Bændablaðið - 02.11.2017, Blaðsíða 1
21. tölublað 2017 ▯ Fimmtudagur 2. nóvember ▯ Blað nr. 502 ▯ 23. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is
Sauðfjárbændur taka forystu og leggja fram áætlun um mótvægisaðgerðir við losun gróðurhúsalofttegunda:
Stefnt er að fullri kolefnisjöfnun
sauðfjárræktar á Íslandi 2022
– Umhverfisráðgjöf Íslands hefur unnið skýrslu og reiknilíkan til að auðvelda bændum að takast á við þetta fjölþætta verkefni
Samkvæmt skýrslu sem
Umhverfisráðgjöf Íslands ehf.
hefur unnið fyrir Landssamtök
sauðfjárbænda er raunhæft
að kolefnisjafna íslenska
sauðfjárrækt að fullu.
Verkefnið var kynnt á opnum
fundi í Bændahöllinni 26.
október. Markmiði um fulla
kolefnisjöfnun greinarinnar verður
náð með samdrætti í losun og
mótvægisaðgerðum, s.s. skógrækt,
landgræðslu og endurheimt
votlendis.
Í samræmi við samþykkt
aðalfundar sauðfjárbænda
Svavar Halldórsson, fram-
kvæmda stjóri Icelandic lamb og
Markaðs ráðs kindakjöts, kynnti
verkefnið og sagði að skýrsla
Umhverfis ráðgjafar Íslands hafi
verið unnin fyrir Landssamtök
sauðfjárbænda í samræmi við
stefnumótun sem samþykkt var á
aðalfundi samtakanna 30.–31. mars
2017. Þar segir að stefna skuli að
kolefnisjöfnun greinarinnar eins
fljótt og kostur er. Hefur nú verið
lögð fram aðgerðaráætlun til að ná
þessum markmiðum á næstu fimm
árum.
Undirbúningur á kolefnisjöfnun
íslenskrar sauðfjárræktar hófst
á vettvangi Landssamtaka
sauðfjárbænda árið 2015. Í
október 2016 kom út skýrsla
sem bar yfirskriftina „Greining
á losun gróðurhúsalofttegunda
frá íslenskum landbúnaði“
eftir Jón Guðmundsson hjá
Landbúnaðarháskóla Íslands.
Á stjórnarfundi samtakanna 2.
desember 2016 var framkvæmda-
stjóra falið að vinna að
aðgerðaráætlun í samvinnu við
utanaðkomandi sérfræðinga og
frumtilboð frá Umhverfisráðgjöf
Íslands ehf. um kolefnisjöfnun
sauðfjárræktarinnar á grundvelli
fyrrnefndrar skýrslu.
Stefán Gíslason, framkvæmda-
stjóri Umhverfisráðgjafar Íslands
ehf., kynnti síðan á fundinum í
Bændahöllinni skýrslu um þessa
vinnu sem ber heitið „Losun
gróðurhúsalofttegunda frá
sauðfjárbúum á Íslandi og aðgerðir
til að draga úr losun.“
Stefnt að fullri kolefnisjöfnun
árið 2022
Þar kemur fram að heildarlosun frá
íslenskri sauðfjárrækt nemur um
291 þúsund tonni kolefnisígilda
(CO2-ígilda) á ári. Losunin á
hvert framleitt kg lambakjöts
nemur 28,6 kg kolefnisígilda
(CO2-ígilda). Er nú stefnt að því
að fullri kolefnisjöfnun íslenskrar
sauðfjárræktar verði náð árið 2022.
Einnig er stefnt að því að allt íslenskt
lambakjöt og aðrar sauðfjárafurðir
verði vottaðar kolefnishlutlausar.
Kolefnisjöfnun íslenskrar
sauðfjárræktar er framsækið
umhverfisverkefni sem hefur
sjálfstætt umhverfis- og
loftslagsgildi en getur einnig að
hluta eða í heild verið hluti af
framlagi Íslands á alþjóðlegum
vettvangi. /HKr.
– Sjá nánar á bls. 2
Mynd / HKr.
– Sjá nánar á bls. 26 Mynd / Margrét Þóra Þórsdóttir
22
Ostrusveppa-
ræktun í
endurunnum Gómsæt selasteik ásamt
28–29 34