skipulagi er hægt að halda beitinni kröftugri stærstan hluta sumarsins. Þroski grass og áburður hafa mest áhrif á næringargildi þess á beitinni, en jarðvegurinn, plöntusamsetning og veðrið hafa einnig mjög mikið að segja um næringargildi beitarinnar. Almennt er grænfóður orku-, prótein- og steinefnaríkt, en það er fljótt að spretta úr sér og vel sprottnir hafrar eru próteinsnauðir. Plöntuval Lystugleiki plantna hefur áhrif á fóðurupptöku á beit. Lystugar grastegundir eru til dæmis vallarrýgresi, vallarfoxgras, hávingull og vallarsveifgras, en kýr velja gjarnan tegundir eins og hvítsmára ef hann er í túninu. Til þess að fá góða beit þegar líður á sumarið og fram á haustið er nauðsynlegt að hafa grænfóður sem stærsta hluta beitarinnar. Fljótsprottnar tegundir, eins og sumarrýgresi, bygg, sumarhafrar og vetrarrýgresi, má rækta til beitar snemma sumars, gott er að sá því eins snemma og færi gefst. Byrja má að beita grænfóður þegar það hefur náð 10–20 cm hæð. Þessar tegundir, sem voru nefndar, geta verið komnar í þessa hæð 40–60 dögum eftir sáningu. Sumarrepja þarf aðeins lengri tíma. Sumarrepju, bygg og hafra þarf að randbeita – passa að byrja ekki of seint því þessar tegundir eru fljótar að spretta úr sér. Rýgresistegundirnar gefa góðan endurvöxt. Til þess að hafa alltaf í boði úrvals beit á rýgresi má slá það þegar sprettan er orðin of mikil og nýta endurvöxtinn til beitar. Endurvöxtur fer þó eftir veðri og úrkomu. Það er öruggara að nota vetrarrýgresið því sumarrýgresið sprettur hratt úr sér. Vetrarrepjan er sú grænfóður- tegund sem hentar best til beitar síðla sumars og á haustin. Vetrarrepju sem er sáð í byrjun maí má jafnvel byrja að beita í júlí í 15–20 cm hæð eða snemma í ágúst í 20–30 cm hæð. Mikilvægt er að kýr sem eiga að mjólka vel og er beitt á vetrarrepju hafi einnig aðgang að túni til beitar og fá gróffóður. Ekki er ráðlegt að vetrarrepjan sé meira en þriðjungur af gróffóðrinu síðsumar og minnki rólega við innistöðuna. Það sem mestu ræður þó, þegar kemur að því að velja heppilegustu plönturnar, er veðrið og aðstæður hvers og eins. Ábendingar: • Hafa alltaf gott aðgengi að gróffóðri til að jafna vambarumhverfið allt beitartímabilið • Velja kjarnfóður sem hentar hverju sinni • Beit á snemmsprottið grænfóður, sem ekki gefur endurvöxt, er dýr • Best að slá frumvöxt rýgresis þegar uppskera er orðin ásættanleg, beita svo endurvöxtinn, hann getur verið orðinn nýtanlegur tveimur vikum eftir slátt. Vegna þess að endurvöxtur rýgresis nýtist illa til beitar ef beitt hefur verið á frumvöxtinn og endurvöxtur rýgresis er mestur ef frumvöxturinn er sleginn. Ráðgjafar RML eru innan handar varðandi bætta nýtingu beitar fyrir mjólkurkýr. Höfundar greinar: Berglind Ósk Óðinsdóttir, ráðunautur í fóðrun Eiríkur Loftsson, ráðunautur í jarðrækt Elin Nolsöe Grethardsdóttir, ráðunautur í nautgriparækt Sigtryggur Veigar Herbertsson, ráðunautur í bútækni og aðbúnaði Nú keppast kúabændur við að bæta sína aðstöðu og margir eru að breyta yfir í mjaltaþjóna, aðrir eru með hlutina í föstum skorðum. Ekki er einfalt að ná miklum afurðum með beitinni og eins getur það kallað á aukna vinnu að setja þær út á beit. En til þess að árangur náist af beitinni þarf skipulagningu. Skipulag innandyra Þegar staðsetja á mjaltaaðstöðu þá er margt sem hafa þarf í