Bændablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Miðvikudagur 24. maí 2017 og laga sem hindrað hafa ákveðna samfélagshópa í að komast ofar í samfélaginu, þá hina sömu og vinna á ökrum ríkisins. Opinbert tímakaup fyrir störf við ávaxtauppskeru í Kaliforníu er nú um 200 krónum yfir 1100 króna lágmarkslaunum ríkisins, en í ljósi þess að um 10% af öllu vinnuafli Kaliforníu er talið vera ólöglegir innflytjendur, skortir upplýsingar um raunveruleg kjör þessa hóps. Leifar appelsínulunda Sunnan við Los Angeles tekur við ljúft en dýrt andrúmsloft Suður- Kaliforníu. Appelsínulundir Orange County eru löngu horfnir undir steinsteypu íbúðarbyggða en ímynd brimbrettakappans lifir góðu lífi í markaðssetningu verslana og veitingastaða, sem og á öldum úti fyrir gylltum ströndum. Mikil eftirspurn eftir fersku og lífrænu grænmeti skapar tækifæri fyrir smábændur, líkt og hjónin George og Rebecca Kibby, sem rækta matjurtir á 20 ekrum í San Juan Capistrano undir nafninu South Coast Farms. Hjólhýsi við jaðar akursins þjónar hlutverki skrifstofu en mexíkóskir innflytjendur sinna uppskerustörfum og umhirðu. Þau selja hluta uppskerunnar á eigin smásölumarkaði allan ársins hring, grænmetiskörfur í áskrift og bjóða viðskiptavinum að tína sín eigin jarðarber af ökrunum gegn greiðslu. Landfræðileg staðsetning Suður- Kaliforníu veitir bændum nokkurra vikna tímabil þar sem vissar tegundir með stutt geymsluþol, líkt og agúrkur, eru í mikilli eftirspurn á landsvísu áður en uppskera hefst norðar. Á þeim tíma getur George selt 40.000 kassa af agúrkum til stórmarkaða víðs vegar um landið. Eftir tuttugu ára ræktun er það óheyrilegur vatnskostnaður sem rekja má til óheppilegra ákvarðana og fjárfestinga vatnsveitu svæðisins, og hins vegar hækkandi lóðarverð sem veldur tilvonandi endalokum ræktunar hjónanna, en lóðarverð er ein helsta ástæða þess að bændur selji jarðir sínar í Suður-Kaliforníu. Síðustu 10 ár hafa þau byggt upp búgarð með 600 ekrum fyrir nautgripi í Norður-Dakóta. Þaðan munu þau selja kjöt með lífrænni vottun auk þess að reykja kjöt, kallað Beef Jerky, sem eykur verðgildi þess til muna. Ég átti erfitt með að staðsetja George út frá eigin staðalmyndum af lífrænt ræktandi smábónda sem nú hyggst flytja til Norður-Dakóta, sem er órafjarri framúrstefnu Kaliforníu. Þrátt fyrir að láta ekki staðalmyndir hindra búskaparbreytingu, játaði hann að það væri „auðveldara að drepa brokkolí en nautgripi“. /Svavar Jónatansson George Kibby, grænmetis- og ávaxtabóndi í San Juan Capistrano, til tuttugu ára. Hjólabúnaður Þrýstibremsur Nefhjól Læsanlegir og einfaldir beislisendar Ljós og ljósabúnaður Bremsuborðar Hjólalegur Hjólnöf Bremsubarkar Samhliða innflutningi okkar á Indespension kerrum erum við með varahluti og hluti til kerrusmíða fyrir flestar kerrugerðir, t.d. Indespension, Ifor Williams o.fl. Eigum á lager mikið úrval varahluta í helstu gerðir bremsu og hjólabúnaðar fyrir Alko og Knott. Bjóðum einnig sérpantanir. Kerruvarahlutir á góðu verði Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is EXPLORE WITHOUT LIMITS ® ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF. KLETTHÁLSI 3 110 REYKJAVÍK SÍMI: 540 4900 NETFANG: info@arctictrucks.is www.arctictrucks.com DEKKJAÞJÓNUSTA TÍMABÓKANIR Í SÍMA 540 4900 JEPPADEKK fyrir íslenskar aðstæður VÖNDUÐ OG HLJÓÐLÁT DEKK UNDIR FLESTAR GERÐIR JEPPA OG JEPPLINGA. Hrossabændur - hestamenn! Vantar hross til slátrunar á næstu vikum. Forðist biðlista í haust. Bjóðum tímabundið hækkað verð! Sláturpantanir í síma 480 4100. Sláturfélag Suðurlands Selfossi Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.