Bændablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. maí 2017 „Staðan er sú að við erum orðin mjög fá sem stundum þessa rækt- un. Hún krefst talsverðrar sér- hæfingar og þekkingar, en margt í umhverfinu er alls ekki hvetj- andi,“ segir Katrín Ásgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Sólskóga á Akureyri. Í því sambandi nefnir hún stuttan samningstíma og mikið flækjustig þegar kemur að tegundum, afbrigðum, kvæmum og bakkagerðum. „Það gerir okkur erfitt fyrir að stýra ræktuninni,“ segir hún. „Auðvitað gerir maður sér vonir um að ný stofnun samhæfi óskir um kvæmi og plöntugerðir, en það á eftir að koma í ljós.“ Óvissa er slítandi „Við skógarplöntuframleiðendur búum við mikla óvissu og það er vissulega slítandi, kemur í veg fyrir að við getum gert áætlanir til lengri tíma litið. Við hér í Sólskógum höfum lagt metnað okkar í að standa við okkar hlut og ég veit að það á við um aðra framleiðendur líka,“ segir Katrín. Hún segir að á sama tíma sé einnig vöxtur í annarri framleiðslu fyrirtækisins, svo sem sumarblóma- framleiðslu, og því standi menn sífellt frammi fyrir vali um hvert skuli stefna, hvar framtíðin í fram- leiðslunni liggi. Viljum ekki að þekkingin glatist Katrín segir að Sólskógar ásamt Skógræktarfélagi Eyfirðinga haldi í ár upp á að 70 ár eru frá því byrjað var að rækta plöntur í Kjarna. Á þeim tíma hefðu skógræktarmenn vitað að undirstaða þess að rækta skóg væri að hafa aðgang að plöntum. „Það hefur ekki breyst. Ég er þeirrar skoðunar að skógræktarmenn þurfi verulega að láta sig varða stöðu plöntuframleiðenda, standa við bakið á þeim sem kunna að framleiða góðar plöntur og standa sig ár frá ári við að afhenda gæðavöru. Við viljum ekki að sú þekking glatist. Yfirvöld verða einnig að gæta að því að endalaust tal um aukna skógrækt en engar efndir, er ekki til þess fallið að byggja upp traust til framtíðar. Nú verða stjórnvöld að láta verkin tala vilji þau halda þeirri þekkingu, sem byggst hefur upp, lifandi,“ segir Katrín. /MÞÞ Skógræktin efndi nýver- ið til upplýsingafundar með skógarplöntuframleiðendum þar sem farið var yfir ýmislegt sem þurft hefur að samræma í landshlutunum við nytjaskóg- rækt á lögbýlum eftir að stofn- anir sameinuðust í Skógræktina. Skógarplöntuframleiðendur gagnrýna að útboð séu aðeins gerð til þriggja ára í senn. Þeir vilja lengri samninga og einfaldari útboð til að treysta rekstrargrundvöll sinn. Fundurinn var haldinn í Gömlu- Gróðrarstöðinni á Akureyri og þar fór Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, sviðsstjóri skógarauðlindasviðs Skógræktarinnar, yfir skipurit Skógræktarinnar. Í kjölfar samein- ingar eldri stofnana í Skógræktina hefur þurft að samræma vinnuferla gömlu landshlutaverkefnanna fimm enda nauðsynlegt að sama þjónusta sé veitt skógarbændum um land allt. Skógræktin vill einnig hafa reglulegt og gott sam- tal við skógarplöntuframleiðend- ur, ekki síst um gæðamál og gæða- prófanir að því er fram kemur í frétt á vefsíðu Skógræktarinnar. Áhyggjur af fækkun framleiðenda Skógræktin er nú með samninga við fjóra skógarplöntuframeiðendur, Álm á Syðri-Reykjum og Kvista í Reykholti, bæði fyrirtækin eru í Biskupstungum, Barra í Fellum og Sólskógar á Akureyri. Niðurskurður á framlögum til skógræktar í landinu eftir hrun hefur orðið til þess að þær stöðvar sem enn eru með starfsemi hafa þurft að sækja á önnur mið í auknum mæli til að halda rekstri sínum gangandi. Á fundinum gafst framleiðendum tækifæri til að ræða um samstarfið við Skógræktina og koma á framfæri væntingum sínum og málefnum sem á þeim brenna. Fram komu áhyggjur af því hversu fáir framleiðendur væru orðnir í landinu. Framleiðendur gagnrýna að samningar um útboð á skógarplöntum séu einungis auglýst til þriggja ára í senn. Þetta geri fyrirtækjunum erfitt fyrir að skipuleggja starf sitt til lengri tíma, sérstaklega ef ráðast þarf í fjárfestingar til að auka framleiðslu. Sömuleiðis sé óhagræði að því að framleiða margar ólíkar og mismunandi stórar einingar trjáplantna. Til að auka hagkvæmni ræktunarinnar sé nauðsynlegt að einfalda útboð og setja markið á færri og stærri framleiðslueiningar af hverri trjátegund. Sömuleiðis þurfi að haga útboðum með þeim hætti að framleiðendur geti sem best valið úr þeim það sem hentar aðstæðum þeirra hverju sinni. Sú samræming sem nú eigi sér stað innan Skógræktarinnar sé mjög til bóta en vert sé að samræma einnig atriði eins og plöntustærðir og plöntugerðir við aðra kaupendur trjáplantna svo sem skógræktarfélögin, Landgræðsluskóga og fleiri. Tryggja þarf rekstraröryggið Allir framleiðendurnir geta aukið framleiðslu sína nokkuð frá því sem nú er en mismikið þó. Ef stórauka á skógrækt í landinu eins og stjórnvöld hafa margsinnis ýjað að er nauðsynlegt að tryggja framleiðendum rekstraröryggi til nægilega langs tíma svo byggja megi upp í greininni og efla starfsemina. Framleiðendur eru brenndir af því bakslagi sem kom í skógrækt á Íslandi eftir efnahagshrunið 2008. Því er þörf á framtíðarstefnu í skógrækt og langtímaáætlun sem treysta megi á. Skógrækt treystir byggð í dreifbýli um allt land og afleidd starfsemi af ýmsum toga styrkist um leið. Stöðvarnar sem framleiða skógarplöntur eru allar utan höfuðborgarsvæðisins og efld starfsemi þeirra styrkir því viðkomandi byggðir. /MÞÞ SKÓGRÆKT&LANDGRÆÐSLA Skógarplöntuframleiðendur vilja betri rekstrargrundvöll Allir framleiðendurnir geta aukið framleiðslu sína nokkuð frá því sem nú er en mismikið þó. Ef stórauka á skógrækt í landinu eins og stjórnvöld hafa margsinnis ýjað að er nauðsynlegt að tryggja framleiðendum rekstraröryggi til Mynd / MÞÞ Katrín Ásgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Sólskóga á Akureyri: Of stuttur samningstími og mikið flækjustig verulega að láta sig varða stöðu plöntuframleiðenda, standa við bakið á þeim sem kunna að framleiða góðar plöntur og standa sig ár frá ári við að afhenda gæðavöru.“ Myndir / MÞÞ Undanfarin ár hefur aukning verið í framleiðslu sumarblóma og segir Katrín að menn standi sífellt frammi fyrir vali um hvert skuli stefna, hvar framtíðin í framleiðslunni liggi. Bændablaðið Kemur næst út 8. júní Pantið tímanlega til að tryggja auglýsingapláss 563-0300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.