Bændablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | Miðvikudagur 24. maí 2017 komi í ljós ákveðinn tvískinnungur eða þversagnir vegna þess að fyrir kýr sem skilgreindar eru sem lífrænt ræktaðar sé einungis sett skilyrði um að þær hafi aðgang að opnum haga yfir sumartímann. Þær þurfi síðan aðeins að vera fóðraðar að 30% hluta með grasi eða heyi yfir sumartímann. Þetta þýðir að það sem skilgreint er sem kjöt af grasfóðruðum grip- um (Grass-fed meat) eða mjólk úr grasfóðruðum kúm þurfi einungis að vera af gripum sem hafa aðgang að graslendi til að falla undir skil- greininguna. Ekki er þá horft til þess að graslendið kann að vera uppfullt af skordýraeitri og gróðureyðingar- efnum sem bannað er í öllum skil- greiningum um lífrænar afurðir. Þá er sagt að þrátt fyrir grasfóðrunar- skilgreininguna kunni þessar kýr að fá hormónagjafir og sýklalyf í fóðri sem heldur er leyft í lífrænni skilgreiningu. Greinarhöfundur Health Care bendir á að hugmyndafræðilega ætti umrædd ungbarnamjólk bæði að vera skilgreind afurð af grasfóðruð- um kúm og lífrænum en hún sé það ekki vegna fyrrnefndra annmarka á skilyrðum sem eru fyrir því að kýr teljist grasfóðraðar. Höfundur veltir því fyrir sér hvernig FDA muni taka á þessu. Þeir beri ábyrgð á að tryggja að vörur sem þeir veiti viðurkenningar á séu öruggar og virki eins og sagt er í lýsingum. Það sé uppskriftin að úttekt og gæðastimpli sem stofnunin setji á vörur áður en þær fá að fara á markað. Nýja mjólkurafurðin eigi að vera úr kúm sem fóðraðar eru 100% allt árið á grasi og séu lausar við hormónagjafir og sýklalyf. Grasfóðraðar kýr sagðar hamingjusamari Greinarhöfundur Health Care segir að í nýlegri rannsókn sem birt var í tímaritinu Nature nú í ársbyrjun 2017 sé fullyrt að grasfóðraðar kýr séu hamingjusamari en aðrar. Útiveran eigi vel við þær og að þær séu duglegar við að bjarga sér í öflun fóðurs, ekki síður en kýr sem aldar eru innanhúss. Í greininni segir líka að þrátt fyrir þessar rann- sóknir og fullyrðingar þá komi það alls ekki nógu skýrt fram af hverju mjólkurvörur sem framleiddar eru úr mjólk frá grasfóðruðum kúm séu betri en afurðir af kúm sem fóðraðar eru á annan hátt. Eldri rannsóknir staðfesta yfir- burði mjólkur grasfóðraðra kúa Fréttastofa Reuters fjallaði ásamt fleiri miðlum um svipuð mál í frétt 2010. Þar er fjallað um rannsókn Hannia Campos og samstarfsmanna við Harvard School of Public Health í Boston í Bandaríkjunum. Hún komst að þeirri niðurstöðu að neysla á mjólk frá grasfóðruðum kúm gæti verið heilsusamlegri fyrir hjarta- starfsemi manna en ef neytt væri mjólkur frá kúm sem einungis eru fóðraðar með korni í fóðrunarstöðv- um (feedlots). Þar er vísað í enn eldri rannsóknir sem sýna að mjólk frá kúm sem fóðraðar eru á fersku grasi inniheldur fimm sinnum meira af ómettuðum fitusýrum, sem kallaðar eru samtengdar línólsýrur (CLA), en kýr sem fóðraðar eru á unnu fóðri. Rannsóknir á dýrum sýni að CLA geti haft góð áhrif á hjartastarfsemi og hjálpað til við fitulosun. Í rannsókn Hannia Campos sem birt var í American Journal of Clinical Nutrition var skoðun gerð á hátt í 4.000 manns. Þar kom í ljós að þeir úr hópnum sem voru með mest CLA í líkamanum voru í allt að 36% minni hættu á hjartasjúkdómum en aðrir í úrtakshópnum. Hannia Campos segir að mjólk sem er meginuppspretta CLA í Bandaríkjunum komi nær eingöngu frá kúm sem fóðraðar eru í fóðrunar- stöðvum. Rannsóknarteymi Hannia Campos skoðaði stöðuna á Kosta Ríka þar sem hagabeit mjólkurkúa er fremur venja en hitt. Þar var skoðað- ur hópur um 1.800 íbúa Kosta Ríka sem hafði fengið hjartaáfall en lifað það af og annar hópur 1.800 manna sem ekki hafði fengið hjartaáfall. Mælt var hlutfall CLA í fituvef í báðum þessum hópum og áætluð neyslan út