Bændablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. maí 2017 FRÉTTIR Mynd / Hlynur T. Tomasson Þær hafa það huggulegt, ærnar hjá Ármanni á Neðri-Torfustöðum – Slappa af í nýmóðins klaufsnyrtistól meðan dekrað er við þær Eitt af vorverkunum hjá sauðfjár- bændum er að snyrta klaufir á kindunum áður en þeim er sleppt á fjall. Þetta hefur verið býsna erfitt verk sem nú er búið auðvelda. Það getur verið bölvað puð að klaufsnyrta með því að fella kindina og halda henni á meðan maður klippir. Bóndasonurinn Ármann Pétursson á Neðri-Torfustöðum, nokkru innan við Laugabakka í Húnaþingi vestra, fann snjalla lausn til að létta sér verkið. Hannaði hann og smíðaði sérstakan klaufsnyrtingarstól sem vakið hefur hrifningu bænda. Í samtali við Bændablaðið sagði Ármann að þetta væri hans hug- mynd. Seinna hafi hann svo komist að því að áður fyrr hafi verið dæmi um að menn hafi smíðað einhvers konar búkka eða stóla úr timbri til að létta sér þetta verk. Þeir hafi þó ekki verið sérlega meðfærilegir. Hann sagðist vera mjög ánægður með sína hönnun sem væri létt og meðfærileg. Svo væri auðvelt að skipta um netið sem myndar bakið í stólnum ef á þyrfti að halda. Búinn að selja um 50 stóla „Ætli ég sé ekki búinn að selja um 50 svona stóla og þeir eru komnir víða um land,“ sagði Ármann. Samkvæmt fregnum Bænda- blaðsins hafa stólarnir vakið mikla lukku hjá eigendum enda auðveldir í notkun og meðfærilegir. Eru menn mjög ánægðir með þetta hjálpartól enda léttir stóllinn mjög vinnuna við klaufsnyrtingar. Hægt er að fá nánari upplýs- ingar hjá Ármanni á netfanginu; armannp1@gmail.com eða með því að hringja í hann í síma 849-8807. /HKr./HLJ Jamie‘s Italian veitingahúsakeðjan opnar á Hótel Borg: Stífar aðbúnaðar- og gæðakröfur gerðar að utan Undirbúningur er nú í fullum gangi fyrir opnun á nýjum veitingastað á Hótel Borg sem verður hluti af veitingahúsakeðju hins kunna enska matreiðslumanns, Jamie Oliver, sem heitir Jamie´s Italian. Framkvæmdir við breytingar á veitingarými Hótel Borgar hafa stað- ið yfir undanfarna þrjá mánuði og að sögn Jóns Hauks Baldvinssonar, eins af eigendum veitingastaðarins, hefur þurft að taka tillit til margra hluta. Bæði eru sett skilyrði og takmark- anir af hálfu borgarinnar þegar svo gömlum og sögufrægum byggingum er breytt og eins eru gerðar útlitskröfur frá höfuðstöðvum Jamie´s Italian, til dæmis um að eldað sé fyrir opnum dyrum. Jón Haukur segir að stefnt sé á opnun í lok júní. Á Jamie´s Italian verður, eins og nafnið gefur til kynna, ítölsk mat- reiðsla höfð í hávegum en að mestu leyti verður matreitt úr úrvals íslensku hráefni og búvörum – sem er búið að fara í gegnum nálarauga gæða- eftirlits Jamie Oliver Group. „Það verður eldað úr sérvöldu árstíðar- bundnu hráefni og það er gríðarlega mikið lagt upp úr gæðum hráefnis. Sömuleiðis eru gerðar miklar kröfur um að aðstæður og aðbúnaður sé eins og best verður á kosið fyrir dýrin á þeim bæjum sem við verðum í við- skiptum við. Jamie Oliver Group er með gæðakerfi sem heitir JOSIE og þar er gagnagrunnur með skilyrðum sem hver einasti birgir, sem ætlar að selja okkur hráefni, verður að uppfylla. Hann verður að svara yfir 100 spurn- ingum og senda myndir úr framleiðsl- unni,“ segir Jón Haukur. Krefjandi ferli með birgjum „Það hefur nú tekið okkur um þrjá mánuði að fá alla birgja á Íslandi samþykkta og hafa þeir flest allir tekið þessum fagmannlegu vinnu- brögðum afar vel, enda sjá þeir hvað þetta skiptir miklu máli; ekki bara fyrir veitingastaðinn heldur einnig fyrir markaðssetningu þeirra á vörum sínum. Hver einasti birgir er stofnaður inni í JOSIE-kerfinu og fyllir þar út ítar- lega lýsingu á fyrirtækinu og svarar tugi spurninga um framleiðsluhætti og fleira í þeim dúr. Þau síðan