Bændablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. maí 2017 FRÉTTIR Undarleg hegðun norðlægra trjátegunda í norðausturhluta Bandaríkjanna: Trén leggja á flótta undan hlýnandi loftslagi Ný rannsókn á samfélagi trjáa í norðausturhluta Bandaríkjanna hefur vakið athygli vistfræðinga. Skógarþekjan hefur undanfarna þrjá áratugi verið að þoka sér vest- ur á bóginn, að talið er vegna lofts- lagsbreytinga. Þessi stefna skógar- ins er þó að stærstum hluta þvert á það sem vistfræðingar töldu að myndi gerast. Sem afleiðing loftslagshlýnunar þá hafa vistfræðingar talið að norð- lægar trjátegundir myndu hörfa undan hlýnun loftslags í norðurátt, inn á kaldari búsvæði. Ný rannsókn sem kynnt var í Science Advances á miðvikudag í síðustu viku hefur þó leitt í ljós að þessi þróun hófst fyrir þrem áratugum, en á nokkuð annan hátt en búist var við. Norðlægu trjátegundirnar hafa nefnilega að verulegum hluta tekið stefnuna til vesturs. Þrír fjórðu hlutar algengra tegunda stefna til vesturs Um þrír fjórðu hlutar trjátegunda sem algengar eru í skógum í austanverð- um Bandaríkjunum, þar á meðal hvít- ar eikur (white oaks), hlynur (sugar maples) og hinn sígræni ameríski kristsþyrnir (American hollies - Ilex opaca), hafa flutt þungamiðju kjörlendis síns í vesturátt. Meira en helmingur þeirra tegunda sem rann- sakaður var höfðu einnig fært sig til norðurs síðan 1980. Rannsóknin er með þeim fyrstu sem byggja á raunverulegum og tölu- legum gögnum um hvernig loftslags- breytingar eru að endurskapa skóg- ana, en er ekki bara byggt á kenning- um vísindamanna. Þó hvert einstakt tré hafi vissulega ekki tekið sig upp og sé á harðahlaupum undan hlýn- andi loftslagi, þá sýnir þetta hvernig skógarsamfélagið getur sem heild flutt sig úr stað með tímanum. Ný tré vaxa upp á nýjum svæðum á meðan eldri trén á gömlum svæðum deyja. Rannsóknar teymið bar saman trjásamfélagið miðað við ímyndaða keðju fólks sem myndaði línu frá Atlanta til Indianapolis. Þótt allir stæðu í sömu sporum en einn bættist við endann í Indiana og annar hyrfi af endanum í Georgíu, þá þýddi það að miðja keðjunnar færist í norðvestur. Breytt úrkoma mikill áhrifavaldur Vísindamönnunum þóttu niður- stöðurnar mjög áhugaverðar þó að ljóst væri að þær stemmdu ekki alveg við fyrri kenningar. Niðurstöðurnar kveiktu samt þá tilgátu að um leið og loftslagsbreytingar hafi ýtt undir hlýnun um norðausturhluta Bandaríkjanna, þá hafi úrkoma á svæðinu gjörbreyst. Á sama tíma og úrkoma í norðausturhlutanum hafi aukist lítillega frá 1980, miðað við öldina á undan, þá hafi dregið stór- lega úr úrkomu í suðausturhlutanum. Slétturnar miklu, sér í lagi Oklahoma og Kansas, hafa hins vegar fengið mun meiri úrkomu en sögulegt með- altal segir til um. Tilfærslan misjöfn eftir tegundum Songlin Fei, prófessor í skógar- fræðum við Purdue-háskóla og einn af stjórnendum rannsóknarinn- ar, segir að mismunandi tegundir bregðist misjafnlega við loftslags- breytingum. Flestar hraðvaxta stór- laufstegundir elti rakann og færi búsvæði sín til vesturs. Sígrænu trén og einkum barrtrén eru hins vegar að mestu að flytja sig til norðurs. Hann segir þó að ýmsir fleiri áhrifavaldar kunni líka að spila þarna inn í. Þar nefnir hann aukna tíðni skógarelda og eins gæti verið að tilkoma sjúk- dóma sé að hafa áhrif á færslu skóg- anna. Þá geti árangur af verndun skóga líka haft áhrif. Fei og hópur hans telja að þótt niðurstöðurnar komi nokkuð á óvart, þá séu í það minnsta 20% af breytingunum í takt við það sem spáð var að myndi ger- ast vegna áhrifa mannsins á lofts- lagsbreytingar. /HKr. Þetta kort sýnir í hvaða átt skógarmiðjan í austurhluta Bandaríkjanna er að færast. Mynd / Atlantic Media Company hlýnandi loftslagi, þá er staðan kannski ekki enn orðin jafn dramatísk og hjá Treebeard (Fangorn) trénu í kvikmynd Time Warner kvikmyndafyrirtækisins, Lord of the Rings, eftir sögu breska rithöfundarins J. R. R. Tolkien. Norsku