frá því. Áhættan á hjarta- áfalli var metin allt að 49% meiri hjá þeim sem voru með minna CLA í fituvef. Röng lýðheilsustefna Michelle McGuire, talsmaður American Journal of Clinical Nutrition og aðstoðarprófessor við State University í Washington, sagði niðurstöður Hannia Campos og félaga athyglisverðar í ljósi viðtekinnar lýðheilsustefnu yfirvalda í áratugi sem kom slæmu orði á fituríka mjólk. Áður hefur verið fjallað um í Bændablaðinu þá röngu lýðheilsustefnu sem byggð var á fölskum niðurstöðum rannsókna í Bandaríkjunum á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Lýðheilsustefna íslenskra yfirvalda, sem stór hluti lækna- og vísindasamfélagsins skrifaði upp á, byggði á sömu viðteknu hugmyndunum frá Bandaríkjunum. Þar var allt miðað við að fita væri af hinu slæma, ekki síst mettuð dýrafita. Þetta markaði líka sín spor varðandi áherslur í dýraeldi til kjötframleiðslu á Íslandi. Síðari tíma rannsóknir hafa kolvarpað þessum kenningum. Lýðheilsustefnan, sem taldi fituna mesta skaðvald gagnvart heilsu manna, leiddi til enn verri kosta sem var óhófleg sykurneysla. Afleiðingarnar urðu hrikalegar og eiga þjóðir heims enn í harðri baráttu og sjá ekki fyrir endann á við að vinda ofan af því dæmi. Rannsóknir á mikilvægi CLA sýndu allt annað en að fita væri eins slæm og fullyrt hafði verið. „Nýmjólk er ekki vondi kallinn,“ sagði McGuire í samtali við Reuters. Hann taldi einnig að rannsóknir sýndu að mikilvægi fitusýra, eins og CLA, gætu náð langt út fyrir heilsu hjartans og gætu mögulega líka haft áhrif til góðs á krabbamein og sykursýki. Kannski ekki fullkomin fæða – en góð er hún McGuire fullyrti reyndar í samtalinu að mjólk væri í raun eina náttúrulega fæðan sem hannað væri af náttúrunni til að fæða mannfólkið. Ekki er endilega víst að allir taki undir þetta, í ljósi þess að fólk sem ekki hefur alist upp við mjólkurneyslu líkt og Evrópumenn hafa gert um aldir, þolir slíkt illa. Líkami þess ræður illa við að brjóta niður mjólkursykrurnar í mjólkinni. Þessi „galli“ á mannfólkinu er þekktur víða, ekki síst í Kína þar sem fólk hefur verið að temja sér vestræna lifnaðarhætti í stórum stíl. Þar og víða annars staðar hafa mjólkurbú farið þá leið að framleiða laktósafría mjólk sem er auðmeltanlegri, en sú náttúrulega hreina mjólk sem kemur úr spenum kúnna. Hér á landi var mjólkurstöðin Arna sett á fót í Bolungarvík sérstaklega til að framleiða laktósafríar mjólkurvörur fyrir Íslendinga sem ekki þola hefðbundnar mjólkurvörur. „Við þurfum að líta á mjólk sem fullkomna fæðu og reyna að fræðast eins mikið um hana og við getum,“ sagði McGuire. Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Industry 9 úðabrúsi Léttur loftþrýstings pólýprópýlen tankur. Með öryggisloka og öflugri pumpu. Styrkt PVC slanga 170 cm burðarbelti. Hægt að lengja skaftið. Þolir: Alkaline, ýmis sterk efni, olíu og tjöruhreinsi. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð. Algjör andstæða við fjölskyldubúskap og grasfóðraðar frjálsar kýr eru risastórar fóðrunarstöðvar (Feedlots) þar sem gripirnir sjá aldrei grænt gras. Þetta er gert til að mæta kröfum markaðarins um ódýrt kjöt. Sem betur fer þekkist slíkt ekki á Íslandi og mesta sæla þessara gripa er trúlega fólgin í því að fylgjast með komu fóðurbílsins. Á sama tíma er íslenskum bændum legið á hálsi fyrir að geta ekki framleitt ódýrt kjöt sem væntanlega má þá líka vera uppfullt af sýkla- og hormónalyfjum sem nauðsynleg þykja við svona stórframleiðslu. Steik af grasfóðruðu nauti sem vænt- anlega hefur ráfað hamingjusamt um grösuga velli vestanhafs. Trúlega er lítil hamingja hjá þessum gripum í fóðrunarstöðinni. Nema ham- ingjan felist í að ösla drulluna upp á miðja leggi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.