Bændablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 54

Bændablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 54
54 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. maí 2017 Fyrir réttum fjórum árum próf- aði ég pallbílinn frá VW sem þá var nýkominn á markað. Í byrj- un maí frumsýndi Hekla nýjan og betrumbættan Amarok. Mér lék forvitni á að vita hvort breytingarnar væru miklar nú í sam- anburði við bílinn sem ég prófaði fyrir fjórum árum. Ný kraftmeiri vél Það fyrsta sem ég tók eftir var að verðið hefur lækkað, fyrir fjór- um árum kostaði ódýrasti bíllinn 7.590.000 og sá dýrasti 8.750.000, en nú kostar ódýrasti bíllinn 5.840.000 (sá bíll er 4 strokka með 140 hestafla vél), en sá dýrasti 7.690.000. Fyrir fjórum árum var vélin 4 strokka og skilaði 179 hestöflum og 420 Nm (Newtonmetra) togi, með 8 þrepa sjálfskiptingu, dráttargetan var 3.200 kg. Bíllinn sem prófaður var nú er með V6 3.0 dísilvél sem skilar 224 hestöflum og 550 Nm tog, sjálfskipt- ur og enn með 8 þrepa skiptingu. Dráttargetan er komin upp í hámark á 50 mm kúlu sem er 3.500 kg. Í minningunni er bíllinn og sætin nánast eins og fyrir fjórum árum, innra rými gott og útsýni. Ekki man ég hvort að bíllinn sem prófaður var fyrir fjórum árum hafi verið með bakkmyndavél, en í nýja bílnum er bakkmyndavél og þrátt fyrir að vera ekki mjög stór er myndin í henni óvenju skýr. Mjög góð fjöðrun miðað við marga pallbíla VW Amarok-bíllinn sem var inni í sýningarsal Heklu var á 255/55/19 dekkjum og felgum, en bíllinn sem ég prófaði var kominn á 265/60/18, en að minka felgustærðina um eina tommu og hækka belg hjólbarðanna gefur bílnum mun betri fjöðrun. Ég hefði viljað prófa hvort 17 tommu felgur passi undir bílinn, en það gæfi enn meiri möguleika á að gera bílinn mýkri og hentugri fyrir vonda vegi og slóða. Er ekki frá því að þessi pallbíll hafi verið mýksti pallbíll sem ég hef ekið tómum, en vegurinn sem valinn var í það var svo grófur að á endanum sneri ég við þar sem hann bara varð verri og verri. Á staðnum þar sem ég sneri við ók ég bílnum upp í þannig ójöfnu að annað afturhjólið fór á loft, en í stað þess að spóla á því hjóli færðist aflið yfir á hin hjólin sem voru með grip á jörðinni. Var töluvert frá uppgefinni eyðslu Uppgefin eyðsla í blönduðum akstri er 8 lítrar á kraftmesta bílnum sem ég prófaði, en eins og mér er tamt þegar ég kemst í kraftmikla bíla virðist hægri fóturinn á mér ótrúlega þungur. Í byrjun prufuakstursins ók ég bílnum innanbæjar í um 50 km og var meðaleyðsla mín innanbæjar 10,7 lítrar á hundraðið. Í um 50 km utanbæjarakstri var ég með eyðslu upp á 9,3 lítra. Inni í því var smá brölt á vondum vegslóða í um 5 km. Miðað við tilfinningu mína á bílnum gæti ég trúað að bíllinn sé að eyða á bilinu 11–13 lítrum á hundraðið með um þriggja tonna kerru í afturdragi í langkeyrslu miðað við að ekið sé á um 80 km hraða. Vantar krókinn sem staðalbúnað Það eru fáir pallbílar sem sjást á götunum án dráttarkróks og fyrir mér ætti það að vera staðalbúnaður, en fyrir auka 150.000 er hægt að fá dráttarkrók. Ýmislegt fleira er í boði samkvæmt sölubæklingi á VW Amarok sem aukahlutir, s.s. læst afturdrif, leiðsögukerfi, veltigrind, pallhús, palllok o.fl. Allavega var ég mjög sáttur við bílinn í alla staði, þó sérstaklega mýkt, dráttargetu og verð sem er afar gott og verður varla hagstæðara á bíl með svona mikla dráttargetu. Amarok Highline Plus 3.0 TDI V6. Myndir / HLJ Grófur vegslóðinn var eins og malbikaður fyrir mjúka fjöðrunina. Rúmgóður fyrir aftursætisfarþega Helstu mál og upplýsingar É ÁV LAB SINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Heithúðun á pallinum. Fjórir stálbogar eru undir vélinni til að verja neðsta hluta hennar. Vel staðsett og bráðnauðsynlegt. Varadekkið er í fullri stærð. Hæð 1.834 mm Breidd 2.228 mm Lengd 5.254 mm Pallstærð 1.555 mm x 1.620 mm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.