huga, eitt af því er hvernig við ætlum að standa að beitinni. Til þess að minnka vinnu við beitina er best að flokka þær út eftir mjaltir. Til eru nokkrar leiðir sem hægt er að nota við að flokka kýr út, en besta leiðin er að koma á stýrðri umferð og senda þær út til beitar þegar þær eru nýmjólkaðar. Þannig minnka líkur á að þurfi að sækja þær til mjalta, sem er tímafrekt og hentar illa með öðrum verkum, ef kýrnar eru á næturbeit er þetta enn mikilvægara nema verkneminn/ vinnumaðurinn sé frá Ástralíu og illa gangi að snúa við sólarhringnum. Þar sem ekki er stýrð umferð í fjósi alla jafna er einfalt að koma fyrir grindum og skipta fjósinu í tvennt meðan á þessu beitartímabili stendur (fyrir og eftir mjaltaþjón). Skipulag utandyra Mikilvægt er þegar staðsetja á ný útihús að hugsa fyrir nokkrum þáttum: • Stækkunarmöguleikum • Keyrslu á heyfeng og skít • Gönguleiðum til og frá beit. Alltof algengt er að staðsetning fjósa sé þannig að erfitt séð að koma við beit, stundum er langt í beitina, þvera þarf akstursleiðir dráttarvéla o.s.frv. Nauðsynlegt er að skoða hvar heppilegast sé að nýta beit og hafa fjósið staðsett þannig að hægt sé að nýta beitina. Atriði eins og halli í landi sem kallar á jarðrask, aðgengi að hreinu vatni og fleira hefur þar áhrif. Til eru bændur sem taka þetta lengra en aðrir og var fyrr í vor fyrsti færanlegi mjaltaþjónninn tekinn í notkun í Noregi og er hann færður að beitarlöndum á sumrin. Beitarsvæðin Til að hámarka afköst beitarsvæða er nauðsynlegt að skipta þeim upp í minni svæði, þannig er hægt að hafa stjórn á vexti hvers hólfs með t.d. ruddasláttuvél og með skipulagningu er hægt að stýra hvenær viðkom- andi hólf eru tilbúin, en auðvitað ræður veðrátta miklu um vöxtinn, en við ættum að geta stjórnað öðrum þáttum. Ef notast á við beitarsvæði kallar það á vinnu við uppsetningu á girðingum og brynningaraðstöðu og eins þarf að vera með gott skipulag á hvenær friða á hólf og hvenær á að beita. Nokkrir punktar: • Skipta fjósinu í tvennt, mjólk- aðir gripir komist út, aðrir ekki • Huga að gönguleiðum og akstri dráttarvéla • Einstefnuhlið til og frá fjósi hjálpa til við að stýra umferð • Hugið vel að jarðsambandi rafgirðinga, oft er lítil leiðni í malarpúða við byggingar, raki í jörðu hefur einnig áhrif. Ráðgjafar RML eru innan handar varðandi bætta nýtingu beitar fyrir mjólkurkýr. Höfundar greinar: Berglind Ósk Óðinsdóttir, ráðunautur í fóðrun Eiríkur Loftsson, ráðunautur í jarðrækt Elin Nolsöe Grethardsdóttir, ráðunautur í nautgriparækt Sigtryggur Veigar Herbertsson, ráðunautur í bútækni og aðbúnaði Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Í síðasta Bændablaði var umfjöllun um beitarmál mjólkurkúa á bls. 52 þar sem misfórst að skrá alla höfunda. Þeir eru Elin Nolsöe Grethardsdóttir, ráðunautur í nautgriparækt, Jóna Þórunn Ragnarsdóttir, ráðunautur í fóðrun, ásamt Sigtryggi Veigari Herbertssyni, ráðunaut í bútækni og aðbúnaði. Leiðrétting Góð beit einkennist af háu innihaldi próteins og lágu trénisinnihaldi (NDF), þetta þýðir að nýtanleg orka er há og fóðrið lystugt. Mynd / Anna Guðrún Grétarsdóttir Beit er list –2 Vatn er mikilvægt. Mynd / Halla Eygló Sveinsdóttir Beit er góð –2 Lystugleiki plantna hefur áhrif á fóðurupptöku á beit. Mynd / Halla Eygló Sveinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.