senda inn umsóknina. JOSIE annaðhvort hafnar umsókninni eða samþykkir. Ef þeir hafna umsókninni, þá koma spurningar sem vantar svör við til að hægt sé að samþykkja birginn. Þetta ferli gengur svo fram og til baka þang- að til Jamie Oliver er sáttur og allar helstu kröfur eru uppfylltar. Í mörgum tilvikum eru gerðar kröfur um lífræna vottun. Við vorum til dæmis í ákveðnum vandræðum með að finna kjúklinga- bú þar sem nægt gólfrými væri til að standast aðbúnaðarkröfur að utan því það eru mjög skýrar kröfur um það og að kjúklingar væru með aðgengi að útisvæði, auk þess sem dýravel- ferð væri í fyrirrúmi. Við fundum að lokum rétta kjúklingabúið og munum versla við Litlu gulu hænuna,“ segir Jón Haukur. Matseðillinn er valinn af Jamie- keðjunni en með ákveðnu innleggi frá íslenska staðnum. Jón Haukur segir að þar séu hefðbundnar ítalskar uppskriftir fyrir ferðarmiklar, þeim sé breytt lítillega að hætti Jamie Oliver. Í boði verða kjöt-, fisk-, pasta- og grænmetisréttir (vegan) á staðnum og einhver íslenskur bragur verður á einhverjum réttum. /smh Fjórðungssamband Vestfirðinga: Vill að neyðarbrautin verði opnuð á Reykjavíkurflugvelli Á fundi Fjórðungssambands Vestfirðinga þann 3. maí var tekin fyrir umsögn um opnun neyðar- brautar á Reykjavíkurflugvelli. Telur sambandið ótækt að flug- brautum sé lokað meðan engin önnur úrræði eru í sjónmáli. „ F j ó r ð u n g s s a m b a n d Vestfirðinga harmar þá stöðu sem innanlandsflug á Íslandi er komið í með lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli og þar með hlutverki flugvallarins í heilbrigð- is- og almannavarnakerfi landsins. Augljós er þörf fyrir flugvöll við höfuðborgarsvæðið sem þjónar öllu landinu. Augljóst er að ekki er fjármagn til byggingar nýs flugvallar í ríkisfjármálaáætlun né kemur það fram í langtíma sam- gönguáætlun. Á meðan sú staða er uppi er ekki hægt að fallast á að flugbrautum sé lokað vegna skipulagsmála á höfuðborgar- svæðinu,“ segir í samþykkt FV. /HKr. Norðurland vestra: Kortlagning skapandi greina Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) hafa samið við Þuríði Helgu Jónasdóttur, MA í hagnýtri menningar miðlun, um að gera úttekt á umfangi skapandi greina á Norðurlandi vestra. Markmiðið með verkefninu er að taka saman yfirlit um umfang skapandi greina og menningarlífs á Norðurlandi vestra. Um er að ræða upplýsingar um söfn og setur, sviðslistir, bóka- og skjalasöfn, tónlistarstarfsemi, listamiðstöðvar, húsnæði, gallerí, hönnuði, listamenn og margt fleira. Með þessu verkefni er lagður grunnur að upplýsingabanka sem nýtast mun heimamönnum og þeim sem vilja koma og tengjast landshlutanum. Þegar samantektinni er lokið verður hafist handa við að gera upplýsingarnar aðgengilegar. Þær munu m.a. gagnast þeim aðilum sem vilja standa fyrir viðburðum en vantar upplýsingar um húsnæði, listamenn og tengingar við heimamenn á hverjum stað. Þá verður einnig í fyrsta sinn hægt að gera sér grein fyrir umfangi þessarar starfsemi á svæðinu sem nýtast mun m.a. opinberum aðilum við almenna stefnumörkun. Fjölmargir íbúar Norðurlands vestra munu því eiga von á því á næstunni að til þeirra verði leitað með öflun upplýsinga að því er fram kemur í frétt á vefsíðu samtakanna. /MÞÞ Meðal birgja og bænda sem verða í viðskiptum: • Naut: Bakki, Rangarárþingi eystra. Slátrað á Hellu. Kjötsmiðjan er kjötbirgir. • Lamb: Frá Norðurlandi vestra. Slátrað á Blönduósi. Kjötsmiðjan er kjötbirgir. • Kjúklingur: Litla gula hænan. • Fiskur: Sjófiskur er okkar heildsali. Upprunninn úr sjónum við Ísland. Laxinn er í skoðun, verður jafnvel frá Silfurstjörnunni. • Egg: Nesbú. Gerilsneydd sem og heil lífræn. • Grænmeti: Mata og Innes. Mynd / smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.