Bændablaðið - 02.11.2017, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 02.11.2017, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2017 Trufflur, eða jarðkeppir, eru sveppir sem vaxa neðanjarðar og líkjast helst skorpnaðri kartöflumóður að hausti. Lyktin af þeim er blanda af nýunnum jarðvegi í haustrigningu, iðandi ánamöðkum og minningunni um svita löngu liðins ástarlífs. Sælkeratrufflur seljast fyrir gríðarlega hátt verð. Trufflur verða seint flokkaðar sem ein af helstu nytjajurtum heims, til þess er uppskeran af þeim of lítil og svo hitt að þær eru ekki plöntur heldur sveppir. Nánast ómögulegt er að gera sér grein fyrir því hver heildaruppskera í heiminum af jarðkeppum er þar sem talsverðu magni er safnað af þeim í náttúrunni. Áætlað framleiðslumagn í ræktun er á bilinu 7,5 til 8 milljón tonn á ári. Kínverjar eru allra þjóða stórtækastir í ræktun truffla og framleiða rúmlega 5,1 milljón tonn á ári. Á Ítalíu er framleiðslan tæp 800 þúsund tonn en í Bandaríkjunum tæp 390 þúsund tonn. Í Hollandi eru ræktuð tæp 310 þúsund tonn og í Póllandi um 220 þúsund. Á Spáni er framleiðsla áætluð 146 þúsund tonn, í Frakklandi 116 þúsund tonn, í Íran tæp 90 þúsund, í Kanada rúm 82 þúsund og á Bretlandseyjum rúm 73 þúsund tonn á ári. Auk þess sem Ástralir hafa sótt mikið í sig veðrið undanfarið þegar kemur að ræktun truffla og miklar líkur á að þeir verði komnir í hóp stærstu framleiðenda þeirra eftir nokkur ár. Þar sem svartamarkaðsbrask og verslun með sveppi, sem líkjast trufflum eða tegundum truffla sem ekki þykja merkilegar er mikill, verður að taka ofangreindum tölum með fyrirvara. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands voru flutt inn 828 kíló af nýjum „tröfflum“ frá Kína árið 2016. Tölur um innflutning fyrstu átta mánuði 2017 benda til trufflugóðæris á Íslandi þar sem innflutningurinn er talsvert meiri en allt árið 2016, eða 1141 kíló. Þar af koma 721 kíló frá Bretlandseyjum, 324 kíló frá Kína, 60 kíló frá Suður-Kóreu og 36 kíló frá Bandaríkjunum. Auk þess sem flutt er inn trufflusalt, truffluolía, trufflumauk, trufflusúkkulaði og annað trufflu hitt og þetta. Nafnaspeki Orðið truffe á frönsku er dregið af latneska orðinu tuber sem þýðir forðarót. Heiti sveppsins á mörgum evrópskum tungumálum er lánsorð úr frönsku. Tartuf á króatísku, trufa á rúmönsku, á ítölsku er það tartufo og trufa á spænsku, truffe á þýsku er trüffel, tryffel á sænsku en trøffel í norsku og dönsku. Á íslensku kallast trufflur jarðkeppir. Þýska heitið kartoffel, eða kartafla, er dregið af ítalska heitinu tartufo og er þar vísað til útlitslegra líkindi tegundanna. Enska heitið truffles er einnig notað sem slangur um fólk sem ekki stígur í vitið, eða besservissera sem sjaldan hafa rétt fyrir sér. Hér leynast því úrvals nýyrði fyrir okkur Íslendinga sem getum hér eftir sagt að viðkomandi sé alger truffla og að sjálfsögðu í niðrandi merkingu. Sveppir sem vaxa neðanjarðar Truffla, eða jarðkeppur, er samheiti 80 til 90 tegunda sveppa Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is HELSTU NYTJAPLÖNTUR HEIMSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.