bændasamtökin slitu á dögunum viðræðum um búvörusamningana 2018 – Ekki sátt við norska landbúnaðarráðherrann: Norskir bændur mótmæla kröftuglega Forsvarsmenn norsku bænda- samtakanna slitu á dögunum við- ræðum við þarlend stjórnvöld um búvörusamningana 2018 og eru bændur afar ósáttir við landbún- aðarráðherrann, Jon Georg Dale. Eftir viðræðuslitin tóku bændur sig saman um allt land ásamt bænda- samtökunum og mótmæltu á ýmsa vegu, með því að stilla upp trakt- orum og heyrúllum með áletrunum á við þjóðvegi, keyrðu fylktu liði með traktora á aðalgötum í stærri bæjum, límdu staðreyndalímmiða á vörur bænda í verslunum og lok- uðum leiðum inn á lagersvæði hjá stærstu matvöruverslanakeðjunum. „Ríkisstjórnin sýnir engan vilja til að leggja áherslu á landbúnaðinn og fer ekki eftir stefnu í landbúnað- armálefnum sem þingið hefur sett sér. Við getum því ekki skrifað undir samning um landbúnað sem bein- línis veikir norska matvælafram- leiðslu,“ segir Lars Petter Bartnes, formaður norsku bændasamtakanna. Óásættanlegt tilboð Forsvarsmenn bænda áttu í samn- inga viðræðum við ríkið í tvær vikur og daginn áður en viðræðurnar hófust samþykkti þingið nýja stefnu í málefnum landbúnaðarins þar sem aðalmarkmið var að auka norska matvælaframleiðslu sem byggði á norskum úrræðum. Á sama tíma var samþykkt í þinginu að minnka tekjubilið á milli landbúnaðar og annarra starfsgreina og því finnst forsvarsmönnum bænda tilboð ríkisins skjóta skökku við nýleg fyrirheit. „Ríkisstjórnin svaraði með því að bjóða landbúnaði lægri tekju- aukningu en hjá öðrum hópum og sýndu engan vilja til að mæta okkur með þennan lið í samningavið- ræðunum og þá var engin möguleiki fyrir okkur að verða sammála um búvörusamninga. Þeir svöruðu ekki heldur kröfu okkar um að leggja áherslu á lítil og meðalstór bú en ákváðu þess í stað að taka peninga frá einum bónda og gefa öðrum sem er óásættanlegt,“ segir Lars Petter en nú fer málið til meðhöndlunar í þinginu. Einn milljarður á milli Lars Petter undirstrikar að sú skipting sem ríkið sér fyrir sér geri norskum landbúnaði ekki gott því nú þurfi hann stefnu til þess að halda öllum búum í rekstri. „Það er um einn milljarður norskra króna í mun á milli okkar krafna og þess sem ríkið er til í að koma til móts við bændur. Við kröfðumst ramma upp á 1.450 norskar krónur en ríkið bauð upp á um 450 milljónir. Þetta þýðir tekjuaukningu upp á 2,25% á meðan aðrar starfsstéttir eiga von á um 3,1% í tekjuaukningu sem þýðir að bændum var boðið 8.100 norskar krónur í aukningu á ársverk á meðan aðrar stéttir munu auka innnkomu sína um 16.700 norskar krónur á hvert ársverk, eða helm- ingi meira en bændur,“ útskýrir Lars Petter og segir jafnframt: „Nú fer málið til áheyrnar í þinginu 24. maí og til meðhöndl- unar 16. júní. Við vonumst þá til að þingið grípi þann möguleika til að skera úr um hvaða leið landbúnaður hér í landi á að fara í framtíðinni og gera þær breytingar sem eru nauðsynlegar til að ná samningun- um í gegn. Norskur landbúnaður og norskir bændur hafa mikinn og góðan stuðning almennings og einnig þingsins. Þingmenn kalla á aukna norska matvælaframleiðslu og að stundaður verði landbúnaður um allt land. Við framleiðum vörur sem norskir neytendur vilja kaupa og sem leiða til starfa í dreifbýli og bæjum, menningarlandslag, lifandi byggðir og tryggan mat.“ /ehg Ríkisstjórnin svaraði með því að bjóða landbúnaði lægri tekjuaukningu en hjá öðrum hópum og þá var enginn möguleiki fyrir okkur að verða sammála um búvörusamninga,“ segir Lars Petter Bartnes, formaður norsku bænda- samtakanna. Mynd / Håvard Zeiner Búnaðarsambandið í Snertingdal sýndi samstöðu með bændum á þennan hátt við þjóðveginn. – „Enginn matur án bænda.“ Á nokkrum stöðum í Noregi tóku bændur sig saman eftir að samningum var slitið og lokuðu leiðum inn á lagersvæði hjá stærstu matvöruverslanakeðjunum. Mynd / Petter Aaserud
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.